Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 19. júlí 2007 Hvaleyrarvatn Skógar- og útivistardagur fjölskylduskemmtun laugardaginn 21. júlí Göngustígar liggja víða um skóginn á Húshöfða (Höfðaskóg). Þar er að finna trjásafn Skógræktar - félagsins og rósasafn sem er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktar - félags Hafnarfjarðar. Þessi plöntusöfn eru hluti af útivistarsvæðinu við Hvaleyrarvatn og öllum opin. Nýlega var lokið við að breikka göngustíginn kring - um Hvaleyrarvatn. Búið er að stika gönguleið frá Hvaleyrarvatni að friðlandinu við Ástjörn. Bænalundur, Skógræktarstöð Kl. 14: Ávarp, Jónatan Garðarsson Helgistund, séra Gunnþór Ingason. Systradúettinn, Sandra og Tinna Jónsdætur. Hvaleyrarvatn Kl. 14.30-15.30: Gildisskátar verða með leiki á flötinni hjá bæjarskálanum. Kl. 14.30-16.30: Grillað vestan við vatnið hjá bæjarskálanum. Heitt verður í kolunum og getur hver og einn komið með eitthvað á grillið. Þórður verður á nikkunni. Kl. 15-16: Hafnfirska rokksveitin Æsir treður upp. Hljómsveitina skipa Gunnar Björn Kolbeinsson, Snævar Örn Ólafsson, Matthías Einarsson og Hreinn Guðlaugsson. Sörlastaðir við Kaldárselsveg Kl. 15-16: Íshestar og Sörli verða með hesta í gerðinu við Sörlastaði og verður teymt undir börnum. Selið, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg Kl. 14.30-15.30: Skógurinn og vatnið, ganga með Jónatani Garðarssyni. Kl. 14.30-16: Opið hús hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Heitt á könnunni, spjall og ráðleggingar. Getraun liggur frammi fyrir yngstu kynslóðina og verður dregið úr réttum lausnum kl. 15.30. og verðlaun veitt fyrir réttar lausnir. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar • ÍTH • Hestamannafélagið Sörli • St. Georgsgildið í Hafnarfirði • Íshestar Ókeypis veiðileyfi í Hvaleyrarvatni allan daginn! Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn og mun hann standa yfir í allt sumar og verður hægt að fá kort í Skógræktarstöðinni og í bæjarskálanum við Hvaleyrarvatn. F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 7 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Nánari upplýsingar um daginn má fá hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í síma 555 6455

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.