Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. maí 2007 Lausar stöður við Náttúruleikskólann Krakkakot Álftanesi Deildarstjórastaða og stöður leikskólakennara á deild Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa eru ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Umsóknareyðublöð er að finna á alftanes.is. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma; 5651388 eða 8215006 Náttúruleikskólinn Krakkakot er sex deilda heimilislegur og hlýlegur leikskóli. Aðaláherslur í starfi okkar er frjáls leikur þar sem leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfinu. Auk þess er náttúran og umhverfismennt í brennidepli og flaggar skólinn nú Grænfána Landverndar. Nú styttist til kosninga. Lof - orða listi íhalds og framsóknar - ráðherra er orðinn það langur að fólk er orðið þreytt á lestrinum og þeir muna ekki sjálfir stundinni lengur hverju þeir hafa lofað, frekar en sviknu lof orðin síðastliðin 12 til 16 ár. Það er svartur blett ur á tungunni á þeim. Samfylkingin, hinn eini sanni jafnaðar - manna flokkur Íslands hefur birt sín stefnumál í málefnum aldraðra, að þeim verður unnið, þegar Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Samfylkingin vill að lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega eins og hún mælist í neyslukönnun Hagstofu Íslands hverju sinni. Leiðrétting fari fram í áföngum. Samfylkingin vill að frítekjumark vegna tekna aldraðra verði kr. 100þús. á mánuði. Samfylkingin vill að tekjur maka skerði ekki tryggingabætur ellilífeyrisþega. Samfylkingin vill að skattar á tekj ur úr lífeyrissjóðum verði lækkaðir í 10%. Samfylkingin vill að skattleysismörk verði hækkuð í áföngum á næsta kjörtímabili í sam ræmi við breytingar á launa - vísitölu. Ef þessari reglu hefði verið fylgt væru skattleysismörk 136 þús. kr. í stað 90 þús. kr. eins og þau eru í dag. Samfylkingin vill að ráðist verði í stórátak í uppbyggingu fjölbreytilegra bú - setu úrræða fyrir eldri borgara og heimahjúkrun aukin til muna. Á hjúkrunar- og dvarlarheimilum verði nægt framboð sérbýla. Sam fylkingin vill að málefni eldri borgara verði flutt til sveitarfélaga þar sem því verður við komið. Samfylkingin vill að stofnað verði embætti um - boðs manns aldr aðra. Þessi baráttumál eru raunhæf, eldri borgarar eiga þetta inni hjá ís - lenskri þjóð. Það eru þeir sem eru að hætta störfum nú um stundir sem skópu það þjóð - félag sem við þekkj - um. Þjóðfélag sem hefur að markmiði að gefa öllum eldri borgurum tæki færi til mannsæmandi lífs á efri árum. Ríkisstjórn sú er hefur verið að völdum undanfarin ár hefur lofað og lofað, en svikið jafnóðum, hún hefur alls ekki látið eldri borgara njóta ávaxtanna af góðærinu sem talað er um að sé. Hún hefur svikið eldri borgara þessa lands, henni er alls ekki treystandi fyrir okkar málefnum, hún er rúin trausti eldri borgara með fram - komu sinni undanfarin ár. Nú er lag á breytingum, við skul um snúa við blaðinu í kosn - ingunum 12. maí setjum X við S og gefum þreyttum og ráð lausum íhalds- og fram sóknar ráðherrum og fylgifiskum þeirra ærlega ráðn ingu. Hefjum til vegs frjáls - lynda jafnaðarmennsku sem hugsar um hag allra þegna þjóð - félagsins. X við S 12. maí. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði Íhald og framsókn er ávísun á svikin loforð Jón Kr. Óskarsson Á hverjum tíma verður að gera þá kröfu til þeirra er standa að hverju kerfi mannsins fyrir sig hvers eðlis sem það er, að það innihaldi sann - girni. Það hefur skatt - kerfið ekki innihaldið síðan skattleysismörk voru fryst við innan við 70 þúsund króna upp - hæð. Frjálslyndi flokk - urinn vill taka á þessum málum og leiðrétta það óréttlæti sem aðgerð þessi hefur orsakað fyrir tekjulægstu hópa í sam - félaginu. Við viljum að ein stakl - ingar með tekjur innan við 1,8 milljón á ári nái 150 þús. króna skatt leysi, og dragi síðan úr því niður í 112 þúsund, í tekjur sem nema 3 milljónum króna á ári. Jafn framt viljum við að aldraðir og öryrkjar með hluta vinnugetu á vinnumarkaði fái að vinna fyrir einni milljón króna árlega án þess að sú upphæð skerði bætur. Einn - ig viljum við afnema skerðingar við tekjur maka sem aldrei skyldi hafa komið til sögu og 10 % skatt í lífeyristekjur. Þessar breytingar sem við leggj um til eru for - gangs mál þjóðfélags sem vill kalla sig þjóð - félag réttlætis og jöfn - uðar. Kvótakerfi sjávarútvegs þolir ekki bið til breytinga. Það er löngu ljóst að við Íslendingar erum á rangri leið við upp - byggingu fiskistofna og mark - mið