Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 25.08.2005, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 25. ágúst 2005 Fréttasími: 565 4513 Auglýsingar: 565 3066 Úrslit: Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - Valur: 2-0 1. deild karla: Haukar - Víkingur R.: 2-2 1. deild kvenna, a-riðill: Víðir - Haukar: 0-9 Næstu leikir: Knattspyrna 27. ágúst kl. 14, Ásvellir Haukar - Þór/KA/KS (1. deild kvenna, úrslit) 27. ágúst kl. 16, Siglufj.völlur KS - Haukar (1. deild karla) 27. ágúst kl. 14, Fáskrúðsfj. Leiknir F. - ÍH (3. deild karla, úrslit) 28. ágúst kl. 18, Akranesvöllur ÍA - FH (úrvalsdeild karla) 30. ág. kl. 17.30, Hamarsvöllur ÍH - Leiknir F. (3. deild karla, úrslit) 30. ágúst. kl. 17.30, Akureyri Þór/KA/KS - Haukar (1. deild kvenna, úrslit) 31. ágúst kl. 18.30, Kaplakriki FH - Valur (úrvalsdeild kvenna) Haukar í 2. sæti í 1. deild kvenna Keppa í úrslitum Haukastúlkur náðu 2. sæti í A-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu er þær lögðu Víði 9-0 í síðasta leik riðilsins. Fengu Haukar 26 stig, 2 stig- um færri en Fylkir sem varð í efsta sæti. Haukar unnu 8 leiki, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 2 leikjum. Keppa þær við Þór/KA/KS á laugardaginn á Ásvöllum kl. 14 og á Akureyrarvelli á þriðjudag. Sigurvegari úr þeirri viðureign leikur svo til úrslita við Fylki eða Hött sunnudaginn 4. september. Íþróttir Segjum NEI við tóbaksnotkun í íþróttum Íþróttafélag Hafnarfjarðar, ÍH vann sinn riðil í 3. deild karla í knattspyrnu og leikur í 8 liða úrslitum við Leikni frá Fáskrúðsfirði. Fyrri leikurinn er úti á laugardaginn kl. 14 en síðari leikurinn á Hamarsvelli við Hvaleyrarvatn á þriðjudag- inn kl. 17.30. Sigurvegari úr þeim leik leikur við sigurvegara úr leik Sindra og Víðis í undanúrslit- um. Markahæstur ÍH manna í sumar er Kristófer Róbertsson með 14 mörk en Ingólfur Stefán Finnbogason og Garðar Örn Dagsson koma næstir með 3 mörk hvor. ÍH stefnir á 2. deild Heimaleikur við leikni á Hamarsvelli á þriðjudag Það er mikil umræða þessa dagana um hundahald og óþrifnað af völdum hunda við Hvaleyrarvatn og finnst mér þessi umræða vera komin út í miklar öfgar og nú virðist enn eiga að þrengja að hunda- eigendum. Um daginn var ég á gangi með hundinn minn við Hval- eyrarvatn og iðkaði þann leik að henda leikfangi út í vatnið og leyfa hundinum mínum að fá sér sundsprett og sækja leik- fangið. Þá vatt sér að mér kona sem sagði mér að hafa mig á brott með hundinn minn og lét fylgja mikla hörmungarsögu um hundaskít. Kona þessi sagði mér að allt í kringum vatnið, og þá sérstaklega á sandströndinni, væri allt morandi í hundaskít og einn laugardaginn hafði barn hennar hér um bil étið slíkan viðbjóð eftir að hafa fundið slíkt í sandinum. Lét hún fylgja með að varla væri hægt að stíga nið- ur þarna á sandströndinni vegna þess hve allt væri morandi í hundaskít. Eftir að hafa lokað hundinn inni í bílnum mínum þá hrein- lega varð ég að labba þarna nið- ur á sandströndina og skoða þennan skíthaug sem konan hafði lýst fyrir mér og viti menn... Hún hafði alveg rétt fyrir sér, það var þarna skítur út um allt... bara