Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 10
10 Hafnfirskt - Ja takk! Ur sögu Hafnarfjarðarhafnar Það er engin tilviljun að Hafnar- fjörður verður snemma mikilvæg verslunarhöfn. Eins og nafnið bend- ir til var Hafnarfjörður ákjósanleg höfn frá náttúrunnar hendi. Inn- siglingin er filtölulega auðveld og hrein og áður fyrr hefur skipalægið þótt öruggt. Heimildir skortir mjög um Hafnar- fjörð fyrstu aldir Islandsbyggðar en það er athyglisvert að í elstu skráðu heimildum frá um 1400 er þegar verslunarstaður erlendra kaupmanna við Háagranda sem ber nafnið Fornu- búðir. Nýbyggingar hefðu vart hlotið slíkt heiti. Á þessum tíma hafa Eng- lendingar þegar hafið fiskveiðar við ísland með aðsetur og bækistöðvar í Hafnarfirði. Þegar kemur fram á 15. öldina hófust átök um verslunina og hafnar- aðstöðuna á milli enskra og þýskra kaupmanna og eru óljósar sagnir um þann ófrið og jafnvel verulegt mann- fall af þeim sökum. Fór svo að Þjóð- verjar hröktu Englendinga á brott og héldu Hansakaupmenn sem voru frá Hamborg versluninni alla 16. öldina eða þar til einokunartímabilið hófst með tilskipun Danakonungs árið 1602. Umsvif Þjóðverja hafa verið mikil og þeir jafnvel fjölmennir því þess er meðal annars getið að þeir reistu kirkju í Hafnarfirði fyrir siðaskiptin 1550 og það hefur því verið fyrsta lútherska kirkjan i landinu. Mikilvægi Hafnarfjarðar er því augljóst. Eftir- sóttasta verslunarvaran til útflutnings var skreið. Sú verslun var hvergi um- svifameiri á landinu en í Hafnarfjarð- arhöfn. Skúli fógeti Magnússon reynir að brjóta á bak aftur erlenda verslunar- kúgun með byggingu Innréttinganna í Reykjavík árið 1753. Það er hins veg- ar athyglisvert að hann hóf sinn útveg frá Hafnarfjarðarhöfn. Mikilvægi ör- uggrar hafnar er honum augljóst. Ekki er nokkur vafi að fiskiskip hans hafa verið eins konar kútterar sem í göml- um gögnum eru nefndir fiskiduggur. Ekki varð þó útgerð Skúla fógeta langlíf í Hafnarfirði og hann flutti út- gerð sína til Reykjavíkur. Margir vilja álíta að samgöngurnar á landi yfir úfin hraun hafi valdið því að sigling- arnar flytjast smám saman til Reykja- víkur í talsverðum mæli. HAFNFIRSKT já takk! íbúar Hafnarljarðar guldu mikið af- hroð í Stóru bólu 1708 sem og aðrir landsmenn. Þriðjungur þjóðarinnar lést í þeirri drepsótt. Áhrifa móðu- harðindanna gætti einnig síðar á öld- inni. Það var myrkasta skeið þeirrar aldar sem Bjarni Sigurðsson Sívertsen haslar sér völl í verslun og útgerð í Hafnarfirði. Hann sest þar að 1793. Bjarni markaði djúp spor i athafna- sögu bæjarins og hefur með réttu ver- ið nefndur faðir Hafnarfjarðar. Versl- unin hafði að nafninu til verið gefin frjáls þó að innlendir menn hefðu haft lítið bolmagn til að nýta sér það frelsi. Framtakssemi Bjarna var ótrúleg því að hann lét ekki verslun og útgerð ein- ungis duga heldur hóf hann talsverð- ar skipasmíðar. Þilskipin urðu að veruleika. Ekki er nokkur vafi á þvi að Bjarni sér í réttu ljósi mögu- leika góðrar hafnar frá náttúrunnar hendi. Það má því ætla að umsvif Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði hafi