Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2005 Börn og umhverfi (áður barnfóstrunámskeið) Hafnarfjarðardeild RKÍ heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-15 ára. Fyrsta námskeiðið verður 25., 26, 30. og 31. maí og annað námskeiðið verður 1., 2., 6. og 7. júní. Kennt verður að Strandgötu 24 (gengið inn Fjarðargötumegin). Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Þátttakendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur sjá um um kennsluna. Námskeiðsgjald: 4.500 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og bakpoki með skyndihjálparbúnaði. Skráning: Í síma 565 1222 milli kl. 10-14 alla virka daga eða á hafnarfjordur@redcross.is M Á T T U R I N N & D Ý R Ð I N Fallegir legsteinar á góðu verði www.englasteinar.is Helluhrauni 10 Sími: 565-2566 Englasteinar Söngvakeppni hinna mörgu tungumála Bjartir dagar og Alþjóðahúsið leita að þátttakendum fyrir nýstárlega keppni sem fram fer á Björtum dögum, lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar þann 10. júní nk í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins að Strandgötu 50. Fyrirkomulag: • Þátttakendur syngja eitt lag og stig eru gefin fyrir söng, sviðsframkomu, búning og undirtektir áhorfenda. • Ekki má syngja á eigin móðurmáli né á ensku. Öll önnur tungumál eru velkomin. • Syngja má við undirleik aðstoðarmanna, við upptöku hljóðfæraleiks eða án undirleiks. • Hvert lag má ekki taka lengri tíma en 5 mínútur í flutningi. • Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. • Þátttökugjald kr. 500. • Þátttaka tilkynnist til hilda@ahus.is, eða í síma 530 9313, í síðasta lagi 27.maí. Χανταρε 2005 Árlegt styrktarverkefni Kiwan- isklúbbanna Eldborgar, Eldey, Hörpu, Hraunborgar, Setbergs og Sólborgar er dansleikur fyrir fatl- aða. Það var eldfjörugt í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Vídalíns- kirkju í Garðabæ þar sem dans- leikurinn fór fram og hljóm- sveitin „Á móti sól“ lék fyrir dansi. Töframaður kom í heim- sókn og boðið var upp á veitingar. Að venju var fjölmennt og gleði skein úr hverju andliti þegar blaðamaður Fjarðarpósts- ins leit inn. Á dansleikinn er boðið ein- staklingum sem búa á sambýlum og í heimahúsum. Fjör hjá fötluðum Samstarfsverkefni Kiwanisklúbba í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi Lj ós m .: G uð ni G ís la so n v/Kaldárselsveg, Hafnarfirði • sími 555 6455 Opnum á morgun © H ön nu na rh ús ið – 0 50 5 föstudaginn 13. maí opið kl. 9-20, laugardag kl. 10-16 og annan í hvítasunnu kl. 10-16 Til sölu harðgerðar tegundir trjáa og runna til skógræktar, landgræðslu, skjólbeltaræktunar, í sumarbústaðalandið og í heimilisgarðinn. — Fagleg ráðgjöf e h f . Byggðasafn Hafnarfjarðar hef- ur opnað sýninguna „Jæja, eru þeir þá komnir“ um hernám Breta á Íslandi í síðari heims- styrjöldinni. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á líf og störf ensku hermannanna sem hernámu landið í maí 1940 og gang styrj- aldarinnar í Evrópu. Sýningin er unnin í samvinnu við enska sýningafyrirtækið Janvs ltd. sem meðal annars hafði uppi á her- mönnum sem hér þjónuðu á þessum árum. Hernámsárin fróðleg sýning í Byggðasafninu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sigurður Óli Sigurðsson, eig- andi A. Hansen var á ferð í Hvíta-Rússlandi þegar skemmti- legar gifsstyttur vöktu athygli hans. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og lét gera fyrir sig bronsstyttu til að hafa við inngang veitingastaðarins. Stytt- an er nú komin upp og vekur verðskuldaða athygli. Bronsstytta vekur athygli Jónu Dóru Karlsdóttur fannst nýi „Hafnfirðingurinn“ aðlaðandi. Sigurður Óli Sigurðsson, eigandi A. Hansen stoltur við styttuna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.