Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. desember 2002 Powermake • r m r 30% afsláttur fram yfir helgi Opið til kl. 18 á sunnudag RAFMÆTTI sfmi 555 2000 FjÖRÐlR - miöbœ Hafnarjjaröar Fjarðargötu 13-15 í gluggum Það verður æ jólalegra um að líta í bænum. Verslanir skreyta glugga sína og tilvalið væri að efiia til samkeppni um skemmtilegustu jóla- skreytinguna. Sendið inn tilnefningar á ritstjom@ljardarpost- urinn.is Krosseyrarvegur, Sérhæð í hjarta Hafnarfjarðar www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavfk Dan V.S. Wllum hdl., logg. tastclgnasall. í nýja íbúð fyrir jólin! Mikið endurnýjuð 3ja herb. neðri sérhæð i tvfbýli. Nýtt eldhús, eikarparket, allt nýtt á baðherbergi. Mjög góð staðsetning I lokaðri botnlangagötu. Laus strax. Verð: 9,8 millj. nr. 2381 Sími 533 4040 Firmaskrá fyrir Hafnarfjörð Ester, Guðmundur Fannar og Ragnar Öm heimsœkja um þessar mundir jyrirtœki í Hafnarfirði. Upplýsingamiðstöð íslands í samvinnu við Firmaskrá Islands, sem rekur www.firmaskra.is, vinnur nú að gerð firmaskrár fyrir Hafnarfjörð sem íyrirhugað er að gefa út í handbókarformi þar sem ætlunin er að verði upp- lýsingar um öll fyrirtæki í Hafnarfirði. Guðmundur Fannar Kristjánsson, Ragnar Öm Ottós- son og Ester Magnúsdóttur sjá um að taka saman efni í bókina, en henni verður dreift á öll fyrirtæki í Hafnarfirði. Þau munu hafa samband við flest, ef ekki öll fyrirtæki í Hafnarfirði til að falast eftir upplýsíngum um fyrirtækin, starfsemi þeirra og helstu starfsmenn svo eitthvað sé upptalið. Að sögn þremenning- anna er framtaki þessu vel tekið og greinilega mikill áhugi hjá þeim sem rætt hefur verið. Skilningur þeirra sem sinna atvinnu- og þróunarmálum í Hafnarfirði skiptir líka miklu ekki síst þar sem þetta er trúlega fýrsta ítarlega firmaskráin sem gefin er út í Hafnarfirði, a.m.k. á þessari öld. Ætlunin er að ná að ljúka þessu verki á fyrsta fjórð- ungi ársins 2003 og koma bók- inni í dreifingu. Bókin verður í þremur megin köflum, fremst verður skrá yfir fyrirtæki í stafrófsröð, í miðkafl- anum verða þau í göturöð og þriðji kaflinn verður þjónustu- skrá. Mikill vinna hefur verið lögð í undirbúning til að tryggja sem best að tímaáætlanir standist. Það sem kemur einna helst á óvart er hve margir hafa af eigin frumkvæði farið inn á vefinn okkar, www.firmaskra.is og sent inn leiðréttar upplýsingar og viðbætur við það sem fyrir er. Þetta er fyrirtækjum mjög í hag því réttari sem upplýsingamar em, því betur þjónar vefúrinn fyrirtækjunum en hann er mikið notaður, sinnir um 100.000 fyrir- spumum á mánuði. Forsvarsmenn Firmaskrár Is- lands hvetja alla þá sem ekki hafa flett sínum fyrirtækjum upp að gera það og þar sem áhugi er á að koma á framfæri leið- réttingum eða meiri upplýsing- um er bent á að þær má senda inn á fax 511 4901 eðaá: firmaskra@firmaskra.is. Fjarðarpósturinn eina hafnfirska vikublaðið Nýr geisladiskur Ég elska þig Alda Ingibergsdóttir er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk Einsöngvaraprófi ffá Söng- skólanum í Reykjavík 1994 und- ir leiðsögn Dóm Reynhald og Ólafs Vignis Albertssonar. Sama ár hóf Alda framhaldsnám við Trinity College of Music í Lond- on, þar sem aðalkennari hennar var Teresa Cahill og lauk hún þaðan Fellowship Diploma 1996. A diskinum em m.a. lög eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson sem ekki hafa komið út áður á geisla- diski, lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Ragnar H. Ragnar, Þórarinn Jónsson og Sigfús Halldórsson. Alda syngur einnig léttar aríur og má þar nefna Vilju-ljóðið, Sommertime, II Bacio, Mein Herr Marquis og Glitter and Be Gay. Píanóleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Upptökur fóra fram í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði og upptökur annaðist Halldór Vflcingsson. Edda-miðlun dreifir diskinum. Hafnfirsk örlagasaga Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Tvístimi - saga Svanhildar Egilsdóttur. Höfúnd- urinn er Hafnfirðingurinn Guð- rún Egilson. Bókin er mikill fengur fyrir þá, sem hafa áhuga á sögu Hafnarfjarðar því hún fjall- ar um ævintýralegt Úfshlaup sem hófst í fjömnni og hraunbollun- um í Firðinum fáum ámm eftir að bærinn öðlaðist kaupstaðar- réttindi í byijun síðustu aldar. Upphafið er árið 1914, en þá fæddust hjónunum Þómnni Ein- arsdóttur og Agh Halldóri Guð- mundssyni tvíburadætur, Nanna og Svanhvít. Að þeim systmm standa þekktar ættir og fjöl- skyldur í Hafnarfirði. í bókinni er fyrst og ffemst rakin saga Svanhvítar sem náð hefur einna lengst íslenskra tónlistarmanna á erlendum vettvangi. Bókin er 272 blaðsíður að stærð og prýða hana fjölmargar myndir, m.a. af mörgum Hafnfirðingum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.