Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. ágúst 2005 Ég birti mynd af útgefanda blaðsins í dag. Hann hefur marg oft kvartað yfir því að aldrei sé birt mynd af honum þó margoft hafi verið tekin af honum mynd á síðustu 4 árum. Ekki veit ég hvort þetta sé óeðlileg afskipti af ritstjórn blaðsins en ég get þó ekki annað en verið hreykinn af því að hafa staðist áhlaupið í tæp 4 ár – lengur en sum blöð hafa verið gefin út og þar sem eigendurnir fá fjölda síðna um kærumál sín. Lifi frjáls blaðamennska. Flestir blaðamenn virðast þó gráta hægt undanhald herafla Banda- ríkjamanna á Miðnesheiði og allir eru kallaðir til sem geta haft eitt- hvað á móti slíku undanhaldi. Hörðustu kratar og kommar eru farnir að verja veru heraflans með kjafti og klóm, allt til að bjarga at- vinnuástandi Sunnanmanna þar sem Árni Sigfússon nokkur trónir hæst á stalli. Sá segir öllum sem heyra vill að atvinnuástandið sé svo gott á Suðurnesjum að hann gráti ekki eina fiskvinnslu eða tvær. Nóg er víst til að stússast fyrir Kanann. Ég brosti oft langt út í annað er ég horfði á slæpta herstöðvarand- stæðinga ganga inn í Hafnarfjörð framhjá heimili mínu sem strákur og sá ekki hvað væri að því að hafa blessaðan Kanann, með útvarpsstöð, sjónvarp og útlenskt sælgæti. Ég sé hlutina mikið skýrar núna og ég hef fylgst með þessari „verndarþjóð“ okkar fara um víðan völl og drepa mann og annan í nafni friðar. Sussum og svei hefði hún amma mín sagt. Hvar eru skólafélögin, stjórnmálafélögin og friðarsinnarnir núna? Af hverju er ekki þrýst á að herinn fari fyrir fullt og allt. Við getum ekki haft ófriðarher hér á landi bara til þess að halda í tvær þyrlur og eldsneytisflugvél en lengi hef ég ekki heyrt önnur rök fyrir veru hersins hér ef frá er talið atvinnuástandið sem umræddur Árni segir fásinnu. Lúðvík, Guðmundur Rúnar og Guðmundur Árni! Eru hugsjónir ykkar úr menntaskóla farnar fyrir lítið? Hvar er baráttuandinn núna? Nú líður að kosningaári og forsvarsmenn félaga og fyrirtækja undirbúa nú óskalistann til stjórnmálamannanna sem munu keppast við að bjóða hæst í keppninni um kjósendur. Hver ætlar að stefna á þing og taka sæti Guðmundar Árna? Verður það Gunnar Svavarsson eða Lúðvík Geirsson? Hver veit? Hverjir banka á í bæjarstjórn? Nýi Framsóknarsamfylkingarmaðurinn hlýtur að berjast til áhrifa og keppa þá við ungmennin í flokknum sem hafa verið nokkuð ötul í starfi þó ungliðastarf stjórnmálaflokkanna hafi ekki verið eins og það var oft áður. Ungir sjálfstæðismenn virðast ekki hafa vaknað til lífs í mörg ár og ekki seinna vænna ef þeir ætla að berjast til áhrifa við sundraðan eldri hópinn. Vinstri grænir vöknuðu við álvershugleið- ingar en þeir riðu ekki feitum hesti frá síðustu kosningum fremur en Framsókn sem virðist hægt og rólega vera að þurrkast út. Oft sinnis hefur komið fram sérframboð og óháð framboð, þ.e. óháð landsmála- flokkunum þó ekkert hafi komið fram nú að slíkt sé í uppsiglingu. Slíkt hefur yfirleitt fært fjör í kosningaundirbúninginn og eflaust þarf ekki mjög sterkan lista til að ná a.m.k. inn einum manni. Það er þó vonandi að bæjarbúar geri kröfur um faglegan árangur í stjórnun bæjarins og markvissa stefnumótum um frekari uppbyggingu í nánu samstarfi við bæjarbúa. Guðni Gíslason 1. Thorsplan Berglind Guðmundsdóttir lands- lagsarkitek á umhverfis- og tækni- sviði greindi frá verkframkvæmd- um á Thorsplani. Fyrsta áfanga Thorsplansins verður lokið 15. nóv. nk en allt verkið verður klárað fyrir 1. apríl 2006. 2. Héraðsskjalasafn Rætt um hugmyndir Önnu Sigríðar Einarsdóttur forstöðu- manns bókasafns Hafnarfjarðar um Héraðsskjalasafn í Hafnarfirði. 4. Straumur. Rætt um framtíð Straums Þjónustu- og þróunarráð leggur til að málefni Straums verði skoðað milli funda og nánar verði farið yfir útboðsskilmála vegna útleigu húsnæðisins. 6. Hjalli Farið yfir forhönnun. Lagðar fram teikningar Arkitekta Skógar- hlíð, dags. 28.05.03. Bæjaráð í umboði bæjarstjórnar hefur heimilað stækkun leik- skólans. Formaður leggur fram tillögu um að fengið verði verðtilboð frá ASK arkitektum á fullnaðarhönnun viðbyggingarinnar þar með talið alla verkfræði- og landslagshönn- un. Sigurður Þorvarðarson leggur til að einstakir hönnunarþættir verði boðir út í opnu útboði. Gert var stutt fundarhlé. Tillaga Sigurðar Þorvarðarsonar var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Tillaga formanns var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Valgerður Halldórsdóttir óskar bókað að hún muni taka endan- lega afstöðu til málsins þegar verðtilboð ASK liggur fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: „Mjög ánægjulegt er að sjá að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er þannig að meirihlutinn sér einga sérstaka ástæðu til að leita tilboða um hönnun uppá margar milljónir króna eins og í þessu tilviki heldur velur þann kostinn að útdeila verk- inu án nokkurra sérstakra skýr- inga.“ Fulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað: „Fyrir liggja teikningar að for- hönnun viðbyggingarinnar frá ASK arkitektum frá maí 2003. Fyrir liggur að fullgera hönnun og bjóða út verkframkvæmd.“ 5. Líkan af Fjörukrá. Lagt fram bréf Katrínar Níelsdóttur þar sem hún býður Hafnarfjarðarbæ líkan af Fjörukránni til kaups. Menningar- og ferðamálanefnd getur ekki orðið við erindinu. Eiríkur Smith sýnir ný málverk í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á málverkum Eiríks Smith, en hann varð áttræður 9. ágúst sl. Í sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur m.a.: „Nú þegar öðl- ingurinn Eiríkur Smith fagnar áttræðis- afmæli sínu með glæsilegri sýningu í Hafnarborg ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um það hvað hann er að fara með verkum sínum. Það hefur vísast legið í augum uppi um nokkurt skeið. Myndlist Eiríks hefur alla tíð verið trú þeim markmiðum sem flestir góðir listamenn setja sér, leynt eða ljóst, nefnilega að brjóta til mergjar grund- vallaratriði á borð við tilvist manns í síbreytilegum heimi, samskipti hans við náttúruna, hlutverk tilfinningalífsins í öllu því tilvistar-og samskiptamynstri og síðast en ekki síst tæpir listamaðurinn óhræddur á helsta feimnismáli sam- tímamyndlistar, eilífðarspursmálinu.“ Eiríkur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann frá 1946 til 1948, en hélt síðan utan til Kaupmannahafnar og Parísar þar sem hann dvaldi til 1950. Ferill Eiríks sem listmálara spannar meira en hálfa öld og í verkum hans speglast mörg helstu viðfangsefni í listasögu þess tíma, enda hefur hann aldrei verið hræddur við að feta nýjar slóðir í list sinni. M.a. var hann einn sýn- enda á haustsýningunni í Listamanna- skálanum 1953, ásamt Herði Ágústs- syni, Karli Kvaran, Sverri Haraldssyni og Svavari Guðnasyni, en sú sýning markaði tímamót í íslenskri mynd- listarsögu þar sem þar voru í fyrsta sinn eingöngu sýnd abstrakt verk. Á sýningunni í Hafnarborg eru ný verk eftur listamanninn, bæði olíu- og vatns- litamálverk. Sýningunni lýkur 26. september. Margrét Guðmundsdóttir sýnir í Grafíksafninu Hafnfirska listakonana Margrét Guð- mundsdóttir, sýnir í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar Grafíkur, að Tryggvagötu 17, hafnarmegin, Reykjavík. Sýningin verður opnuð á morgun, föstudag kl. 15 og stendur til 11. sept- ember. Opið frá fimmtudegi til sunnu- dags frá kl. 14 til 18 Á sýningunni eru grafíkmyndir, blönduð tækni og ljósmyndir. Leshringur Bókasafnins Leshringur Bókasafns Hafnarfjarðar tekur til starfa í september. Fundað verður eitt kvöld í mánuði og spjallað um bækur sem settar hafa verið fyrir hverju sinni. Öllu áhugafólki um bókmenntir er velkomið að vera með og þátttaka er ókeypis. Skráning fer fram í afgreiðslu safnsins og í síma 585 5690. Sýning á Hrafnistu Sesselja Halldórsdóttir sýnir málverk og útsaum í Menningarsalnum á Hrafnistu og verður sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og stendur hún til 4. október. Sesselja er fædd í Skálmardal í Múlasveit árið 1920 en flutti til Reykjavíkur 1953 og fór þá að mála myndir og fást við hannyrðir eftir því sem tími leyfði. Eftir að Sesselja flutti á Hrafnistu hefur hún sótt listnámskeið að öðru leiti er hún sjálfmenntuð. Sunnudagurinn 28. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 Fermingarbörn komandi árs og fjölskyldur þeirra eru beðin um að sækja Guðsþjónustuna enda verður sérstaklega beðið fyrir fermingarbörnunum, fræðslu þeirra, fermingu og framtíð. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og Sr. Þórhallur Heimisson. Organisti: Antonía Hevesi. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjuþjónn: Ingólfur H. Ámundason Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.hafnarf jardark i rkja. is Náðu til Hafnfirðinga í hafnfirsku blaði! 555 3066 www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.