Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. desember 2002 Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: (slandspóstur www.fjardarposturinn.is i y| Þau em ekki langlíf kosningaloforðin ef marka má tillögu í ijárhagsáætlun Hafnarijarðarbæjar þar sem gert er ráð fyrir að hætta niðurgreiðslum S til foreldra bama á biðlistum eftir leikskóla- ■j plássi. Ekki er gert ráð fyrir að nægilegt framboð H á leikskólaplássi verði frá sama tíma og því ■ verður foreldmm mismunað eftir því hvort þeir komist með böm sín inn á leikskóla eða ekki. Halda menn virkilega að minni bæjarbúa sé svona lélegt? Ekki ætti að vera þörf á að leggja þessar niðurgreiðslur niður ef ástandið á leikskólamálum er að batna, þær yrðu sjálfhættar og nægilegt að gera ráð fyrir að útgjöld lækki án þess að hætta niðurgreiðslum sem bitnar á þeim sem síðastir fá leikskólapláss. Bamafjölskyldur hafa ekki notið neinna fríðinda stjómvalda og í raun er þeim íþyngt frekar en hitt. Eignaskattar og fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði er óháð fjölskyldustærð og nokkuð Ijóst að tekjur heimilisins aukast ekki við það eitt að eiga böm. Krafa er um góðan aðbúnað bama og þar af leiðandi stærri hús eftir því sem börnin em fleiri. Það hlýtur að vera sanngimiskrafa að hver einstaklingur hafi persónuafslátt óháð aldri sem foreldrar geti nýtt og mið sé tekið af fjölskyldustærð við álagningu eignarskatta. Vildi maður fremur sjá slíkar aðgerðir en niðurfellingu niðurgreiðslna. Auðvitað ber að þakka niðurgreiðslur á æfingagjöldum bama 10 ára og yngri og þær orka einnig tvímæhs og verða sennilega til að hækka gjöldin og spuming hvort ekki væri arðbæarara að nota fjánnunina öðmvísi. Guðni Gíslason (6 drengja faðir) § Við bjóðum: • Fish and chips • Danskt smurbrauð • Tilboð á öli • Lifandi tónlist Sö • PMp OPIÐ mánud,- föstud. 15 - 23.30 lauqard. - sunnud. 11 - 01 cu Lækjargötu 30 - sími 554 4000 Víðistaðakirkja Sunnudaginn 8. desember: Barnaguðsþjónusta kl. 11 Guðsþjónusta kl. 14 Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12 Ailir velkomnir, Sóknarprestur Jólafundur Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði verður haldinn í kvöld fimmtudag kl. 20.30 í Góðtemplarahúsinu. A fundinum mun sr. Þórhallur Heimisson flytja erindi sem hann nefhir Islam - Múhameðstrú og Vesturlönd í ljósi atburða líðandi stundar. Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjóm Egiis Friðleifssonar. Snorri Jónsson fyrrverandi formaður félagsins minnist Eiríks Pálssonar sem andaðist síðasthðið vor. Eirfkur átti sæti í stjóm félagsins frá stofnun þess. Hanna Eiríksdóttir les. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins velkomnir. Aðgangur ókeypis. Framtíð Landbúnaðar á íslandi. Félag ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði heldur opinn fund um landbúnaðarmál, í kvöld fimmtudag klukkan 20 í framsóknarheimilinu Dalshrauni 5 Hafnarfirði. Gestur fundarsins er Sveinbjöm Eyjólfsson aðstoðarmaður landbúnaðarráherra. Allir velkomnir. Afmælistónleikar Sparisjóðsins I tilefni af 100 ára Sparisjóðs Hafnartjarðar er boðið til veislu í Kaplakrika kl. 14 á laugardaginn: Karlakórinn Þrestir ásamt Björgvin Halldórssyni, Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir, Öldutúnskórinn, Kvennakór Hafnarfjarðar, Tríó Bjöms Thoroddsen, Borgardætur, Kristján Jóhannsson tenór, Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur, Laddi með létt grín, Hljómsveitin BSG, Bubbi Morthens, Sálin. Kynnir: Guðrún Gunnarsdóttir Mávahlátur í Bæjarbíói Á laugardaginn efnir Kvikmyndasafn Islands til sýningar á kvik- mynd Ágústs Guðmundssonar, Mávahlátri. Myndin sem er að mestu tekin í Hafnarfirði, á Austurgötunni og nágrenni, hlaut fá- dæma góðar undirtektir áhorfenda og tugþúsundir bíógesta sáu hana á almennum sýningum kvikmyndahúsanna. Nú gefst bæjar- búum aftur tækifæri til þess að sjá myndina á laugardaginn kl. 16. Þess má svo til gamans geta að nú sýnir Kvikmyndasafnið stutta, gamla filmubúta í upphafi sýninga. I þetta skipti verður sýnt myndbrot írá árinu 1920, tekið í Hafnarfirði af Bíó-Petersen. Miðaverð er kr. 500,- og er hægt að nálgast miða í forsölu á Kvikmyndasafni íslands, sími 5655993 eða á kaffihúsinu Súfistanum. Miðasala opnar í Bæjarbíói hálftíma fyrir sýningu. Upplestur og jass á Súfistanum Miðvikudaginn 11. des. kl. 21 verður mikið íjör f Súfistanum því glæpa- og spennusagnahöfundamir Ævar Öm Jósepsson og