Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 15
Knattspyrna Meistarakeppni karla: FH - Keflavík: 1-0 Deildarbikar kvenna: Fjölnir - FH: 9-0 Haukar - ÍR: 0-4 Næstu leikir: Knattspyrna 12. maí kl. 14, Akranesvöllur ÍA - FH (úrvalsdeild karla) 14. maí kl. 20, Ásvellir Haukar - ÍH (2. deild karla) Frjálsar íþróttir: Ásgeir kastaði yfir 50 m Á þriðja Coca Cola móti FH kastaði Ásgeir Bjarnason kringl unni 50,28 m og bætti sinn besta árangur um rúman metra. Ásgeir er kominn í 24. sæti yfir bestu kringlukastara landsins með þessu kasti. Fannar stórbætti sig Fannar Gíslason FH stór - bætti árangur sinn í spjótkasti á móti hjá FH og kastaði 68,71 metra og bætti árangur sinn um rúma 6 metra og náði lágmarki á Smáþjóðaleikana. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 10. maí 2007 Íþróttir Meðan starfsfólk og stjórn end - ur álversins í Straumsvík sleikja sárin eftir ófarirnar í skipu - lagskosningunum getur meiri - hluti bæjarstjórnar Hafnar fjarðar vart haldið vatni af fögnuði yfir því að hafa fundið upp svo - nefnt íbúa lýðræði. Engu skiptir þó flóð - mælsk ir flökku pre dik - arar hafi ráðið úrslitum með heimsenda spám. Engu máli skiptir held ur þó bæjarfélagið verði að margra mati af milljarði ár hvert til vel ferðamála í framtíðinni því tilgang urinn helgar meða lið. Þetta stóra og mannmarga fyrir - tæki sem umfram aðra hefur lyft kjörum og aðbúnaði starfsfólks varð að súpa seyðið af ótrúlegri umræðu. Bæjarfulltrúarnir sátu svip - laus ir hjá meðan stærsta fyrir - tæki í bænum áratugum saman var rakkað út af lóðinni sem þessir sömu fulltrúar höfðu selt því til framtíðar uppbyggingar. Það er kaldhæðnislegt til þess að vita eftir allt þetta loftlagsfár sem heltók umræðuna að Siv Friðleifsdóttir fyrr ver - andi um hverf is ráð - herra sem stuðlaði að því öðrum fremur að skrif að var undir Kyoto bókunina fyrir Ís lands hönd verði hugs anlega felld af þingi en Guðfríður Lilja sem unnið hefur sam - félaginu helst til heilla að flytja furðufuglinn Bobby Fisher inn til Íslands af öllum mönnum fái sætið. Nema álitsgjafinn Guð - mundur Steingrímsson sem situr aft an við orðhákinn Árna Pál hljóti hnossið. Sorg í Straumsvík, gleði í bæjarstjórn Kári Valvesson Ég heiti Kolbrún Stefánsdóttir og býð mig fram í fyrsta sæti fyrir Frjálslynda flokkinn í Kraganum í komandi alþingiskosningum í vor. Ég hef mikla reynslu úr viðskiptalífinu og starfaði í 25 ár sem úti - bússtjóri hjá Lands - banka Islands víða um land. Ég hef um langt árabil hlustað á fólk lýsa sínum kjörum og sem útibússtjóri reynt að finna leiðir fyrir það til að halda sínum fjár - málum á réttum kili. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir alla að fóta sig í því fjár - mála umhverfi sem við búum við þó svo að nánast allir geti fengið lán og margir allt upp í 100% af verði þeirrar fasteignar sem þá langar að kaupa. Mörg dæmi hafa verið birt um það hversu margar milljónir fólk borgar fyrir lánin að lokum í vexti og verðbætur og má segja að margir séu komnir í ánauð og algerlega háðir bönkunum það sem eftir er. Víst er að venjulegt launafólk losnar aldrei við sín lán meðan þenslan og verðbólgan heldur áfram og hækkar lánin, sama hvernig borgað er af þeim. Mjög fáir geta gert eins og