Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 2
2 Fjarðarpósturiim
Hverfafélag stofnað í
Setbergi og Mosahlíð
Næstkomandi mánudag
verður formlega stofnað
hverfafélag íbúa í Setbergi og
Mosahlíð og verður stofnfund-
urinn haldinn í Setbergsskóla.
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
eins úr undirbúningsstjórn, er
markmið félagsins aö bæta
mannlíf i hverfunum og gæta
jafnframt hagstnuna þeirra.
„Segja ntá að Rcykjanesbrautar-
málið hafi komið íbúunum af
stað og menn hafa komist að því
að samtakamátturinn skilar betri
árangri en skraf yfir girðingar og
símtöl við embættismenn bæjar-
ins,“ sagði Pétur.
Hann sagði jafnframt undir-
búningsfundur að stofnun
hverfafélags hafi verið haldinn
þann 22. apríl sl. og sóttu hann
um 40 manns. Kosin var stjórn
til að undirbúa stofnun félagsins
en ásamt Pétri sátu í henni þau
Dröfn Hreiðarsdóttir, Ólöf Kríst-
in Einarsdóttir, Ragnar Guð-
laugsson og Sigurður E. Ragn-
arsson.
„Undirbúningsstjórnin hefur
unnið að því að kynna sér starf-
semi sambærilegra samtaka í
Reykjavík og aflað sér upplýs-
inga um rekstur þeirra. Við þessa
könnun kom í Ijós, að sum félög-
in eru eingöngu hagsmunafélög
en önnur starfa jafnframt að því
að bæta mannlífið í hverfunum.
Er það von undirbúningsstjórnar-
innar að mannlífsþátturinn verði
stór hluti starfsins en einnig að
gott samstarf og samvinna takist
við bæjarstjórn og embættis-
menn bæjarins," sagði Pétur.
Fundurinn i Setbergsskóla
hefst kl. 20:30.
HAFNFIRSKT
já takk!
HAFNFIRSKT
„JÁ TAKK“
DAGSKRA 22.maí -1. júní
22. maí Skógarganga um „Græna trefilinn11
24. maí Byggingadagar í Hafnarfirði á vegum
Meistarafélags iðnaðarmanna
24. maí Opnun sýningar hönnunardeiidar
Iðnskóla Hafnarfjarðar í Hafnarborg
25. maí Byggingadagar í Hafnarfirði á vegum
Meistararfélags iðnaðarmanna
31. maí Dagur ferðaþjónustunnar, öllum
gefst kostur á að gerast ferðamenn
í Hafnarfirði.
31. maí Hafnardagar, dagskrá nánar kynnt
í næsta Fjarðarpósti.
1. júní Sjómannadagur fjölbreytt dagskrá,
nánar kynnt í næsta Fjarðarpósti
r‘ pdsturinn"
Útgefahdi: ALMÍÓLUN ehf, Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjðrður.
Framkvæmdastjóri: Sæmundur Stefánsson.
Stjórnarformaður: Oli Jón Olason.
liilsljoii og ábyrgðarmaður: Sæmundur Stefánsson.
Markaðs- og auglýsingastjóri: Oli Jón Olason.
Fjármálastjóri og innheimta: Steinunn Hansdóttir.
SÍMAK: Ritstjórn: 565 17ó6; auglýsingar: 565 I745. Fax: 565 1796
Umbrot: Almiðlun. Dreifing: Ppsturog sími. Prentun: Steinmark.
Fjarðarpóslurinn er aðili að Sanitökum bæjar- og héraðsfrcltablaða.
Meðlimir Woofers þau Egill Rafnsson, Hildur GUðnadóttir,
Ómar Freyr Kristjánsson og Kristinn A. Sigurðsson.
Woofer með útgáfu-
tónleika í Bæjarbíói
Kór Hafnar-
fjarðarkirkju
Vortónleik-
arásunnu-
úag
Kór Hafnarfjarðarkirkju
heldur vortónleika á sunnu-
dag í Hafnarfjarðarkirkju
kl. 16. Kórfélagar cru uin 30
og stjórnandi kórsins er
Natalía Choxv. Efnisskrá
tónlcikanna er fjölbreytt og
er þar finna trúarleg verk í
bland við vor- og suniarltig.
Undirleik annast Helgi Pét-
ursson á píanó.
Unglingaþættir í
Útvarpi Hafnarfj.
Nemar í fjölmiðlun úr
Öldutúns-, Setbergs- og Lækj-
arskólum hafa nýlega tmnið
fjóra útvarpsþætti undir hand-
leiöslu Lilju Guðmundsdóttur
kennara. Þættirnir verða send-
ir út í Útvarpi Hafnarljarðar,
FM 91.7. dagana 27. og 28.
maí nk. milli kl. 20 og 22.