ekki verið algjör tilviljun. Þilskipin gerðu mönnum kleift að sækja lengra þegar fiskur gaf sig ekki á grunnmiðum. En þróunin í þilskipa- útgerðinni var hæg. Vafalaust má um kenna almennri fátækt. Það er ekki fyrr en með útgerð togaranna í byrjun þessarar aldar sem umsvif og atvinnu- möguleikar við skipin og aflann bæta hag og afkomu fjölda fólks. Fyrsti togari íslendinga, Coot, var keypturtil Hafnarfjarðar 1905. Utgerð hans varð þó ekki langvinn því að hann strandaði við Keilisnes árið 1908. En bjartsýni og framtak tók að eflast. Formleg stofnun Hafnar- fjarðarhafnar I framhaldi af stofnun Hafnarfjarðar sem sjálfstæðs sveitarfélags varð stofnun hafnarinnar að veruleika með reglugerð sem gefin var út 8. desem- ber 1908 og tók gildi 1. janúar 1909. Hagstæð hafnarskilyrði urðu til þess að ásókn erlendra útgerðaraðila varð talsverð á þessum árum. Norðmenn og Hollendingar hófu línuveiðar frá Hafnarfirði í byrjun aldarinnar og Englendingar hófu mikla togaraútgerð frá Hafnarfirði. Tveir nýir togarar voru keyptir til bæjarins 1915. Jafnframt útgerð erlendra aðila settu innlendir menn svip sinn á at- vinnulífið. Þá bar hæst Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson. Fleiri innlenda aðila mætti nefna. En útgerð varð fyrir áföllum og erfið atvinnu- leysistímabil riðu yfir inn á milli. En samt voru það umsvifin við höfnina sem urðu til þess að íbúafjöldinn tvö- faldaðist á örfáum árum. í 88 ára sögu hafnarinnar hafa orðið stórstígar framfarir. Hin góðu skilyrði náttúrulegrar hafnar sem dugað höfðu minni skipum svaraði ekki þörfum stærri gufuskipa og auknum umsvif- um. Til að svara kröfum tímans varð að byggja hafskipabryggju. Það er at- hyglisvert að hafskipabryggja er fyrr byggð í Hafnarfirði en í Reykjavík. Þó var Reykjavík þegar orðin urn- svifameiri verslunarhöfn. Fyrsta hafskipabryggjan var vígð 16. febrúar 1913 en þar hafði þá þegar lagst að gufuskipið Sterling árið áður. Þess má einnig geta að flaggskipið Gullfoss lagðist að bryggju i Hafnar- firði þegar hann kom nýr til landsins 15. apríl 1915 því að hann gat ekki lagst að bryggju í Reykjavík. Vígsla hafskipabryggjunnar var fyrsti stóri áfanginn í þróun hafnar- innar frá því að hún er formlega stofn- uð. Aðrir áfangar eru bygging hafnar- garðanna á árunum 1941-1953. Þriðji áfanginn er bygging Straumsvíkur- hafnar á árunum 1967-1969. Saga hafnarinnar er að sjálfsögðu samofin sögu byggðarlagsins. Um- svifin í höfninni voru kveikjan að af- komu fólks hverju sinni. Enn skiptir höfnin höfuðmáli í þróun bæjarlífsins. Án hennar væri bærinn ekki svipur hjá sjón þó atvinnuvegirnir séu fjöl- breyttari en áður var. Á fyrri helmingi aldarinnar spunn- ust oft heitar umræður um fram- kvæmdir við höfnina. Hvert skref framkvæmda var vegið og metið og kosningabaráttan snérist oft á tíðum um þarfir hafnarinnar. Eftir á að hyggja er þetta ekki nema eðlilegt því svo miklu máli skipti höfnin fyrir af- komu alls þorra fólks. Frá vígslu hafskipabryggjunrtar í Hafnarfirði árið 1913. Frá gömlu bryggjunni • HAFNARDAGUR

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.