Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 8
8 Hafnfirskl - Já takk!
Unglingar, já takk
Hvernig tengjast unglingar
átakinu „Hafnfirskt, já takk“?
Nýlega fór fram menningarvika
hafnfirskra unglinga í félagsmið-
stöðvunum Vitanum og Verinu.
Vikan var auglýst sem hluti af
átakinu, „Hafnfirskt, já takk“, og
var markmið skipuleggjenda að
vikan einkenndist af frum-
kvæði og virkni unglinganna.
Átakið, „Hafnfirskt, já
takk", er liður í því að auka
vitund fólks fyrir mikilvægi
þjónustu í heimabyggð,
menningarvika unglinga
byggist í raun upp á svipuö-
um gildum. Unglingunum er
hvorki boðið upp á innihalds-
laus aðkeypt skemmtiatriði né
marklausa mötun. Unga fólk-
ið skapar og skemmtir hvort
öðru á jákvæðan hátt. Dagskráin
var gerð eftir óskum unglinganna
og kom þá í ljós eins og oft áður, að
tónlist skipar veglegan sess í hugum
þeirra.
Vikan hófst á „ljósmyndamaraþoni"
og þurftu keppendur að leysa áhuga-
verðar þrautir og var afraksturinn til
sýnis í Firðinum og vakti verðskuld-
aða athygli. Eitt verkefnið hét
„Þetta þarf bæjarstjórinn að
laga“ og vöktu ábendingar
unglinganna mikla athygli og
er verið að koma þeim sam-
an á veggspjald og verður
það hengt upp í ráðhúsi
bæjarins.
Bílskúrsbönd eru fjöl-
mörg í Hafnarfirði og
leggur Æskulýðsráð
rækt við ungar hljóm-
sveitir og leggur þeim til
æfingaaðstöðu. Um 6
hljómsveitir héldu tón-
leika í Vitanum og fór
einnig fram keppni milli
þeirra um hverjir gætu flutt
lagið Er ég kem heim í Búð-
ardal.
Menningarmálanefnd Hafnar-
fjarðar skilur mikilvægi jákvæðrar
og góðrar unglingamenningar og lagði
unglingunum lið til að gera þessa viku
sem eftirminnilegasffl
lingunum upp á tóalei
firsku hljómsveitim
Margir fulltrúar félagsmiðstöðva utan
af landi komu í heimsórai til að berja
goðin augum og var þáSmétaðsókn í
Vitanum.
Margs konar smiðjur og námskeið
fóru fram í þessari viku og var upp-
skeran opinberuð í félagsmiðstöðinni
Verinu á lokakvöldi menningarvik-
unnar. Þar bjuggu unglingarnir til
ekta kaffihús með heimabökuðum
veitingum, þar voru sýnd myndbönd
eftir unglingana, þar fór fram listforð-
unarkeppni auk þess sem unga fólkið
þurfti að glíma við að botna vísu til
þess að komast inn í húsið.
Þeir unglingar sem eru virkir í starfi
Vitans segja að menningarvikan hafi
verið hápunktur starfsins og að hún
skilji eftir sig fullt af jákvæðum
áherslum. Starfsmennirnir læra af
þessu, að í gegnum áhugasvið unga
fólksins er best að ná árangri í uppeld-
islegu starfi.
Tímabundnar áherslur sýna oft
hvað er mikilvægt og hvað það er sem
gefur lífinu gildi. Hvort sem átakið
heitir „Hafnfirskt, já takk“ eða
„Menningarvika unglinga" þá er
markmiðið oft hið sama; sem er að
sýna fram á það, að við sjálf getum
skapað þann heim sem við viljum lifa
Geir Bjarnason,
forstöðumaður Vitans
„Að eilífu“ slær í gegn
Fyrir rúmri viku frumsýndi
Hafnarfjaröarleikhúsiö Hermóður
og Háðvör nýjan gamanleik eftir
Árna Ibsen viö frábærar
undirtektir áhorfenda. Leikritið
sent nefnist, Að eilífu, hefur hlotið
mjög jákvæða og góða dónta í
fjölmiðlum.
Að þessu sinni hefur Hafn-
arfjarðarleikhúsið samvinnu við
Nentendaleikhús Leiklistarskóla
Islands og telst það til nýlundu.
Stefnt er að því að sýna Að eilífu í
allt sumar.
Að eilífu hefur undirtitilinn
„Svipmyndir úr brúðkaupi Guðrúnar
Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs
Guðmundssonar, aðdraganda þess,
undirbúningi og eftirköstum." Hér er
á ferð
gamansöm og
grallaraleg,
en jafnframt
frumleg og
falleg lýsing
á brúðkaupi á
íslandi í dag,
MmmM
HAFNFIRSKT
já takk!
sem ýmist minnir á sápuóperu,
rómantíska gamanmynd eða
teiknimynd.
Ijósm. Lárus Karl
Ellefu ungir leikarar fara nteð á
þriðja tug hlutverka í leikritinu.
Leikararnir eru: Gunnar Helgason,
Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhann-
esson, öll frá Hafnarfjarðarleik-
húsinu, en frá Nemendaleikhúsinu
konta Atli Rafn Sigurðarson, Baldur
Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson,
Halldór Gylfason, Hildigunnur
Þráinsdóttir, Inga María Valdimars-
dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir
og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri
er Hilmar Jónsson, leikmynd
hannaði Finnur Arnar Arnarson;
búningagerð er í höndum Þórunnar
Jónsdóttur, um gervi sér Ásta
Hafþórsdóttir, tónlist velur og semur
Margrét Örnólfsdóttir, dansatriði eru
samin af Selmu Björnsdóttur og um
lýsingu sér Egill Ingibergsson.
Þetta er í annað sinn sem Árni
Ibsen skrifar leikrit sérstaklega fyrir
Hafnarijarðarleikhúsið. Fyrra leik-
ritið er sem kunnugt er Himnaríki
sem sýnt var yfir 80 sinnum fyrir
fullu húsi og rúmlega 15.000 áhorf-
endur sáu.
Óhætt er að hvetja fólk á öllum
aldri til að leggja leið sína í
I lafnarfjarðarleikhúsið og eiga þar
skemmtilegt kvöld og sjá sjálft sig
og aðra nákomna ættingja og vini í
spaugilegum persónum leiksins.
„Hafnfirskir
mslunardagar
tókust vel“
„Að mínu mati tókust Hafnfirskir
verslunardagar mjög vel og það
sýndi sig að það er hægt að gera
góða hluti þegar kaupmenn standa
saman og sýna samstöðu," segir
Sveinn Sigurbergsson í Fjarðar-
kaupum um hafnfirska verslun-
ardaga, sem fjölmargir kaupmenn í
Hafnarfirði stóöu saman að í lok
apríl undir merkjum Hafnfirskt já
takk.
„Verslunarmenn sem ég hef heyrt í
eru líka á einu máli um að Hafnfirskir
verslunardagar hafi í heildina tekist
vel. Ég og margir fleiri í röðum
kaupmanna erum þeirrar skoðunar að
það eigi að stefna að hafnfirskum
verslunardögum aftur á haustdögum
og festa þetta framtak í sessi til
frambúðar, “ sagði Sveinn einnig.
HAFNARFJORÐUR MEÐ AUGUM UNGA FOLKSINS