kvótakerfisins og tilgangur því fyrir bí. Við færum helmingi minni þorsk á land nú en fyrir daga kvótakerfisins og nýjustu upplýsingar sem Hafrannsóknar - stofnun setur fram er að stofn - vísitala þorsks hafi minnkað um 17% milli ára. Gangi þetta eftir er hér um að ræða tekjutap þjóða bús sem því nemur. Frjáls - lyndi flokkurinn hefur fast - mótaðar tillögur um hvernig beri að vinda ofan af þessu kerfi í áföngum án þess að verið sé að tala um kollsteypur. Fyrir það fyrsta þarf að færa einyrkjum allt í kring um landið frelsi til þess að afla fiskjar með tvær hand færa - rúllur en flokkurinn hefur flutt um það frumvarp á þingi frá stofn un. Við eigum ekki að tapa frá okkur þeirri þekkingu sem íslenski sjómaðurinn hefur á sín - um heimaslóðum við firði og voga á grunnslóð. Hafið kring um Ísland er matar forðabúr þjóða heims þar með talið okkar og við hvoru tveggja þurfum og verðum að sjá til þess að umgangast lifríki hafs ins af tilskyldri virðingu þar sem nauðsynleg þekking og vitneskja bestu þekktra aðferða til þess að viðhalda vistkerfið sjávar er notuð og nýtt. Höfundur er skólaliði í Hafnarfirði og situr í 4. sæti framboðslista Frjálslynda flokksins í SV-kjördæmi. Forgangsverkefni stjórnmálanna er hækkun skattleysismarka til handa lágtekjufólki Guðrún María Óskarsdóttir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi og Hjalti Kjartansson framkvæmdastjóri Ekron starfsþjálfun undirrituðu á þriðjudag undir þjónustu samning um starfsþjálfun fyrir þá sem lokið hafa áfengis- og vímu - efnameðferð og/eða hafa verið lengi án atvinnuþátttöku. Úrræði Ekron miðar að því að stemma stigu við endurteknar komur á meðferðarstofnanir og fangavist en starfsemin byggir á 12 spora kerfinu og er starfsemin í góðu húsnæði á Smiðjuvegi 4b í Kópavogi. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fara þátt - takendur út á almennan vinnu - markað undir handleiðslu áfeng - isráðgjafa í stuttan tíma á dag með það að markmiði að í lok starfsþjálfunar verði þátt takendur komnir í fulla vinnu á almennum atvinnumarkaði. Boð ið er upp á fjár mála nám skeið, sjálfs styrk - ingar námskeið og ýmis nám - skeið um það sem getur komið þátttakendum að notkun. Samið um nýtt úrræði Starfsendurhæfing fyrir þá sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð Lúðvík Geirsson, Hjalti Kjartansson og Gunnar I. Birgisson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ég man ekki til þess að hafa kosið um aukin komugjöld sjúkl - inga, fákeppni á lyfjamarkaði og lakari þjónustu við tannheilsu barna. Ég man heldur ekki til þess að hafa kosið um Kárahnjúka, Írak, okur, misrétti og áfram hald - andi kynbundinn launa - mun. Ef enginn flokk ur var með þetta á stefnu - skrá sinni fyrir fjór um árum, hvers vegna er þetta þá veru leikinn sem við búum við? Þegar við göngum að kjörkössunum í vor þá greiðum við líka at kvæði um það hvernig lýðræði við viljum sjá vaxa hér úr grasi. Lýð ræðislegar hefðir snúast aug ljóslega um miklu meira en bara Alþingis- og sveita stjórnar kosningar á 4 ára fresti. En hvað þarf meira til? Við þurfum að byrja á því að efla grasrótarhreyfingar á Íslandi til muna og tryggja að þær séu virkar í stefnumörkun um ákvarð - ana tökum. Stjórnvöld eiga að gera ráð fyrir þátttöku þeirra í vinnu lagi sínu og eðlilegt er að gras rótarhreyfingar geti sótt fjár - hagsstuðning til yfirvalda. Þörfin á slíkum stuðningi blasir sér - staklega við þegar kynna þarf ólík sjónarmið í umdeildum málum. Það þarf að tryggja möguleika allra til þátttöku í samfélaginu, hvort sem er þátttöku í umræðu, menntun eða á vinnumarkaði. Ein grundvallarstoð þess er að tryggja jafnræði og fjölga tæki færum til mennt - unar, auka aðgengi til að afla sér þekkingar og færni og veita öllum jafngild færi á skóla - göngu og símenntun. Það á við um blinda og heyrn arlausa, aldraða og öryrkja og fólk af erlendum uppruna. Frá unga aldri eiga börn að alast upp við það innan skólakerfisins að taka virkan þátt í lýðræðislegum athönum, sam - ráði og rökræðu og að þau kynnist leiðum til að sætta sjónarmið og ná sameiginlegri niðurstöðu í vandmeðförnum málum. Síðast en ekki síst er nauð syn - legt að setja inn í almenn lög eða stjórnarskrá ákvæði um þjóðar - atkvæðagreiðslu. Þá getum við kosið beint um mikilvægustu mál in sem upp koma hverju sinni. Kjósum um það - kjósum öflugra lýðræði 12. maí. Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í SV-dæmi. Hvenær kaus ég hvað? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.