Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. desember 2002 www.fjardarposturinn.is 3 Tilvistarkreppa í Hafnarfirði Arndís Einarsdóttir, heimilislaus skrifar og er óhress með félagsþjónustuna: Mig langar til að láta nokkur orð falla um reynslu mína síðast- liðin 2 ár, en þá var ég í leiguhús- næði hjá bænum eða félagsmála- stofhun Hafnarfjarðarbæjar. Tll að bytja með gekk allt vel, dóttir mín bjó hjá mér og borgaði hún helming leigunnar á móti mér og ég þurfti að vinna lágmark 12 tilló-18 tíma á sólarhring til að láta enda ná saman og hef alla tíð unnið mikið til að geta greitt skuldir mínar, en dóttir mín flutti og fór að búa. Það fór smám sam- an að halla undan fæti, ég gat ekki lengur borgað 53.000 krónur í leigu, þannig að upp safiiaðist skuld. Ég flutti úr íbúðinni, og setti son minn nánast á götuna 17 ára gamlan, eða lét það honum eftír að sjá sér fyrir húsnæði og fleira, en það er allt önnur saga. En ég fékk húsnæði og vinnu í nágrenni Hafnarfjarðar og af ein- hveijum ástæðum, flutti ég aldrei lögheimili mitt, en ætlunin var alltaf sú að koma afitur, þegar ég væri búin að laga fjármálin, en skuldin við húsnæðisnefnd varð eftir. Áður en ég fór úr íbúðinni, fór ég og talaði við einhvem sem ég man því miður ekki hver var, en viðkomandi sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessari skuld, ég væri að gera það sem gera þyrfti, að koma mínum málum í lag, og eftir það fæ ég hvorki reikning, áminningu eða neina ítrekun um þessa skuld mína og hef aldrei fengið. Afitur fór að halla undan fæti, ég fór að missa heilsuna og núna rúmu ári seinna er ég 75% öryrki. Ég þurfti að hætta að vinna og missti um leið húsnæðið sem fylgdi vinnunni, og afitur þurftí ég að taka til í fjármálunum, semja um skuldir mína til ennþá lengri tíma í Búnaðarbankanum svo ég gæti borgað af þeim, það fékkst í gegn, en samt var mér tjáð það af starfsmanni þar, að bankinn vasri að gera mér mikinn greiða. Ég þurfi samt að borga fyrir þennan stóra greiða og búin að eiga við- skiptí við sama bankann í 27 ár. Áð missa heilsuna er svo sann- arlega ekkert grín, þrautarganga á milU lækna og rannsókna og vera heimihslaus í ofanálag. Ég fór og talaði við félagsráðgjafa til að sækja um húsnæði en ég mátti ekki einu sinni sækja um vegna þess að ég var skráð með skuld í tölvunni, var bent á að tala við fjármálastjóra eða einhvem sem hefði með þetta að gera. Vil ég taka ffam að mínum sjúkdómi fylgir gífurlegt þunglyndi og hræðsla við allt og alla og oft hvarflar það að mér að best væri að ljúka sinni tilvist á þessari jörð. En ég taldi í mig talsverðan kjark og fór til fjármálastjóra en hann nánast sagði sér ekki koma þetta við og bentí mér að tala við mann sem vinnur hjá húsnæðisnefnd og Guðbjöm heitir og áffam hélt píslargangan. Ég sagði Guðbimi erindi mitt, en svarið ffá honum var að hann gætí ekkert gert fyrir mig. Þá spurði ég hann, hvað ég ætti tíl bragðs að taka, heimilis- laus, á vergangi milh vina og ætt- ingja, þá yppti Guðbjöm öxlum og sagðist ekki vita það. En að lokum langar mig til að minna félagsmálastofnun, fjár- málastjóra og síðast en ekki síst Guðbjöm hjá húsnæðisnefnd á Lög um félagsþjónustu sveitar- félaga ffá 27. mars 1991, nr. 40. I. kafli. Markmið laganna. 1. grein. