Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. desember 2002 www.fjardarposturinn.is 11 Þorbjarnarstaðir Leitað eftir upplýsingum SH tapaði fyrir ÍRB í sundi Bæjarmót milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar Síðastliðinn laugardag var haldið bæjarmót í Sundhöll Hafnarfjarðar. Bæjarmótið er nýtt mót en það er keppni milli B og C Uða Sundfélags Hafn- arfjarðar og íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Þetta mót inni- heldur sömu greinar og Bikar- keppni SSÍ og er stigagjöfin sú sama. Urslit voru eftirfarandi: B-lið ÍRB 16.745 stig B-lið SH 15.976 stig C-liðÍRB 11.529 stíg C-lið SH 10.624 stig Samkvæmt þessum úrslitum þá hefði B-Uðin orðið í 5. og 6. sætí í 2. deild Bikarkeppni SSÍ og C-Uðin í 9. og 10. sæti sem er ofar en A-Uð sumra félaga. Næstkomandi fimmtudag fara 4 sundmenn til keppni á Norðurlandameistaramótí ungl- inga en þjálfari hópsins er Þuríður Einarsdóttir sem et þjálfari hjá Sundfélagi Hafnar- fjarðar en í þetta sinn fer enginn sundmaður frá félaginu. Næstkomandi mánudag fara 8 sundmenn til Riesa í Þýska- landi að keppa á Evrópumeist- aramótí í 25 m laug. Þar á meðal em tveir sundmenn frá Sundfélagi Hafnarfjarðar, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Heiðar Ingi Marinósson en keppnin hefst 12. desember og stendur til 15. desember. Hægt verður að fylgjast með úrslitum frá báðum þessum mótum á heimasíðu SSÍ www.swim.is/ssi Minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna 5-6 metra minnisvarði reistur á Háagranda Fyrsta lútherska kirkjan á íslandi var reist þar sem hét Háigrandi, gegnt Óseyri, rétt við smábátahöfnina að öllum líkindum árið 1537 en menn em ekki á einu máli um þá tíma- setningu. Þjóðverjar sem bú- settir vom í bænum létu reisa hana fyrir sig og sitt fólk enda allir mótmælendur. Nú tæpum 400 ámm eftir að vígi þýskra kaupmanna í Hafn- arfirði féll er ætlunin að setja upp minnismerki, 5-6 metra steinboga, á svipuðum slóðum og kirkjan er talin hafa verið. Sendiherra Þjóðverja á ís- landi, Hendrik Dane, afhenti Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra líkan af minnismerkinu nú fyrir helgi. Þessi kirkjubygging var fýrir margt einstök, reist rúmum ára- tug áður en íslendingar tóku upp lútherstrú. Hún var að öílum líkindum rifin á sama tíma og önnur hús þýsku versl- unarinnar, samkvæmt tilskipun frá Kristján IV Danakonungi, árið 1608. Þetta kemur fram á heimasíðu Hafnarfjarðíirbæjar. Ráðleggingar til þeirra huernig helst megi spara í aikostnaði Stríðið kosta mikið má, margir verða að spara þá af mamum sem að börnin borða, best er að kaupa dót til morða. Sprengjum heiðna hendum á, hressist Kanasálin þá. Aldnir sem hér ekkert gera albest er hjá þeim að skera. Lyfin sem að sjúkir fá sjálfsagt niður skera má. Óg þeir sem lifa alltof lengi, læknar að því hyski þrengi. Smjörið sem allir af feitir verða óhætt væri það að skerða. Þá byssur margar kaupa má, minnka kennslu bömum hjá. Þá víkinganna veglegt lið veður ffam að krismum sið. En vandamálið sem hrellir hér hvar óvinurinn mikli er. Pétur G Kristbergsson lfill bílastæða- hús í miðbæ Þröstur Auðunsson formaður miðbæjamefndar leggur til að skoðað verði hvort reiturinn fyrir aftan og við hlið Venusarhússins gæti hentað undir bílastæðahús, þó þannig að neðsta hæð sem snýr að Strandgötu verði versl- unar- og þjónusturými. Hann telur mögulegt að grafa húsið niður um 1/2 hæð og byggja tvær hæðir þar ofan þann- ig að bílastæðahúsið væri sam- tals þijár hæðir. Aðkoma að hús- inu gætí verið bæði ffá Strand- götu og Austurgötu. Telur hann að þessi bflastæði myndu þjóna vestari hluta miðbæjarins og bæta úr brýnni bflastæðaþörf Frí- kirkjunnar. Það er tillaga Þ.A. að annars vegar verði skoðaður eignarrétt- ur á þessari lóð og hins vegar að nefndin kynni sér kosmað við slíka framkvæmd og leiti upplýsinga hjá fulltrúa Reykja- víkurborgar sem hafa staðið í sambærilegum framkvæmdum. Umsjón með þessum amugunum hafi sviðsstjóri atvinnu- og þróunarsviðs Anna Sigurborg Ólafsdóttir. Telur Þröstur