ekki hundaskítur. Þarna er um að ræða gæsaskít sem er að finna allt í kringum vatnið og þá sérstaklega þar sem sandur liggur að vatninu. (Hundar eru ekki hrifnir af því að gera númer 2 í sand!) Ég er þessari konu alveg sam- mála að af þessu er mikið óhreinlæti og legg ég því til að bæjarstjórn leggi strangt bann við lausagöngu gæsa og annars fiðurfénaðar hið fyrsta. Ég held að fólk ætti að kynna sér málin áður en dæmt er og ég er hneykslaður á því að bæjar- stjórn sé nú með til umræðu að banna hundahald í miðbæ Hafn- arfjarðar og við Hvaleyrarvatn. Hver eru rökin fyrir þessu? Hvers vegna er endalaust verið að ofsækja hunda og eigendur þeirra þegar kettir eru hér gjörsamlega úti um allt, veiðandi varpfugla og unga, mígandi og skítandi í sandkassa og fl. og fl.? Ég er nokkuð vel upplýstur maður en þetta er mér algjör- lega óskiljanlegt! Steindór Erlingsson Lesandi hefur orðið: Banna á lausagöngu gæsa Um hunda og hundaskít við Hvaleyrarvatn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Misstórar græjur! Þeir mynduðu að vísu ekki hvorn annan, Jim Smart hjá Mogganum og þessi ungi ljósmyndari en hvor tók betri myndir? Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Haukar náðu aðeins jafntefli við Víking frá Ólafsvík og eru með 16 stig í 4. sæti, jafnmörg stig og þrjú önnur félög þegar 3 umferðir eru eftir. Völsungur er í næst neðsta sæti með 13 stig og KS með 12 stig í neðsta sæti en Haukar eiga að leika við KS á laugardaginn, við Víking Reykjavík sem er í 2. sæti 10. september og við KA 16. sept en KA er í 3. sæti. Allt getur þó gerst og fallbaráttan hörð en Breiðablik getur tryggt sér sigur í deildinni með jafntefli við Víking R. í næsta leik. Haukar í kröppum dansi í 1. deildinni Geta náð 4. sæti og eru samt í fallbaráttu Lj ós m .: G uð m un du r A ri A ra so n Fjölmargir hafa undrast vega- lagningu inn í Vífilstaðahraunið norðan Urriðavatns en nýlega hafði verið reist þarna gadda- vírsgirðing og hestum komið fyrir og tengdist það deilum um eignarrétt skv. óstaðfestum heimildum blaðsins. Lagður hefur verið vegur inn í hraunið á móts við húsnæði Mar- els, sunnan við Reykjanes- brautina þar sem Ikea mun reisa verslunarhúsnæði en í fyrsta áfanga er heimilt að byggja 21000 m² húsnæði. Alls er gert ráð fyrir allt að 50 þúsund m² af húsnæði á byggingarreitnum undir verslun og þjónustu. Gríðarlegt svæði mun fara undir bílastæði en svæðið liggur að núverandi golfvelli og nær að hluta til yfir svæði það sem Oddfellowar hafa tekið til skógræktar. Voru skipulagstillögur að svæðinu í kynningu í Garðabæ til 8. apríl sl. Eldra skipulag 1. áfanga há- tæknigarða á Urriðaholti hefur verið fellt úr gildi en Garðabær gerir ráð fyrir uppbyggingu á öllu Urriðaholtinu í framtíðinni. Gert er ráð fyrir tengingu inn á svæðið með mislægum gatna- mótum rétt austan við iðnaðar- svæðið í Molduhrauni. Ikea byggir við bæjarmörkin Framkvæmdir hafnar í hrauninu Golfvöllur Stórakrókslæ kur Urriðaholt Marel Rey kjan esbr aut Umrætt svæði er merkt U-1 á þessum aðalskipulagsuppdrætti. IKEA Mislæg gatnamót

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.