Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 7
Fjarðarpósturínn - Já takk! 7
Aldraðir eru líka fólk
Það hlýtur að vera eitt af megin-
markmiðum hvers sveitarfélags að
hlúa vel að eldri kynslóðinni með
dyggri aðstoð þeirra sem yngri eru.
Yngri kynslóðirnar hafa jú notið
góðs af þeim grunni sem lagður hef-
ur verið af þeim eldri. Það ber að
virða og meta mikils af okkur sem
yngri erum og sjá til þess að hinir
öldruðu megi eiga ánægjulegt ævi-
kvöld.
Á síðustu árum hefur Hafnaríjarð-
arbær lagt metnað sinn í að hlúa vel
að öldruðum. Miklum fjármunum
hefur verið varið í byggingu þjónustu-
íbúða og má þar nefna meðal annars
íbúðirnar að Hjallabraut 33, Sólvangs-
vegi 1 og 3. Einnig hafa verið lögð
drög að smáhýsabyggð á þessu svæði.
Nálægðin við Heilsugæslustöðina og
Sólvang er mikill kostur og góð sam-
vinna hefur tekist með öllum aðilum
sem sjá um þessi mál.
Líklega dettur flestu fólki í hug orð-
ið aðgerðarleysi þegar það heyrir
minnst á efri árin. Nú á dögurn er
tæknin orðin það öflug að lítið sem
ekkert þarf að gera á heimilinu, bíl-
arnir eru allsráðandi og gamla fólkið
eyðir mestum sínum tíma í að stara út
um gluggann. Álíka hugsanagang
verður maður oftar en ekki var við. En
staðreyndin er sú að nú hugsa margir
með tilhlökkun til efri áranna, til þess
tíma sem hægt er að nota til að sinna
áhugamálum og sækja ýmisleg félags-
störf. Félagsmálastofnun Hafnarijarð-
ar sér um félagslega þjónustu fyrir
aldraða. Þar geta aldraðir fengið upp-
Byggingardagar 24.-25. maí 1997
Hús skulu standa
Meistarafélag iðnaðarmanna,
fagfélag iðnmeistara, stendur nú í
þriðja sinn fvrir bvggingardögum á
stór-Hafnarfjarðarsvæðinu í sam-
vinnu við Sarntök iðnaðarins og
Hafnfirskt-já takk.Tilgangurinn er
í fyrsta lagi að kynna bvggingariðn-
að og gefa almenningi kost á að
konia út á byggingarsvæðin og sjá
hvar gott handverk fagmanna verð-
ur til. í annan stað vilja fvrirtækin
og meistararnir vekja athvgli á
framleiðslu sinni, íbúðunt í fjölbýli
eða sérbýli sent þau bjóða til sölu. Á
byggingardögunt býðst fólki að
skoða fjölbreytt úrval íbúðarhús-
næðis með fjölda möguleika á íbúð-
um jafnt sem sérbýli, allt eftir fjöl-
skvldustærð og eða efnahag.
Þema byggingardaga nú er HUS
já takk!
SKULU
STANDA en
mikil framþróun
hefur átt sér stað
á síðustu árum í
hönnun húsa,
efnisvali og öll-
um frágangi og
eru hönnuðir og iðnmeistararnir
stöðugt að læra af reynslu fyrri
ára sem í dag skilar okkur ein-
hverjum bestu hýbílum á norð-
urslóðum.
Að þessu sinni kynna félags-
menn Meistarafélags iðnaðar-
manna m. a. íbúðir í fjölbýli við
suðurhöfnina, íbúðir í sérbýli í
Setbergslandi, og Mosahlíð. í
Kópavogsdal sýna félagsmenn
raðhús við Jörfalind,
Á byggingardögum verður ný
og glæsileg glugga- og hurða-
verksmiðja, Glugga- og hurða-
smiðja SB, tekin í notkun á
Hvaleyrarbraut 39 og verður þar
opið hús.
í Perlunni verður sýning, þar
sem fjölmargir aðilar sýna vöru,
þjónustu og framleiðsluvörur
sínar á byggingardögum.
Atli Gíslason. Höfundur er
framk\’œmdastjóri Meistarafé-
lags iðnaðarmanna í Hafnar-
firði.
• BYGGINGARDAGA
lýsingar um ýmis réttindi sín og á
vegum Félagsmálastofnunarinnar er
einnig rekið blómlegt félagsstarf, t. a.
m. útgáfa fréttabréfs, þar sem tíundað
er hvað sé helst á döfunni hverju
sinni. Það má segja að hreinlega allt
milli hirnins og jarðar sé í boði er
kemur að félagslífi aldraða. Félag
eldri borgara er starfrækt hér i Hafn-
arfirði og eru félagsmenn hátt í 600
talsins. Allir senr eru 60 ára og eldri
geta gerst félagar. Farið er í ferðalög
innanlands, kórstarfið er virkt, dans-
leikir, gönguferðir og margt fleira er
gert til skemmtunar. Ýmis sérkjör eru
í boði fyrir aldraða í Hafnarfirði svo
sem eins og frítt í sund fyrir 67 ára og
eldri, afsláttarkort með almennings-
vögnum, verslunarferðir í rútu fólki
að kostnaðarlausu o.fl.
Það hefur oft þótt loða við eldra
fólkið að það sé ekki nógu móttæki-
legt fyrir nýjungum, að það sé ekki
hægt að kenna gömlum hundi að sitja
og fleiri álíka klisjur en látum loka-
orðin vera Dostóéskís sem komst svo
ágætlega að orði: „Það er hægt að
kenna gamla konsertmeistaranum
nýja nótu, EF hann hefur tíma og ráð-
rúm til þess“.
Sigurður Þór. Höfundur er
nemandi i Flensborgarskóla.
Víkingahátíðin
verður 9.-13. júlí
Undirbúningur fyrir Víkinga-
hátíðina í sumar er í fullum gangi
og hafa víkingar frá mörgum
löndunt boðað komu sína.
Þessi menningarhátíð að
fornum sið mun setja svip sinn á
bæinn þá daga sem hún stendur.
Má búast við að fjöldi ferða-
ntanna bæði innlendra sem
erlendra muni leggja leið sína í
Fjörðinn þessa daga.
í næsta Fjarðarpósti verður
sagt nánar frá Víkingahátíðinni.