Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. desember 2002 www.fjardarposturinn.is 15 Húsaleigubætur Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um húsaleigubætur, nr. 4/1999 segir meðal annars: „Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 15 dögum fyrir fyrsta dag útgreiðslumánaðar". Til þess að eiga rétt á húsaleigubótum 1. janúar 2003 þarf Félagsþjónustunni í Hafnarfirði að berast umsókn um húsaleigubætur fyrir 15. janúar 2003, ásamt skattframtali 2002. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði að Strandgötu 33, 2.hæð. Forstöðumaður Félagsþjónustunnar. Afgreiðslutími verslana til jóla Laugardagur 7. desember 10-18 Sunnudagur 8. desember 13-18 Laugardagur 14. desember 10-18 Sunnudagur 15. desember 13-18 Mánudagur 16. desember 10-22 Þriðjudagur 17. desember 10-22 Miðvikudagur 18. desember 10-22 Fimmtudagur 19. desember 10-22 Föstudagur 20. desember 10-22 Laugardagur 21. desember 10-22 Sunnudagur 22. desember 10-22 Mánudagur 23. desember 10-23 Þriðjudagur 24. desember 10-13 Þetta er almennur opnunartími flestra verslana í Firði og á Strand- götu. Opnunartími getur þó verið breytilegur eftir verslunum. NADAÓD fiitt UaSf jíén friéttvuuzn Fatahreinsun JAKKAFÖT ...................1.200.- HEIMILISÞVOTTUR ...........3.100.- SKYRTUR .....................320.- KÁPUR .....................1.060.- GARDÍNUR ...............600.- Kr./kg ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA HRAUNBRÚN 40 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 1368 ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 Deiliskipulag fyrir „íbúðarhverfi í Norðubæ“ Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum 1. okt. s.l. að falla frá breytingu á deiliskipulaginu sem hefði falið í sér að heimild til að gera einbýlishús við Hraunbrún að fjöleignarhúsum með fjölgun íbúða. Deiljiskipulag fyrir „íbúðabyggð í Fjárhúsholti" Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. okt. s.l. að falla frá breytingu á deiliskipulaginu sem hefði falið í sér heimild til að reisa fjarskiptamastur á opnu svæði við Klukkuberg. I Þetta tilkynnist hér með. *+-*-+<* Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar Alyktun um hækkun áfengis- og tóbaksgjalda Ungir jafnarðarmenn álykta efnahagsmál Ungir jafnaðarmenn í Hafnar- firði mótmæla harðlega hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri- hreyfmgarinnar- grænt framboð samþykktu nýlega. Með hækkun áfengis- og tó- baksgjalds eru þingmenn þessara flokka að auka álögur á almenn- ing um 2,7 milljarða króna. Beinn tekjuauki rikissjóðs af gjaldhækkuninni verður um 1,1 milljarður á ári, en þar að auki mun hækkunin leiða til 0,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs og í kjölfarið munu afborganir almennings af verðtryggðum lánum hækka um tæpa tvo milljarða. UJH benda ríkisstjóminni frekar á að fara leið hagræðingar og niðurskurðar í ríkisrekstri svo hægt verði að lækka skatta á almenning í stað þess að hækka þá. Miðað við skuldastöðu heimilanna í landinu er skatta- lækkun á almenning nauðsynleg. UJH styður skattalækkanir á fyrirtæki, en þær á ekki að fjár- magna með hækkun skatta á ein- staklingana í landinu. UJH vilja draga úr umsvifum ríkisins svo hægt verði að ifam- kvæma nauðsynlega lækkun skatta á einstaklinga og leggja m.a. til eftirfarandi: 1. Áherslum Byggðastofnunar verði breytt. 2. Að dregið verði úr framlögum til sjóða íþágu landbúnaðar- ins. 3. Fœkkun sendiráða. 4. Að hagrœtt verði í heilbrigðis- kerfinu. T.d. verði komið fveg fyrir sjálftöku sjálfstœtt staifandi sérfrœðinga og út- gjöld til lyfjakaupa verði end- urskoðuð. 5. Að dregið verði úrframlögum ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar. 6. Að reglur um utanlandsferðir á vegum ráðuneyta og undir- stofrtana verði endurskoðaðar. Norðurljós á vesturhimni Norðurljós hafa verið all áberandi nokkur kvöld undanfarið og það sem hefur verið sérstakt við það að þau hafa sést vel á vesturhimni. Fréttabrot Upplesturog jassá Súfistanum Vegna margra áskoranna ætlar Súfistinn að standa fyrir bóka- og skemmtikvöldi í Hafnarfirði. miðvikudaginn 11. desember nk. Aðstæður em reyndar ekki vel góðar í Súfistanum til slíkra hluta að sögn Birgis Finnbogasonar en hann ætlar samt að hafa eitt gott kvöld. Birgir segir skemmtilegt við þetta kvöld að allir rithöfundam- ir era fyrrverandi nemendur hans úr Lækjarskóla. Glæpa- og spennusagnahöf- undamir Ævar Óm Jósepsson og Páll Kristinn Pálsson les úr verk- um sínum. Steindór J. Erlingsson höfundur bókarinnar „Genin okkar“ verður einnig með kynn- ingu á þessari margumtöluðu bók. Auk þessara listamanna kemur einnig djassarinn góðkunni Tóm- as R. Einarsson með sexmanna hljómsveit sína og leikur lög af nýútkomnum diski sínum „Kúb- anska“. Kynnir kvöldsins er Brynhildur Bjömsdóttir kynn- ingarfulltrúi Eddu miðlunar og hefst dagskráin kl. 21. Ifilia slíta vinabæjar- tengslum Fundur Ungra jafnaðarmanna í Hafharfirði, haldinn 1. desember, skorar á bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar að slíta vinabæjartengslum Hafnarfjarðar við kínversku borgina Baoding hið fyrsta. A undanfömum áram hefur reglulega verið fjallað um ástand mannréttindamála í Baoding í skýrslum Amnesty Intemational. Þar er m.a. greint frá opinberum aftökum, trúarofsóknum og pyntingum sem yfirvöld í Baod- ing bera ábyrgð á. Með tilliti til mannúðarsjónar- miða telja Ungir jafnaðarmenn ekki réttlætanlegt að hafnfirsk bæjaryfirvöld standi í sérstökum vinatengslum við einræðisstjóm- völd sem bijóta svo klárlega á mannréttindum borgara sinna. Hugleiðíng um kosningasvindl ihaldsisns íhaldið einn hefur sið, heilagt er að græða. Allt reynir þetta rumpulið refilstigu að þræða. Pétur G. Kristbergssort Búslóðaflutningar Tek að mér alla almenna flutninga Benni Ben. - 893 2190

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.