Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 14
Prentmet hefur keypt rekstur Prentsmiðju Hafnarfjarðar, tæki og vélar. Gengið var frá kaup - unum 14. apríl. Systurnar Ingi - björg og Guðrún Guðmunds dæt - ur hafa stýrt Prentsmiðju Hafn - arfjarðar af miklum mynd ar skap undanfarin ár. Ingi björg mun í framhaldi af þessum breyt ingum hefja störf í sölu deild Prentmets. Það voru for eldrar Ingibjargar og Guðrúnar, Guðmundur Ragnar Jósepsson og Steinunn Guð - munds dóttir, sem stofnuðu Prent - smiðju Hafnar fjarðar árið 1945. Að sögn Guðmundar Ragnars Guð munds sonar, eiganda Prent - mets er vonast til með þess ari viðbót að ná fram aukinni hag - ræð ingu í rekstri, betri nýtingu á tækja búnaði og einnig að auka þjón ustuna enn frekar hvað varðar hraða, gæði og per sónu - lega þjónustu. Öll starfsemi Prent smiðju Hafnar fjarðar mun flytjast í hús - næði Prentmets ehf. að Lynghálsi 1 í Reykjavík. Hjá Prentmet starfa í dag á 3 tug Hafnf irðinga af um 130 starfs - mönnum. Prentmet er einnig með útibúin Prentmet Suður - lands á Selfossi og Prentmet Vest urlands á Akranesi. 14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. maí 2007 Gólfhitakerfi frá Dælum, ásamt Apavisa flísum frá Agli Árnas. ca. 25 fm. Pex rör, 6.pk. lím og 45x45 dökkgráar flísar. Rauður sjókajak, vesti og Thule festingar. Sandblásin glerhurð ca. 240 x 100. Uppl. í s. 896 1040. Bónuspoki með kvenfatnaði fannst á göngustígnum við Herjólfsgötu. Nýr fatnaður að hluta. Uppl í s. 555 0762 Fjórir yndislegir og fallegir kettlingar eru að leita sér að framtíðarheimili. Kassavanir og krúttlegir. Allar nánari upplýsingar eru hjá Bjössa i sima 821 1823 og bbs@strik.is Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Til sölu Gefins Tapað - fundið Eldsneytisverð 9. maí 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 117,2 117,2 Atlantsolía, Suðurhö. 117,2 117,2 Orkan, Óseyrarbraut 114,1 114,1 ÓB, Fjarðarkaup 117,2 117,2 ÓB, Melabraut 117,2 117,2 Skeljungur, Rvk.vegi 118,8 118,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Prentmet hefur keypt rekstur Prentsmiðju Hafnarfjarðar F.v.: Guðrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir fv. eig - end ur Prentsmiðju Hafnarfjarðar, Guðmundur Ragnar Guð munds - son og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigendur Prentmets. Á laugardaginn göngum við til kosninga. Það eru þriðju kosn - ingarnar sem við Hafnfirðingar göng um til á einu ári sem skipta afar miklu máli. Í sveitarstjórnar - kosn ingunum síðast - liðið vor tryggðu Hafn - firðingar rödd Vinstri grænna í bæjar stjórn Hafnarfjarðar. Í kosn - ingunni um deili skipu - lag Alcan í Straums vík höfnuðu Hafn firðingar stækkun fyrir tækisins. Í bar átt unni gegn stækk - un Alcan var það alltaf skýrt að sú kosning væri aðeins fyrsta skref ið í átt frá stór iðjustefnu núverandi stjórn valda. Seinna skrefið er á laug ar daginn þegar við sýnum mátt okkar aftur með því að kjósa nýja ríkisstjórn. Þannig mótmælum við stór - iðju stefnu stjórnvalda. Þann ig mótmælum við skertum lífs - kjörum þeirra sem minna mega sín. Þannig mótmælum við einka - vina væðingu núverandi valda - herra. Þannig mótmælum við því að núverandi ríkisstjórn lagði nafn Íslands við innrásina í Írak. Þannig mótmælum við karllægri stefnu ríkis stjórnar - innar. Með því að kjósa Vinstri græna tryggjum við bætt kjör aldraðra og öryrkja, bætta stöðu barna f jö lskyldna , jafnvægi í atvinnulífi, skyn semi í efnahags- og skatta málum, virð - ingu fyrir menningar - legum marg breyti - leika, virðingu fyrir fjölbreyttu mannlífi og virðingu fyrir náttúru landsins. Það er tímabært að senda bæði Sjálfstæðisflokk og Fram sóknar - flokk í frí. Það gerum við með því að merkja x við V og tryggjum Guðfríði Lilju sæti á þingi. Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði Af hverju Guðfríði Lilju? Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Þetta sagði ágæt kona við mig á vinnustaðafundi nú í kosn - ingabaráttunni. „Við vitum hvar við höfum ykkur og ekki hefði ég viljað vera án ykkar á Alþingi undanfarin ár“. Þetta yljaði mér um hjartarætur. Það er hins vegar alveg þess virði að hugsa til um - ræðunnar um Kára - hnjúka, alla einka vina - væðinguna, innrásina í Írak, velferðarmálin og atvinnumálin. Þing - menn VG voru aðeins 5 talsins og urðu allt of oft að láta í minni pok - ann. Ef við hefðum ver ið helmingi fleiri, að ekki sé minnst á fjórum sinnum fleiri, eða 20 eins og fjöldi þing - manna Samfylkingarinnar var, hefði róðurinn verið okkur léttari. Ef þjóðin vill koma í veg fyrir að hótanir Sjálfstæðisflokksins um að einkavæða heilb rigðis - þjónustuna og selja orkufyrir - tækin nái fram að ganga, þá verður að styrkja Vinstri hreyf ing - una grænt framboð. Að öllum ólöstuðum þá er það staðreynd að viðspyrnan er langöflugust frá VG gegn áformum af þessu tagi. Vörnin fyrir hönd umhverfisins og velferðarkerfisins er mest og kröftugust frá okkur. Ég geng líka svo langt að fullyrða að án þátttöku VG mun engin ríkisstjórn rísa undir sæmdarheitinu velferðarstjórn. Við brennum í skinn - inu að fá tækifæri til að rétta kúrsinn á þjóð ar - skútunni og stýra henni inn á farsælli siglinga - leiðir. Við búum við þau skilyrði á Íslandi að hér eiga allir að geta haft það gott. Það getur enginn véfengt að misrétti hefur verið að aukast í landinu á undanförnum árum. Það er vegna stjórnvalds ákvarð - ana. Þeim ákvörðunum þarf nú að breyta. Ég hef miklar væntingar til nýrra þingmannsefna VG. Hér í Suðvesturkjördæmi er eitt öfl - ugasta þingmannsefni sem nú er í kjöri á landinu öllu. Það er Guð - fríður Lilja Grétarsdóttir sem skip ar annað sæti á lista VG. Sá sem veitir henni stuðning og stuðlar að því að hún nái kjöri til Alþingis kastar ekki atkvæði sínu á glæ. Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í SV-kjördæmi. Við vitum hvar við höfum VG Ögmundur Jónasson Á laugardaginn höfum við tækifæri. Við höfum tækifæri til að breyta um forgangsröð í íslenskum stjórnmálum. Tæki - færi til að skapa jöfnuð og frelsi. Við ætlum að tryggja ný tækifæri í atvinnu lífinu og skapa vel ferð - arsamfélag á Íslandi þar sem allir eru með. Stefna nú ver andi ríkisstjórnar hefur algerlega siglt í strand. Þar er engin sýn – nema um helminga skipti að hætti Fram sóknar, þar sem hver hugsar aðeins um sína nánustu. Sér hags - munir í stað al manna hagsmuna. Haldi ríkis stjórnin meirihluta á þingi, þá mun hún sitja áfram. Gerum okk ur ekki grillur um annað. Það er stundum sagt að fólk eigi þá stjórn - málamenn skilið sem það kýs yfir sig. Það má að vissu marki til sanns vegar færa. Sýn - um að við eigum betra skil ið en þá löngu stöðn uðu og hug - mynda snauðu ríkis - stjórn sem nú situr. Hún er komin í þrot. Nýt um tækifærin. Í góðum sigri Sam fylk ing - arinnar á laugardaginn eru ótal tækifæri fólgin. Mig langar að benda á örfá: • Að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum á 18 mánuðum • Að útrýma fjölbýlum á stofnun um fyrir aldraða • Að útrýma biðlistum eftir þjón ustu Barna- og unglinga geð - deildar • Að útrýma biðlistum eftir grein ingu hjá Greiningarstöð ríkisins • Að útrýma biðlistum eftir bú - setuúrræðum geðfatlaðra • Að útrýma biðlistum eftir þjón ustu fyrir sjúka, fatlaða og aldraða • Að gera konu í fyrsta sinn að forsætisráðherra á Íslandi • Að kjósa Guðmund Stein - gríms son á Alþingi. Allt sem hér er nefnt er eftirsóknarvert. Um það verður tæpast deilt. Ólíklegt verður að teljast að nokkur þessara atriða verði að veruleika ef ríkis - stjórnin heldur þing - meirihluta. Með því að kjósa einhvern ann an flokk aukast líkurnar, en það er ekki nema ein leið til að tryggja að öll þessi tækifæri verði að veruleika. Það er að kjósa Sam - fylkinguna og gefa henni þann styrk sem þarf til að koma hér á jafnaðarstjórn velferðar og efnahagslegs stöðugleika. Höfundur er bæjarfulltrúi Kjósum tækifærin! Guðmundur Rúnar Árnason Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn: 565 3066 Úrval fiskrétta Alc-arnir sameinaðir? Alcoa hefur gert fjandsamlegt yfirtökutilboð í Alcan en Alcan var í upphafi dótturfélag Alcoa. Samrunaviðræður leiddu ekki til árangurs og því reynir Alcoa þessa leið sem mælist ekki vel fyrir í heimaríki Alcan í Kanada. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.