Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 8
Fjölgun nemenda í grunn- skólum bæjarins er minni en búist var við miðað við þá fjölg- un íbúa sem hefur orðið en 108 nemendur hefja nám í nýjum Hraunvallaskóla en starfsemi hans verður í fimm lausum kennslustofum við Íþróttamið- stöðina Ásvelli. Ekki náðist að ljúka við við- byggingu Hvaleyrarskóla á réttum tíma en búist er við að húsnæðinu verði skilað í lok þessarar viku. Alls voru 356 nemendur skráð- ir í 1. bekk grunnskóla bæjarins en samtals eru nemendurnir um 3700 og kennarar um 350. Í ár verða fimm skipulagsdag- ar, þar af 3 sameiginlegir fyrir alla skólana. Einn þeirra tengist vetrarfríi sem verður því degi lengra og nær frá fimmtudegi 27. október til mánudags 31. októ- ber. Hinir tveir eru 1. mars sem er öskudagur og 21. apríl sem er lok páskafrís sem verður óvenju langt því inn í það kemur sumar- dagurinn fyrsti og vetrarfrí líka og nær það því frá 10.-21. apríl en kennsla hefst á ný 24. apríl. Förum varlega Ökumenn eru hvattir til að fara varlega í námunda við skólana og krakkar á hjólum að nota hjálm. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. ágúst 2005 Við kunnum að meta eignina þína! Áfram Haukar! Skólastarf farið af stað Um 3700 nemendur í grunnskólum bæjarins Krakkarnir í Lækjarskóla virtust una sér vel á fyrsta skóladegi. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eiríkur Smith sem er einn ást- sælasti málari þjóðarinnar og stolt okkar Hafnfirðinga opnar sýningu sína á laugardaginn þar sem sjá má olíuverk og vatns- litamyndir, afstrakt og fígúra- tívar myndir en Eiríkur höndlar hvorutveggja af mikilli list. Eiríkur er heilsuhraustur og málar mikið enda hefur hann alla tíð verið mjög afkastamik- ill. Hann eyðir þó miklum tíma í golfleik eins og hann hefur gert um langt skeið og valdi það umfram skákina til að geta verið úti. Eiríkur verður einnig með myndir á sýningu í Duus-húsi í Reykjanesbæ þar sem hann sýnir olíumálverk með nokkr- um nemendum sýnum en hann var með námskeið þar suðurfrá um langt skeið. Eiríkur segir landslagið vera helstu fyrirmynd sína, hann fari gjarnan á jeppanum út fyrir bæinn og sitji í honum og máli. Aðspurður sagði hann að í myndunum megi gjarnan skynja dulúð sem hann upplifi í landslaginu en kona sem hafði horft á verkin hans fullyrti að hann væri skyggn. Landslag og leyndardómar Ástsæll áttræður málari sýnir í Hafnarborg Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eitt verka Eiríks á sýningunni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.