Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Side 2

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Side 2
Joan Perlman í Hafnarborg Nýlega var opnuð í Hafnarborg sýning á málverkum bandarisku lista kon - unnar Joan Perlman. Joan Perlman er með mastersgráðu í myndlist frá San Francisco Art Institute og hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um Bandaríkin. Auk þessa hefur hún kennt við nokkra háskóla í Bandaríkjunum. Perlman hefur lengi haft sterkar taugar til Íslands. Hún hefur lesið íslenskar bókmenntir og kynnt sér íslenska menningu og þekkir vel sögu landisns. Árið 1995 kom hún hingað í fyrsta skipti, þegar henni var boðið að halda fyrirlestur í Nýlistasafninu. Hið hrjúfa viðmót landsins varð fljótlega við - fangsefnið í málverkum hennar þó hún sé ekki að túlka það á raunsæan hátt, heldur leitist við að fanga dulúðina og sjálfan kjarna náttúrunnar; kjarna alls landslags, hvar sem það er. Sýningin er opin til 9. september. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Það er greinilegur vilji meirihluta bæjar - stjórnar Hafnarfjarðar að samþykkja 9 hæða hús við Strandgötuna. Ekki held ég að bæjarfulltrúar hafi sérstakan áhuga á hæðinni, þó farið sé 5 hæðir yfir gildandi skipulag, heldur eru þeir orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi á lóðinni og vilja allt til þess að þarna aukist verslunarrými þó það kosti að bæta slatta af hæðum ofan á fyrir íbúðir. Það er hægt að skilja svona afstöðu en af hverju hafa menn ekki skýrari framtíðarsýn á miðbænum en það að bíða þurfi eftir tillögum þeirra sem kaupa fasteignir í miðbænum? Sennilega er auðveldara að fá að byggja 5 auka hæðir í miðbænum en að fá að setja kvist á hús í úthverfi. Tillaga Hanza-hópsins er áferðarfalleg en ég skil ekki ennþá af hverju svona margar íbúðir þurfa að vera þarna. Er ekki flott að geta selt 3000 m² verslunarrými? Annars er grátlegt að koma úr sumarfríi í góðviðrinu. Meira að segja rigningin hefur breyst og kemur nú beint af himni ofan. Íslendingar dvelja nú í sumarfríum sínum í draghýsum af stærstu gerð, sum eru sjálfkeyrandi og önnur eru dregin af öflugum bílum. Allt þarf þetta að vera einhvers staðar og ekki gerir skipulagið í Setberginu t.d. ráð fyrir svona draghýsum né stórum bílum. Þar eru þröngar götur og velmegunin ekki fyrirséð. Kannski fáum við draghýsageymslusvæði í bæinn þar sem fólk getur geymt draghýsin sín á lokuðu svæði og þurfi ekki að teppa bílastæði og gangstéttir og vera til ama og leiðinda fyrir nágrannana sem geyma Ægistjöldin sín á hillu í bílskúrnum. Þar safna þau sennilega framvegis bara ryki því vart sést tjald lengur á sk. tjaldstæðum landsins nema þar séu á ferð hjólandi eða gangandi útlendingar. Við Íslendingar erum ríkir! Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Verkframkvæmdir í kirkjunni Helgihald hefst í safnaðarheimilinu Strandbergi síðar í sumar. Nánari upplýsingar gefur kirkjuþjónn í síma 555 4295, 897 0647 Prestar og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju 6. Hlíðarberg, aðstoðarleikskólastjóri Lögð fram umsókn frá Svanhildi Ósk Garðarsdóttur um stöðu að - stoðarleikskólastjóra við leik skól - ann Hlíðarberg. Jafnframt lagt fram bréf frá leikskólastjóra þar sem mælt er með ráðningu Svanhildar í starfið. Sviðsstjóri tekur undir tillögu leikskólastjóra. Fræðsluráð sam - þykkir ráðninguna fyrir sitt leyti. 1. Bílastæðaþörf í miðbænum Tekin fyrir að nýju greinargerð Glámu-Kím og VSB „Miðbær Hafnarfjarðar - úttekt á bísla - stæðum“. Framkvæmdaráð þakkar fyrir góða skýrsla og kynningu á henni og vekur athygli miðbæjarnefndar Hafnarfjarðar á þeim hugmyndum sem fram koma varðandi tíma - takmarkanir og notkun klukkuskífa í þeim tilgangi. 2. Hamarsbraut, endurnýjun Tekin fyrir niðurstaða útboðs í endurnýjun Hamarsbrautar en engin tilboð bárust. Framkvæmdaráð samþykkir að senda kynningarbréf vegna fram - kvæmdanna til íbúa götunnar. Jafnframt er hönnunar - og gatna - deild falið að vinna áfram í málinu. 7. Hafnarfjarðarbær og OR, viljayfirlýsing Lögð fram viljayfirlýsing Hafnar - fjarðarbæjar og OR vegna vatns- og fráveitumála frá 02.07.07. Framkvæmdaráð felur sviðs - stjóra, vatnsveitustjóra og fjár - málastjóra að fylgja málinu eftir. 17.3. Aðalskipulag Hafnar - fjarðar - breyting Jófríðarstaðir Skipulags- og byggingaráð gerir eftirfarandi tilllögu til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 vegna stofnana - svæðis við Jófríðarstaði, dags 14. júní 2007 verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997” Bæjarráð í umboði bæjar - stjórnar samþykkir tillöguna með 3 atkvæðum. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Vinstri grænna ítreka athugasemdir sem fram hafa komið í skipulags- og bygg ingar - ráði vegna fyrirhugaðrar íbúðar - bygginar á lóð kaþólsku kirkjunnar á Jófríðarstöðum. Ekki er hægt að fallast á að þótt upplýst sé að kaþólska kirkjan á Íslandi eigi í fjárhagsvanda, að það réttlæti að farið sé í brask með lóðirnar, og hvorki sé tekið tillit til Jófríðar - staðarsvæðisins sem eins af sér - kennum Hafnarfjarðar né þeirra áköfu mótmæla sem nágrannar hafa haft í frammi vegna skipu - lagsins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Fulltrúar Samfylkingar vísa til bókunar fulltrúa sinna í skipulags- og byggingarráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa til bókunar sinnar í bæjar - stjórn. Víðistaðakirkja Helgihald fellur niður í ágúst vegna sumarleyfa. www.vidistadakirkja.is breyta Allt bendir til þess að nýr fjármálastjóri verði ráðinn til Hafnarfjarðarbæjar en nokkuð er síðan að staðan var auglýst. Munu tæplega 20 manns hafa sótt um stöðuna og leitar sviðs - stjóri fjármála- og stjórnsýslu - sviðs álits bæjarráðs á ráðn - ingunni. Þessi sviðsstjóri er bæjar stjórinn Lúðvík Geirsson sem stefnir á að ráða einn um - sækjenda. Sveinn Bragason, fyrrverandi fjármálstjóri sagði upp starfi sínu og hyggst leit á ný mið. Hafnarfjarðarbær: Fjármálastjóri ráðinn í dag? Frá Hvaleyrarholti L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.