Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. maí 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is „Sannleikurinn er hverjum sagna sárastur“. Á þetta við um formann Hauka sem fyrtist yfir umfjöllun hér í leiðara um fjármál íþróttafélaga og hunsaði eina hafnfirska blaðið þegar gerður var auglýsingasamningur um íþróttaskóla og sagðist ætla að beina fréttum frá Haukum til keflvísks blaðs sem hér er dreift. Segir þetta mér að allt hafi verið í lagi í fjármálarekstri hand - knattleiksdeildar Hauka? Gott ef svo hefði verið. Það er ótrúleg viðkvæmni ef menn þola ekki að fjallað sé um fjármál íþróttafélags sem sækir um lausnir í skattfé íbúa Hafnarfjarðarbæjar. Reyndar var hér ekki fjallað um einstakt íþróttafélag, heldur aðeins brýnt á því að menn bæru ábyrgð á eigin gjörðum og fjármálaskuldbindingum. Nei, formaðurinn sýndi þarna ekki mikinn íþróttaanda og hlýtur hann að skera sig frá flestum öðrum Haukamönnum sem ég þekki. Ekki þurfa þeir að líða fyrir við kvæmni formannsins sem fannst heldur ekki nægilega fjallað um Haukana í Fjarðarpóstinum. Það er alltaf gott að vera í þeirri stöðu að geta heimtað af öðrum. Ég er gamall FH-ingur en get keikur sagt frá góðum árangri Haukamanna eins og annarra. Nú skal kjósa á laugardaginn og sjaldan hef ég verið eins óöruggur með hvað ég kýs. Reyndar hafa sumir verið með áskrift að atkvæði mínu en þeirri áskrift hefur verið sagt upp. Ég vil kjósa einstaklinga sem hafa góða yfirsýn, skoða málin vel og þora að taka upplýsta ákvörðun án hræðslu við atkvæðamissi. Er einhver svona í framboði núna? Verst er að maður er bundinn við að kjósa fylkingar sem hefur verið misgáfulega raðað upp og maður verður að taka allt eða ekkert. Þá er að velja skásta kostinn og þá er bara að vita hverjum maður getur treyst best. Sá á kvölina sem á völina! Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 13. maí Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Djass - tónleikar í kvöld Í tilefni af því að Stefán Ómar Jakobsson tónlistar kenn - ari og stjórnandi er nú á förum til frekara náms í djassfræðum á erlendri grund, hafa nokkrir nemendur og samkennarar hans ákveðið að halda tónleika í Hafnarborg í kvöld fimmtu - dag kl. 21-23. Tónleikarnir verða eins kon - ar bræðingur þar sem hver og einn getur komið og leikið af fingr um fram djass eða blús í góðum félagsskap. Enginn aðgangseyrir er að tónleik - unum og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Lúðrasveitar - tónleikar Á mánudaginn verða lúðra - sveitartónleikar í Há sölum kl. 19.30. Fram koma C-sveit, B- sveit, Stórsveit yngri og Skóla - hljómsveit Víðistaðaskóla. Stjórnendur eru Stefán Ómar Jakobsson og Jón Björgvins son. Tónleikarnir standa í um 50 mín. Kaffisala að loknum tón - leikum. Aðgangur ókeypis. Kaffisala Hraunprýði Hin árlega kaffisala S.V.D.K. Hraun - prýði verður í safnaðarheimili Hafn - arfjarð ar kirkju á morgun, föstudag kl. 15-20. Til styrktar byggingu nýrrar björg - unarmiðstöðvar í Hafnarfirði Tekið verður á móti kökum og meðlæti á staðnum eftir kl. 17 í dag og til hádegis á föstudag. Pantanasími: 692 3129, netfang: stinag@internet.is. Tónleikr í Tónlistarskólanum Maímánuður er alltaf annasamur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Fjöl - marg ir tónleikar eru framundan og fara þeir allir fram í Hásölum. Mánudagur 14. maí kl. 19.30: Lúðrasveitirnar og stórsveit. C-sveit, B-sveit, Stórsveit yngri og Skóla - hljóm sveit Víðistaðaskóla. Þriðjudaginn 15. maí: Kl. 18: Grunndeild. Kl. 20: Miðdeild. Miðvikudaginn 16. maí Kl. 20: Framhaldsdeild. Louisa Matthíasdóttir