Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 1
w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 32. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 25. ágúst Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Bygging ÍAV og Eyrartjarnar á Langeyrarmölum. Esjan í bakgrunni Vill byggja víkingagötu Fimmtugur fjörugoði í stöðugri sókn Skipulags- og byggingarráð hefur fengið til umfjöllunar hugmyndir Jóhannesar Viðars Bjarnasonar í Fjörukránni um að byggja víkingasafn á lóð- inni bak við Fjörukrána. Tók ráðið jákvætt í hug- myndina og vísaði málinu til nánari skoðunar hjá umhverfis- og tæknisviði og Fasteigna- félagi Hafnarfjarðar. Reyndar vill Jóhannes byggja hús með hótelherbergjum og mynda þannig betri götumynd sem gæti orðið eina víkingagata landsins en bæjaryfirvöld hafa einnig til umfjöllunar hækkun um eina hæð á Hótel Víking. Afmælissýning Eiríks Smith Hefst í Hafnarborg á laugardaginn Eiríkur Smith, listmálari varð áttræður 9. ágúst sl. og í tilefni afmælisins verður sýning á verkum hans í Hafnarborg þar sem hann sýnir ný verk enda er lítinn bilbug að finna á Eiríki í málaralistinni. Sjá nánar um sýningu Eiríks á baksíðu. Gríðarleg fagnaðarlæti FH Íslandsmeistari, annað árið í röð Opnum í Firði, Hafnarfirði á laugardaginn kl. 11. Aðsóknarmet var slegið í Kaplakrika er FH tók á móti Val á sunnudaginn en 3682 mættu á völlinn og hvöttu liðin til dáða. FH-ingum dugði jafntefli til að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn en unnu sinn 15. leik í deildinni en þrír leikir eru eftir. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í leikslok, blys voru tendruð, freyðivínsflöskur opnaðar og stuðningsmenn FH sungu sigur- söngva. Bæjarstjóri færði liðinu blómvönd í leikslok en bikarinn fær liðið ekki á ný fyrr en í heimaleik við Fylki sunnudaginn 11. september en þá stefna FH- ingar á mikla hátíð. Þetta er í annað sinn í sögu FH sem liðið verður Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í efstu deild og hefur liðið haft mikla yfir- burði í sumar og hefur áhorf- endum farið fjölgandi en nýverið var bætt við sætum á norðurstúk- una og var stúkan troðfull á sunnudag en þar eru um 1100 sæti og nálægð við leikmenn meiri en í aðalstúkunni. Hafnfirðingar fagna því enn einum Íslandsmeistaratitlinum, glæsilegur árangur FH-inga. Áhangendur FH voru vel með á nótum og skemmtu sér konunglega. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH leyndi ekki gleði sinni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.