Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 3
Skátavarðeldar og kvöldvökur eru þekktar fyrir skemmtilegheit og fjörugan söng og nú bjóða skátar í Hraunbúum bæjarbúum í heimsókn á laugardag en skáta- félagið er 80 ára í ár. Frá kl. 2 til 4 verður poppað yfir eldi, grill, klifurveggurinn verður opinn og upplýsingar eru gefnar um skátastarfið og tekið á móti skráningum. Kl. 4 verður svo kvöldvökustemmning með gíturum og söng að skátasið og eru fjölskyldur sérstaklega vel- komnar. Í frétt frá Hraunbúum segir að skátastarfið fari að miklu leyti fram í umhverfi sem gefur tækifæri til þess að fá útrás fyrir athafnaþörf, sköpunargleði og ævintýraþrá og að í skátastarfi séu engir varamenn eða áhorf- endabekkir. Skátastarf er í 216 þjóðlöndum og starfandi skátar í heiminum eru yfir 45 milljónir. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 25. ágúst 2005 3ja rétta kvöldverður: – frá kr. 1.990,- 2ja rétta hádegisverður: – frá kr. 990,- Frá 1. september breytist úti- vistartími barna og ungmenna. Í útivistarreglunum segir að börn 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðn- um. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22, enda seú þau ekki á heimferð frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tíma- bilinu 1. mai til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk miðast við fæðingarár ekki fæð- ingardag. Rannsóknir hafa sýnt að eftir- litslaus börn eru líklegri en önn- ur börn til að byrja reykja og prófa áfengi eða önnur vímu- efni. Jafnframt er þeim hættara en öðr- um til að verða fórn- arlömb eða gerendur ofbeldisverka eða afbrota. Of mikið er um að börn séu úti eftir að útivistartíma lýkur, en þá leynast ýmsar hættur einkum um helgar. Tilgangur reglna um útivistar- tíma er fyrst og fremst sá að vernda börnin okkar. Leggjumst öll saman á eitt að framfylgja útivistarreglunum. Höfundur er lögreglu- varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði Útivistartíminn Valgarður Valgarðsson Sunddagurinn mikli á laugardaginni Í tilefni „Sunddagsins mikla“ næstkomandi laugardag, 27. ágúst, verður skemmtileg dagskrá í Suðurbæjarlaug. Dagskráin hefst kl. 10 og stendur yfir allan daginn. Kynning verður á vetrarstarfi Sundfélagsins, unglingastarfi, fullorðinshópum, sjósundi og sundi fyrir yngri börn. Innritun er hafin í alla flokka og hægt verður að innrita á staðnum. Allir eru velkomnir! Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu SH, www.sh.is Ný námskeið fyrir yngsta sundfólkið Börn fædd 2000-2001 og börn fædd 2002 sem eru með foreldum í lauginni. Innritun verður í Suðurbæjarlaug á laugardaginn eða á netfangi Sundfélagsins sh@sh.is og í síma 555 6830 30/8, 31/8 og 1/9 milli kl. 11.30-13. Nú er komið að hinu árlega aflraunamóti, Suðurnesjatröllinu en hluti þess hefur farið fram í Hafnarfirði. Kristinn Óskar Har- aldsson, sterkasti maður Íslands 2005 er meðal keppenda en hann mun keppa á Sterkasta manni heims í lok september í Kína. Þarna verður einnig Auðunn Jónsson sem er annar á lista al- þjóða kraftlyftingasambandsins. Kraftakarlarnir verða fyrir framan verslunarmiðstöðina Fjörð á morgun, föstudag kl. 16 og eru bæjarbúar hvattir til að hvetja þá til dáða. Kraftakarlar við Fjörð á morgun Sterkasti maður Íslands 2005 meðal keppenda í Suðurnesjatröllinu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Bjóða bæjarbúum á kvöldvöku Skátafélagið Hraunbúar kynnir vetrarstarf sitt á laugardag Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.