Páll Kristinn Pálsson koma og lesa úr verkum sínum. Steindór J. Erlingsson höfundur bókarinnar Genin okkar verður einnig með kynningu á þessari margumtöluðu bók. Auk þessara listamanna kemur einnig jassarinn góðkunni Tómas R. Einarsson með sexmanna hljómsveit sína og leikur lög af nýjútkomnum diski sínum Kúbanska. Kynnir kvöldsins er Brynhildur Bjömsdóttir kynningarfulltrúi Eddu miðlunar. Jólatónleikar í Tónlistarskólanum I Tónlistarskóla Hafnaríjarðar verða fjölmargir áhugaverðir jólatónleikar nú í desember. Fyrst ber að nefna jólatónleika og jólaball hjá forskólanum sem haldin verða 9. og 10. des. kl. 18. Þar leika og syngja nemendur forskólans, en síðan er slegið upp jólaballi, þar sem kennarahljómsveitin leikur fyrir dansi og jólasveinninn kemur í heimsókn. Miðvikudaginn 11. des. kl. 18 em jólatónleikar gmnndeildar og um kvöldið kl. 20 verða síðan jólatónleikar miðdeildar. Fimmtudaginn 12. des. kl. 20 em jólatónleikar framhaldsdeildar þar sem fram koma nemendur sem lengst em komnir í námi. Á öllum tónleikunum verður fjölbreytt efnisskrá með einleik, samspili og söng. Tónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar em haldnir í Hásölum og allir hjartanlega velkomnir, aðgangur er ókeypis. Jólin okkar í Kaffistofu Hafnarborgar 30. nóvember til 22. desember Sýning á fmmmyndum Brians Pilkingtons úr bókinni Jólin okkar Texti bókarinnar er úr kveri Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Veggjakrot í miðbænum Veggjakrotskeppnin sem átti að vera í portinu þar sem Hafnarfjarðarbíó var verður haldin á laugardaginn 7. desember milli kl. 13 og 14 undir dúndrandi tónlist. Úr fundurgerðum.. Það vakti athygli að Sigurður Þorvarðarson vék 5 sinnum af fundi skipulags- og bygingarráðs vegna tengsla við framlögð mál. 1. Reykjavíkurvegur 54, Sjálfsafgreiðslu þvottastöð fyrir bfia Mál nr. BN990966 Sótt er um leyfi til að byggja sjálfsafgreiðslu þvottastöð fyrir bíla. Þar sem fyrirliggjandi erindi er í samræmi við áður gerða grenndarkynningu samþykkir skipulags- og byggingarráð að heimila byggngarfulltrúa að af- greiða erindið. 15. ísal - mat á umhverfisáhrif- um, leiðréttur úrskurður Skipu- lagsstofnunar Mál nr. SB020144 Lagður fram leiðréttur úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 26. júlí 2002 með leiðréttingum dags. 28. október 2002 sem gerð er grein fyrir í viðauka við 5. kafla úr- skurðarins. Leiðréttingin er komin til vegna þess að Skipulagsstofn- un er orðið Ijóst að „svæði tak- markaðrar ábyrgðah' frá 1966 er ekki það sama og „þynningar- svæði“ í staðfestu aðalskipulagi. Leiðréttingin veldur orðalagsbreyt- ingu í 2. skilyrði í 6.kafla úrskurð- arins m.t.t. mælinga á flúormeng- un. Haldinn verður sameiginlegur vinnufundur skipulags- og bygg- ingarráðs og umhverfisnefndar/- Staðardagskrár21 fimmtudaginn 12. desember n.k. vegna málsins. 18. Lækjargata -Rafhareitur, deiliskipulag Mál nr. SN010067 Teknar fyrir að nýju tillögur Batterísins af breyttu deiliskipulagi Rafhareits dags. 3. okt. 2002., til- lögur merktar A, H og I sem kynnt- ar voru á íbúafundi 21. október s.l. Erindið var einnig til umfjöllunar á fundum þann 8. og 14. októbers.l. ásamt þeim athugasemdum sem komu fram á kynningarfundi í Hafnarborg 21. okt. s.l. Frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs 22. 10. s.l. A fundi skipulags- og byggingarráðs þann 5.11. s.l. var lagt til að tillaga H yrði lögð til afgreiðslu og var bæjarskipulagi falið að óska eftir túlkun Skipulagsstofnunar á umfangi breytinga gagnvart ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Lagðar voru fram nýjar tillögur 19.11. s.l„ K og L dags. 13.11.2002. Lagt fram svar Skipu- lagsstofnunar dags. 21 .nóvember s.l. þar sem Skipulagsstofnun telur að jró ekki sé um grund- vallarbreytingu á deiliskipulaginu að ræða þá séu breytingar frá auglýstri tillögu orðnar það marg- þættar að rétt sé að auglýsa deiliskipulagið að nýju. Frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs 19. nóv. og 25. nóv. s.l. Lögð fram samtekt um gatna- gerðar- og fasteignagjöld. Skipu- lags- og byggingarráð óskar eftir framkvæmdaáætlun vegna fyrir- liggjandi byggingarhugmynda auk staðfestingu á fjármögnun fram- kvæmda. Einnig staðfestingu meðlóðarhafa, Páls Pálssonar ehf og Hitaveitu Suðumesja hf, um að fyrirliggjandi skipulagshugmyndir merktar K og L sem byggja á 89 íbúðum hafi verið kynntar þeim.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.