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tiyggja fjár- hagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar, það skal gert með því: Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Ljósin verða afgreidd frá og með sunnudeginum 15. desember til og með mánudeginum 23. desember Opið frá kl 13 -19 alla daga Vinsamlega athugið að ekki er hægt að greiða með debet eða kredit kortum Lokað aðfangadag Ingibjörg Jónsdóttir Sími: 555 4004 a. að bæta lífskjör þeirra sem standa höllnmfœti. IV. kafli. Almenn ákvæði um rétt til félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga. 12. grein. Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum, og jafii- framt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal jöfhurn höndum vera til þess fallin, að bæta úr vanda og koma í veg fyrir, að ein- staklingar og fjölskyldur, komist í þá aðstöðu, að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf. XH. kafli. Húsnæðismál. 45. grein. Sveitarstjómir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, að tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum, handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki em á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði, sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna. 46. grein. Félagsmálanefhdir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki em færir til þess sjálfir, úrlausn í húsnæðis- málum, til að leysa úr bráðum vanda, á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þessi og fleiri réttíndi eru skráð í lagasafni 1999 og þar sem mér skilst að húsnæðisnefiid sé félags- málanefhd þá finnst mér það góð spuming hvort starfsmenn eða maður, sé með menntun og rétt- indi til að starfa í þeirri nefhd. DESEMBER T0NLEIKAR KARLAKORINN ÞRESTIR LÚÐRASVEIT HAFNARFJARÐAR SIGURÐUR SKAGFJÖRÐ KÓR ELDRI ÞRASTA VIÐISTAÐAKIRKJU SUNNUDAGINN 8. DESEMBER KL. 20:00. Athugift: Afieins einir tónleikar fyrir þessi jól. Miðaverfi kr. 1.500 Fríkirkjan - Aðventukvöld Á sunnudagskvöldið, 8.desember verður aðventu- kvöld Fríkirkjunnar og hefst dagskrá kl. 20.30. Sérstakir gestir kvöldvökunnar eru Kór Öldutúns- skóla sem syngur undir stjórn Egils Friðleifssonar. Að venju verður flutt falleg dagskrá í tali og tónum og m.a. munu unglingar í æskulýðsstarfi kirkjunnar flytja dagskrá. Að lokinni kvöldvöku verður svo boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. FJÖRUKRÁIN Fjaran Hádegisverðartilboð 990 kr. 3ja rétta kvöldverður 1950 kr. I einu elsta húsi bœjarins Fjörugarðurinn Víkingaveislur alla daga og dansleikir allar helgar. Um helgina spila Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson. Munið Jólahlaðborðið ! Sam- eining felld Sameining iðnfélaga sem sagt var frá í síðasta blaði var felld í allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn Félags byggingar- iðnaðarmanna í Hafnarfirði sam- þykktu sameininguna með 86% atkvæða en félagar í Trésmiða- félagi Reykjavfkur felldu hana hins vegar með 60% atkvæða en skilyrði var að stærstu félögin TR og Bíliðnafélagið/Félag blikksmiða samþykktu samein- inguna. Öll önnur félög sam- þykktu sameiningu með miklum meirihluta. Óvíst er hvað gert verður í stöðunni þar sem aðrir mögu- leikar hafa ekki verið ræddir. Félag byggingariðnaðarmanna í Hafharfirði er ekki lengur stórt félag og því mjög hagkvæmt fyrir það að sameinast öðrum til að tryggja góða þjónustu við félagsmenn. Leiðrétting Rangt var farið með föðumafh Katrínar starfsmanns Félags byggingariðnaðarmanna í Hafn- arfirði en hún er Ingvarsdóttir. Er beðist velvirðingar á mistökun- um. Búsloóaflutningar Tek að mér alla almenna flutninga Benni Ben. - 893 2190

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.