að þessi leið sé mun hagkvæmari kostur en nið- urgrafnar bflageymslur og jafn- ffamt mun meira aðlaðandi fyrir þá sem nýta sér þjónustuna. rjfípnrgí Jólahandbók með blaðinu 12. desember. Jólablað 19. desember Fréttasíminn er 565 4513 Ómar Smári Armannsson er óþreytandi við að kanna um- hverfi okkar og skrá niður upp- lýsingar. Hér að neðan er teikn- ing sem Ómar hefur gert. Hann óskar eftir liðsinni lesenda Fjarð- arpóstsins: Ef einhver þekkir tíl á og við Þorbjamarstaði í Hraunum væri gaman að heyra frá honum. Við bæinn eiga að vera a.m.k. tveir nafngreindir skútar; Gránuskúti og Kápuhellir auk fleiri skúta og hella, sem ekki hafa verið staðsettír af nákvæmni. Þá þarf að reyna að sannreyna önnur Ur lelðar- lýsingu FERIIRs Þegar komið er að Þorbjam- arstöðum ffá gamla Keflavíkur- veginum er fyrst komið að Þor- bjamarstaðaréttinni, sem mun hafa verið allíjörug á meðan var. Réttin stendur vel heilleg austan undir hraunhól. Byijað var á því að ganga austan með hleðslu- garði bæjarins, en heimatúnið er girt hringinn með slíkum garði - reyndar tvöföldum. Sunnan und- ir hraunhól skammt sunnar er tótt og gerði framan og til hliðar við hana. Skammt sunnan þess er önnur heilleg tótt og hlaðinn garður sunnan hennar. Þar virðist hafa verið um matjurtargarð að ræða. Vestan garðsins er gamalt gerði og tótt sunnan í því. Framundan er Tjömin. I henni gætir sjávarfalla, en tjömin er ekki síst merkileg vegna þess að ferkst vatn kemur í hana undan hrauninu þegar fjarar út. Suðvestast í henni em mannvirki mannvirki og tóttir, sem enn sjást. Þorbjarnarstaðir em í eigu Hafnaifjarðarbæjar, en útland bæjarins er nú í eigu ísals. Fyrir- tækið keypti það af Skógrækt ríkisins fyrir u.þ.b. ári síðan. Mikilvægt er að vemda núver- andi minjar sem og nánasta um- hverfi bæjarins því Þorbjam- arstaðir em að öllum lfldndum eini greinanlegi bærinn af gömlu gerðinni, sem enn er til í landi Hafnaríjarðar. Ómar næst í síma 565 1158. - hlaðinn bryggja út í tjömina. Ef vel er að gáð má einnig sjá hlaðna brú út í hólma, sem þama er og aðra hlaðna bryggju ffá honum út í tjömina. I hólmanum mótar fyrir tótt. Þama var m.a. ullin þveginn sem og annar fatn- aður á ámm fýnum. Stígur liggur ffá aðstöðunni við tjömina upp á heimtröðina. Þegar honum er fylgt sést skeifulaga lægð á vinstri hönd. I henni er skútí. Á hægri hönd er hringlaga lægð. f henni er einnig skúti. Tótt er vestan við lægðina. Efsti hluti heimtraðarinnar er hlaðinn beggja vegna. Þegar komið er að bæjarhúsunum má sjá tveggja rýma hús á vinstri hönd og fjölrýma hús á þá hægri. Þetta vom bæjarhúsin á Þor- bjamarstöðum. Stutt er síðan þakið féll af syðri húsunum. Greinilegt er að tréþiljað hefur verið að ffaman á nyrðri húsun- um og er fallegur gangur þar framan við. Vestan og sunnan við bæinn er hlaðinn garður. Frá bænum sést Miðmundarvarða á Miðmundarhól vel, fallega hlaðinn á spmngubarmi. Tótt er syðst á túninu. Þegar komið var yfir suðurveggina sást móta fýrir gamalli hleðslu neðan ytri veggjarins skammt austar. Vestan við hleðsluna er laut og sunnan hennar fótur af gamalli vörðu. Norðan hennar liðast Alfaraleiðin gamla úr vestri tíl austurs. Alfaraleiðin var aðal- gatan út á Útnesin. Önnur varða sést við götuna skammt vestar. Beint framundan til suðurs sjást hraunbakkar. Undir þeim er gömul hlaðin rétt. Inni í henni er hlaðinn dilkur og tveir aðrir vestan í henni. Réttín stendur enn mjög vel, enda hefur hún upphaflega verið vel gerð. Þegar gengið er norður með vestanverðum heimatúnsgarðin- um sést vel hversu mikið mann- virki hann hefur verið. Við norðvesturhom hans er nokkurs konar dalur í hrauninu. Þar gætí hafa verið nátthagi. Innan og norðanundir garðinum er minni dalur. Innst í honum er skútí. Vestan við hraunhólinn, sem myndar dalinn, er enn ein tóttín. Gangan tók u.þ.b. klukku- stund. Þeir Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður og Ólafur Ragnarsson voru kampakátir á sýn- ingu Kvikmyndasafhsins í Bæjarbíói á laugardag.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.