Hljómsveitin Woofer verður
með útgáfutónleika í Bæjarbíói
laugardaginn 24. maí kl. 21, þar
sem hljómsveitin ætlar að kynna
nýja smáskífu sína, sem er að
koma út þessa dagana. Smáskít-
an, sent ber heitið Táfýla, hefur
að geyma 3 ný lög eftir liðsmenn
sveitarinnar, sem eru þau Hildur
Guðnadóttir. söngkona, Egill
Rafnsson, trommuleikari, Krist-
inn A. Sigurðsson gítarleikari og
Ómar Freyr Kristjánsson, sem
leikur á bassa.
Aö sögn þeirra Hildar og Eg-
ils hefur hljómsveitin starfað síð-
an í janúar á þessu ári. Meólimir
Woofers eru nemendur í Flens-
borg, Víðistaðaskóla, Lækjar-
skóla og Öldutúnsskóla og hafa
allir menntast í tónlist, en tónlist
sína kalla þau dansrænt rokk.
A útgáfutónleikum Woofer í
Bæjarbíói konia einnig fram
hljómsveitirnar Stolía, Nuance,
Flasa og Bara Burt Reynir.
Lesendur skrifa
Kiippunum beitt
Þegar vorar og sól hækkar á
lofti taka menn til við að
klippa garðinn sinn og taka til
eftir veturinn. Þaö gerir löggan
líka, bara annan garð, - klippir
núincr af bíluni sem af ýmsum
ástæðum hafa ekki verið færð-
ir til skoðunar eða grcidd af
lögboðin gjöld. Gengið er
hreint til verks og gildir þar
einu hvort gjöld eru greidd eða
ekki.
Blessaðir drengirnir fundu svo
bíl sonar íníns á eignarlóð þar
sem hann hefur staðið óhreyfður
með bilaða vél síðan fyrir jól.
Sonur minn var ákaflega sár með
þessa „vasklegu" framgöngu
lögreglu, - heföi betur geymt
númeraspjöldin innandyra. Það
er alveg ljóst í mínum huga að
svona aðfarir eru ekki til þess
fallnar að auka góð samskipti
lögreglu við bæjarbúa.
Á meðan lögreglan „tekur til“
í garði náungans þá hugsar hún
ekki um tiltekt í garði okkar
allra. Á góðviðrisdögum leggja
mæður með börn sín í vögnum
leið sína í miðbæ Hafnarfjarðar
til að skoða mannlífið og njóta
útiveru. Við austurgafl Hafnar-
borgar er fallegt útivistarsvæði
með bekkjum og leiksvæði fyrir
börn. Oftar en ckki eru bekkirnir
þéttsetnir af mönnum sitjandi að
sumbli og á stundum kófdrukkn-
um. Varla getur framkoma
„bekkjarbræðra" talist til fyrir-
myndar og þessu fylgja óþrif.
Þarna er ekki verið að taka til, -
hvar er löggan nú? í mestallt
fyrrasumar viðgekkst þessi
ásýnd bæjarbúum til ama. Við
skulum vona að betur takist til í
sumar og að sem flestir bæjarbú-
ar geti notið gaflsins viö Hafnar-
borg.
Yngvi Guðmundsson,
Jófriðarstaðavegi 7.
Skógarganga
í kvöld
Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar stendur fvrir skógar-
göngu í kvöld, fimmtudags-
kvöld kl. 20. Gengið verður
um Undirhlíðar að Kaldárseli.
Þátttakendum er bent á að
koma tímanlcga að kirkju-
garðinum, en þaðan verður
fariö með rútu sent síðan sæk-
ir hópinn einnig að göngu lok-
inni í Kaldársel.
Önnur ganga á vegum Skóg-
ræktarfélagsins verður svo að
viku liðinni þann 29. ntaí. Þessar
göngur eru meðal tólf slíkra sent
farnar verða í sumar um græna
trefilinn svonefnda eða skógar-
svæði á höfuðborgarsvæðinu.
Eiríkur rauði
villskiptaá
íbúð og bíl
Danskur fornleifafræð-
ingur, Erie Zehrnke, sem
gjarnan kallar sig Eirík
rauða, hefur óskað eftir
íbúöa- og bílaskiptum við ís-
lenska fjölskyldu á tímabil-
inu 6. til 27. júlí cn hann
ætlar að vera ásamt fjöl-
skyldu sinni á víkingahátíð-
inni hér i Hafnarfirði.
Eiríkur á lítinn bóndabæ í
Vindekilde eða lauslega snar-
að Vindkcldu á noróvestur-
hluta Sjálands, en þaðan er
um það bil klukkustundar
akstur til Kaupmannahafnar.
Á sveitabænum hafa þau
hjónin ávaxtagarð, halda
fimrn geitur og hund og kött.
Það eru u. þ. b. tveir knt í
næstu matvcjruverslun og 8
km í næsta stórmarkað. Það er
10 minútna hjólatúr á frábæra
sandströnd og stutt er í fjöl-
skylduskemmtigarð og í
Dyreþarken.
Ljósritaðar myndir af hús-
inu eru til, útlisting á her-
bergjaskipan og einnig er
hægt að fá nánari upplýsingar
um Vindkeldu og svæðið þar í
kring. Þeir sem Itafa áhuga
geta haft samband við skrif-
stofu Víkingahátíðar í síma
565 2915.