Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 9

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði auglýsir upphaf haustannar 2007 Föstudaginn 17. ágúst Starfsmannafundur kl. 10.00 (kaffi frá 9.30). Fundarefni: Veturinn framundan sem og skipulagsvinna og/eða flutningar eftir þörfum. Að loknum kennarafundi verða fundir með nýjum kennurum og umsjónarkennurum nýnema. Mánudagur 20. ágúst Nýnemar komi í skólann á kynningu sem hefst kl. 10.00. Eldri nemendur fá afhentar stundatöflur frá kl. 12.00. Töflubreytingar verða sem hér segir: Mánudag kl. 12.00-15.30. Þriðjudag kl. 9.00-12.00 og 13.00-15.30. Miðvikudag kl. 13.00-15.30. Miðvikudagur 22. ágúst Kl. 8.15 skólasetning. Kl. 9-13.10 kennt skv. hraðtöflu. Fimmtudagur 23.ágúst Kennt skv. stundatöflu. Skólameistari www.flensborg. is Þessa dagana er fyrsti geisla - diskurinn frá laga- og texta - smiðnum Ólafi Sveini Trausta - syni væntanlegur í verslanir. Ólafur er vel kunnur fyrrum frjáls íþróttamaður úr FH og hef - ur verið iðinn við gítarinn. Hann hefur hljóðritað 12 lög en tvö þeirra hafa áður heyrst en hafa ekki verið gefin út á diski áður, það eru lögin „Von“ í flutningi Páls Rósinkranz og lagið „Þú ert vindur“ í flutningi Sigurjóns Brink en það lag varð í öðru sæti í dægurlagakeppni Sauðárkróks árið 2006. Öll lögin eru eftir Ólaf en nokkrir af textunum eru eftir hinn frábæra tónlistarmann Magn ús Þór Sigmundsson og eitt ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Allar upptökur voru í höndum Péturs Hjaltested sem einnig sá um útsetningar. Ólafur fékk góðan hóp til liðs við sig og þeir flytjendur sem koma fram á diskinum eru eftirfarandi: Páll Rósinkranz, Edgar Smári Atlason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Erna Hrönn Ólafs dóttir, Sigurjón Brink, Sara Dís Hjaltested, Tryggvi Karl Valdimarsson, Þuríður Sigur - jóns dóttir, Bergur Ingi Pétursson og svo syngur Ólafur sjálfur eitt lag. Meðal þeirra hljófæraleikara sem koma fram eru Birkir Rafn Gíslason, Guðmundur Pétursson, Ró bert Þórhallsson, Egill Rafns - son, Gunnlaugur Briem, Pétur Hjaltested, Ásgeir Óskarsson auk þess sem Ólafur Sveinn leikur einnig á plötunni. Ólafur Sveinn gefur út geisladisk Hafnfirsk tónlist á leið í verslanir Fyrirtækið Norðurflug hefur sótt um lóð undir þyrluskýli og aðra aðstöðu flugfélagsins í Hafnarfirði og horfa for svars - menn fyrirtækisins til svæðisins á milli álversins í Straumsvík og skolpdælu- og hreinsi stöðvar - inn ar sem nú er í byggingu vest - an við golfvöllinn . Félagið rekur þrjár þyrlur, eina Aero spatiale AS 365N, 10 sæta (eins og TF-Sif sem fórst) Aero - spatiale AS 350B2, 6 sæta og Bell 206B, 5 sæta vél. Er félagið með flugrekstrar leyfi fyrir verkflugi en býst við að fá almennt leyfi til farþega flugs með haustinu. Fyrirtækið sinnir fjöl - breyttum verkefnum allt frá kvik - myndaflugi til flutn inga en þyrla frá félaginu flutti m.a. flug vélina sem nauðlenti í hraun inu vestur af Krýsu víkur vegi. Skv. upplýsingum frá Norður - flugi er félagið tilbúið að byggja upp aðstöðuna á mettíma en félagið á nú flugskýli á Reykjavíkurflugvelli sem ekki dugar starfseminni auk þess sem allt er í óvissu með framtíð flugvallarins. Félagið vill reisa 1500 - 2000 m² flugskýli með skifstofuhluta en reiknað er með að aðflug yrði frá sjó svo engin truflun er af starfseminni. Norðurflug sækir um aðstöðu í Hafnarfirði Vilja byggja þyrluskýli út við Straumsvík L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.