Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 05.12.2002, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. desember 2002 www.fjardarposturinn.is 7 Jólaföndur í Setbergsskóla Nemendur, foreldrar og systkini vinna saman Jólaföndur Setbergsskóla var haldið síðastliðinn laugardag. Jólaföndrið er á vegum Foreldra- félags skólans og hefur verið árlegur viðburður íyrir foreldra og böm að koma saman og eiga notalega stund. Að þessu sinni var boðið upp á nokkrar tegundir af föndri þar sem reynt var að uppfylla þaifir allra aldurshópa. Trékubbar ffá Koffortinu nutu mikilla vinsælda en úr þeim voru búnir til glæsi- legir jólasveinar. A meðan gestir sátu að föndri ómaði jólatónlist um vistarvemr skólans og ilmur frá vöfflu- bakstri 10. bekkinga sveif um gangana. Margir föndrarar not- uðu tækifærið á meðan málning- in var að þoma og gæddu sér á veitingum nemenda. Veitinga- sala 10. bekkinga er hluti af fjár- öflun þeirra til ferðar eftir sam- ræmdu prófm næsta vor. Hápunktur dagsins var þegar kór Setbergsskóla söng fyrir gesti undir stjórn Elísabetar Harðardóttur. I kómum em nú rúmlega 100 böm sem öll sungu af mikilli snilld. Foreldrar og kennarar skólans geta verið stoltir af þessum hóp eins og reyndar öllum öðmm bömum í skólanum. Kökubasar foreldrafélagsins gekk vel og er þökkum hér með komið á framfæri til allra bakara og kaupenda eins og segir í frétt frá Foreldrafélaginu. Foreldrafélagið þakkar að lok- um góða samvem á jólaföndrinu. Auk þess er Byko og íslands- banka þakkað þeirra framlag til jólaföndurs Setbergsskóla. Úr dagbók lögreglu helgina 29. nóv. til 1. des. 2002 Helgin var með rólegasta móti í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Lítið bar á ölvun og útköll vegna hávaða og annars, sem venjulega er fylgifiskur ölvunar, voru fá. Á laugardagskvöldið vom 3 piltar, 13-15 ára staðnir að innbroti í íbúarhús í Hafharfirði. Málið telst að mestu upplýst. Þtjú mál sem tengjast ffkniefnum komu til kasta lögreglu þessa helgi. Þar var haldlagt nokkurt magn fíkniefna. Sjö umferðaróhöpp vom tilkynnt til lögreglu þessa helgi. Á sunnudag varð bílvelta á Krýsuvíkurvegi þar sem ökumaður og farþegi í biffeið slösuðust lítillega og vom fluttir á Slysadeild. Þetta óhapp mátti rekja til hálku á veginum. Tveir ökumenn vom kærðir vegna gmns um ölvun við akstur um helgina. Mikill fjöldi ökutækja var stöðvaður við almennt umferðareftirlit lögreglunnar. Sem betur fer vom flestir með allt sitt á hreinu en þó vom 30 ökumenn kærðir vegna ýmissa umferðarlagabrota frá föstudegi til sunnudags. Verslum ðll í Hafnarfirðí - lólagjöffn í ár Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. Já enn og aftur er komin aðventa, jóla- ljósin spretta fram eins og þau hafi aldrei gert annað en að bíða eftir að þau yrðu dregin upp úr skúffum og kössum. Auglýsingamar verða eftirtektarverðari og það hellast yfir okkur öll, boð og kostir sem við eigum oftar en ekki erfitt með að velja úr. Fyrir verslunar- fólk í flestum verslunum er komin vertíð. Vertíð í þeim skilningi að nú þarf að taka á móti öllum, nú skiptir miklu máli að geta boðið góða þjón- ustu, samkeppnin um væntan- lega kaupendur er mikil. Nú lengist líka opnunartíminn og vinnudagurinn verður ennþá lengri. Starfsfólk verslana er hinsvegar vel undirbúið því þau, líkt og við hin, vissu að jólin koma alltaf einu sinni á ári. Fyrir verslun og verslunarmenn í Hafharfirði er þessu ekki öðmvísi farið. Þessar sömu búðir sem allan ársins hring bjóða sérstaklega okkur Hafn- firðingum, þjónustu og vörur skiptir þessi árstími miklu máli. Hér getur verið spuming um það hvort jólavertíðin nái að snúa rekstrartölum ársins í rétt- an farveg. Fyrir okkur Hafn- firðinga skiptir einnig miklu máli að þjónusta sé í boði allan ársins hring. Undanfarin ár hef ég hvatt bæjarbúa til að snúa kaupum sínum á jólagjöfum og annarri nauðsynjavöiu til versl- ana í heimabyggð. Ut af þeim vana bregð ég ekki og hvet bæjarbúa til þess enn og aftur. Lítum okkur nær þegar rætt er um að efla þurfi verslun og þjónusm í Hafnarfirði. Megin- krafturinn í því verkefni byggist í okkur sjálfum, með því að snúa í enn meiri mæli en áður við kaup á vörum og þjónustu í heimabyggð. Með aukinni verslun sköpum við þannig möguleika á bættari menningu og mannlífi, sem er sameigin- legt markmið okkar allra. Sann- ið þið til, jólagjöfin og hátíð- armaturinn í ár fæst í Hafnar- firði. Regnbogabörn fá gamla Iðnskólann Hafnarfjarðarbær selur Vífilfelli gamla bókasafnið Þann 28. nóvember sl. afhenti Hafnarfjarðarbær Vífilfelli gamla bókasafnið við Mjósund eftir að kaupsamningur var undirritaður fyrir utan húsnæð- ið. Þorsteinn M. Jónsson forstjóri Vífilfells sem tók við lyklum af húsinu úr hendi Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Þor- steinn afhenti strax Stefáni Karli Stefánssyni lyklana sem þakk- aði þann mikla smðning sem verkefnið Regnbogaböm hefði notið. Fram kom að Regnbogaböm verða með sína aðstöðu á efri hæð hússins þar sem Iðnskólinn í Hafnarfirði var á sínum tíma. Þar verða viðtalsherbergi og lítill fyrirlestrasalur. Á neðri hæðinni verður starfrækt kaffi- og menningarhús fyrir unglinga í rekstri H afn arfj arðarbæj ar. Stefán lét engan tima ónotaðan til að tala máli unglinganna Þessum ungu mönnum úr Lœkjarskóla leist vel á vœntan- legt kaffi- og menningarhús Nokkur fföldi fylgdist með undirritun kaupsamnings hússins en hér má sjá Þorstein M. Jónsson forstjóra Vifilfells afhenda Stefáni Karli lyklavöldin að húsinu Hafnarfjarðarbær áætlar að veija 10 millj. kr. í rekstur húss- ins á næsta ári. Félagið Regnbogaböm var formlega stofnað 16. nóvember sl. við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Þar var kosin 7 manna stjóm og hefur stjómin nú kjörið Stefán Karl Stefáns- son leikara, formann samtak- anna Nú hafa yfir 200 manns gerst stofnfélagar í Regnbogaböm- um. Skráning stendur enn yfir í síma 575 1550 og á vefsetri félagsins regnbogabom.is.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.