sýnt er í aug lýsingum spari - sjóð anna þessa dagana þ,e, gefið þjónustu full - trúanum sínum langt nef, staðið upp og farið. Gætir þú það lesandi góður? Athugaðu mál - in, spáðu í stöðuna þína. Telur þú að ríkisstjórnin sem við höfum haft yfir okkur síðustu árin sé sú besta sem völ er á ? Teljir þú að svo sé ertu líklega frjáls maður og skuldlaus , annars þarftu að leita nýrra leiða fyrir þig og þá sem þér eru kærir og kjósa nýtt blóð í forystuna. Gríptu tækifærið — Kjóstu x-f þú sérð ekki eftir því. Höfundur skipar 1. sæti í Kraganum fyrir Frjálslynda flokkinn. Kolbrún Stefánsdóttir Ágæti kjósandi Útskriftarhópur leikskólabarna á Hörðuvöllum er um þessar mundir að vinna að verkefni sem heitir Bærinn minn. Heimsækja þau m.a. fyrirtæki og stofnanir. Komu þau m.a. við í Fjarðar - póst inum þar sem þau kynntust hvernig blað er búið til. Þau halda sýningu á Hörðu - völl um sem hefst 30. maí og stendur í 3 daga. Þá verð ur opið hús og allir vel komn ir. Krakkarnir sem komu í heim - sókn í Fjarðarpóstinn voru mjög þæg og góð. Þau hlakka til að fara í skóla í haust en greinilegt að sumar leyfis áætl anir for eldr - anna voru ofarlega í huga þeirra hvort sem það var utan lands - ferðir eða fjöruferðir. Blaðamenn framtíðarinnar Opið hús á Hörðuvöllum og sýning um mánaðarmótin F.v. Andri Fannar Tómasson, Sunna Lind Heiðarsdóttir, Ísak Parsi, Inga Halla Ólafsdóttir, Selma Dröfn Fjölnisdóttir, Dýrleif Birna Sveinsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir. Efri röð f.v.: Magnea Jónsdóttir, Skarphéðinn Vernharðsson, Guðný Björk Stefánsdóttir, Natan Berg Arnarsson og Sölvi Mar Ottósson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fyrirtækið Valhús, sem er í eigu Guðlaugs Adólfssonar og Bjarkar Hreinsdóttur hefur hafið byggingu á 101 námsmannaíbúð í þremur húsum við Bjarkarvelli. Íbúðirnar verða fyrir ein stakl - inga, pör og barnafjölskyldur. Á sama svæði byggir Byggingar - félag námsmanna álíka fjölda íbúða. 101 Hafnarfjörður Skóflustunga tekin að 101 námsmannaíbúð á Völlum Gunnar Svavarsson notaði gleðigaura til að stýra gröfunni en vísifingur í samtali við Guð - laug Adólfsson hjá Valhúsum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Íslandsmeistarar FH í knatt - spyrnu karla kepptu við Keflavík í Meistarakeppni karla á sunnu - daginn og lauk leiknum með sigri FH-inga 1-0. Eru þeir því meistarar meistaranna og er þetta annar bikar liðsins á stuttum tíma því FH sigraði einni í A-deild bikarkeppni karla fyrir skömmu. Þessi keppni var fyrst haldin árið 1969 og þá sigruði lið Keflavíkur. Bjarki Gunn laugs - son skoraði sigurmarkið á 18. mínútu. Keppt var á frjáls - íþróttavellinum í Kaplakrika. Fyrsti leikur FH í Íslands - mótinu verður á laugardag er liðið sækir ÍA heim á Akranesi. Fyrsti heimaleikur FH verður 24. maí við HK. FH-ingum er spáð sigri í mótinu af þjálfurum liðanna, fyrirliðum og formönnu deild - anna. Grindavík er spáð sigri í 1. deild og Haukum er spáð sigri í 2. deild. ÍH er hins vegar spáð næst neðsta sæti í 2. deild. Þrjú lið fara upp um deild í 1. og 2. deild og aðeins eitt lið fellur. FH meistari meistaranna Spáð sigri í deildarkeppninni L j ó s m . : J ’ o i L o n g

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.