í Hafnarborg Á morgun, föstudag kl. 17 verða opnaðar þrjár sýningar í Hafnarborg. Opnuð verður sýning á kyrralífs - myndum Louisu Matthíasdóttur og Leland Bell. Sýningin ber heitið Kyrra - lífsmyndir úr langri sambúð en hún samanstendur af uppstillingum sem málaðar eru með olíu og akríllitum. - Einnig verður opnuð sýning á inn - setningum bandarísku listakonunnar Ruth Boerefijn. Ruth nefnir sýninguna Interior Landscapes en hún saman - stendur af innsetningunum Gerrit og Nellie sem listakonan tileinkar foreldr - um sínum. - Þá verður opnuð sýning á mál - verkum listakonunnar Temmu Bell en hún er dóttir listakonunnar Louisu Matt hías dóttur. Líkt og móðir hennar hefur Temma tengt löndin tvö Ísland og Bandaríkin, bæði í lífi sínu og list. Vortónleikar Fríkirkjukórsins Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði heldur vortónleika sína „Þótt þú langförull legðir..“ í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á miðvikudaginn 16. maí kl. 20. Á tónleikunum mun kórinn flytja söngdagskrá sem hann fer með í söngför til Vesturheims, Bandaríkjann og Kanada í júní. Á dagskránni eru Íslensk þjóðlög og ættjarðarlög ásamt nýlegri íslenskri tónlist í léttum dúr. Einsöngvari með kórnum er Kirstín Erna Blöndal en undirleik annast þeir Guðmundur Pálsson á bassa, Skarp - héðinn Hjartarson á píanó og Örn Arnarson á gítar. Stjórnandi kórsins er Örn Arnarson tónlistarstjóri Fríkirkj - unnar í Hafnarfirði. Hátíð í Lækjarskóla Á morgun, föstudag kl. 17 verður vorhátíð Lækjarskóla og lokahátíð Vitans slegið saman við Lækjarskóla. Þar verða skemmtiatriði, s.s. kór Lækjarskóla sem mun frumflytja ljóð skólastjórans, Haraldar Haraldssonar, sem hann samdi í tilefni af nýja merki skólans. Allir skemmtilegustu leikirnir, s.s. húla-húla, stultur, sippubönd, snú-snú, teygjutvist, krikket, tennis, boltaleikir ofl. Grillaðar pylsur seldar á vægu verði, sem og kaffi. Sýning Halldórs Árna Málverkaýning Halldórs Árna Sveins - sonar í Miðstöð símenntunar er opin um helgina kl. 14-17 bæði laugardag og sunnudag. Síðastu sýningardagar. 5. sunnudagur e. páska 13. maí Bænadagur Þjóðkirkjunnar Gengið á Helgafell Ekið frá kirkjunni kl. 11.15 eftir stutta helgistund þar sem hefst kl. 11. Helgistundir við Fellið og í hlíðum þess sem prestar kirkjunnar leiða. Nesti snætt í boði kirkjunnar. Göngustjóri: Sigurjón Pétursson, formaður sóknarnefndar. Gönguklúbbur Kvenfélagsins verður með honum í fararbroddi. Farartími áætlaður um tveir tímar. Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Prestar kirkjunnar þjóna. Gleðigjafar leika. Loksins steypt gangstétt Íbúar efst í Kinnunum og á Öldugötu voru orðnir óþreyju - fullir eftir gangstétt við hring - torgið á mótum Öldugötu, Báru - kinnar og Selvogsgötu. Vegna framkvæmda við hringtorgið höfðu gangstéttar verið brotnar upp og nú loksins er búið að steypa gangstéttarnar á ný og íbúarnir geta tekið gleði sína. Menn geta svo spurt sig af hverju ekki er merkt gangbraut þar sem drengurinn gengur yfir? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n www.hafnarfjardarkirkja.is Slæmt fordæmi Plastpokar urðaðir með garðaúrgangi Nú er hreinsunarviku nýlokið og starfsmenn bæjarins eru enn að sækja plastpoka með garða - úrgangi sem íbúar hafa fyllt. Garðaúrgangurinn er fluttur á tipp bæjarins en þar má nú sjá svarta og græna plastpoka því brögð hafa verið að því að ekki hafi verið tæmt úr pokunum og þeir því urðaðir með garðaúr - gangi. Þetta samrýmist vart um - hverfis stefnu bæjarins og undar - legt að svona sé gert.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.