Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Qupperneq 12
Eins og undanfarin ár lauk Snorraverkefninu 2007 í Hafnar - firði 20. júlí s.l. með útskrift 14 þátttakenda ársins. Athöfnin var haldin í Hafnarborg og dvöldu þátttakendur síðustu nóttina fyrir brottför á Hótel Viking. Þetta var níundi hópur ungra Kanada- og Bandaríkjamanna af íslensk um ætttum sem komið hef ur til landsins á vegum verk - efnisins sem hófst árið 1999. Tilgangur þess er að bjóða afkom endum íslenskra land - nema í Vesturheimi á aldrinum 18-28 ára upp á 6 vikna dvöl til að kynnast landi og þjóð og efla tengslin við ættmenni hér á landi. Verkefnið hefst með 2 vikna náms dvöl og kynningu, síðan tekur við 3 vikna dvöl hjá ætt - ingjum einkum á landsbyggðinni og taka ungmennin þátt í hefð - bundnum störfum meðan á þeirri dvöl stendur. Síðasta vikan er svo ferð um landið og er m.a. dval ið 2 daga á Hofsósi við skoð un á sögu landnáms Íslend - inga í vesturheimi og einnig ættfræðigrúsk. Það eru Þjóðræknisfélag Íslend inga og Norræna félagið sem stofnuðu Snorraverkefnið og er það rekið sem sjálfstætt verkefni. Undanfarin 4 ár hefur einnig verið boðið upp á 2 vikna dvöl fólks af íslenskum ættum að vestan sem er orðið eldra en 30 ára og hefur það verkefni sem nefnt er Snorri Plus hlotið mjög góðar viðtekur eins og ung - mennaverkefnið. Verkefnið hefur notið mikillar velvildar og beins stuðnings ríkisstjórnarinnar og einnig hafa nokkur sveitarfélög og fyrirtæki stutt verkefnið. Nú nýverið var undirritaður samningur milli Landsbanka Íslands og Þjóð - ræknisfélagsins þar sem Lands - bankinn gerist aðaðbakhjarl Snorraverkefnisins næstu 5 árin. Almar Grímsson formaður Þjóð ræknisfélagsins er jafnframt for maður stjórnar Snorra verk - efnisins og Ásta Sól Kristjáns - dóttir er verkefnisstjóri. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðargötur, skv. samþykkt bæjarstjórnar 30. maí 2000. Frekari upplýsingar fást í þjónustuveri Hafnarfjaðar, Strandgötu 6, sími 585 5500 og á heimasíðu bæjarins www.hafnarfjordur.is. Umsóknir skulu berast í þjónustuver Hafnarfjarðar fyrir 1. september n.k. Athugið að eldri umsóknir þarf að endurnýja. Framkvæmdasvið Styrkir vegna hljóðvistar 2007 Nú er sólríku og góðu sumri senn lokið en mörgum finnst að þegar kennsla hefst í grunn - skólunum sé komið haust. Haust ið er tími breytinga í lífi okk ar og því fylgir oft ákveðin endur skipulagning á heimilis - lífinu. Þessu geta fylgt aukin fjár útlát og gott að hafa út - sjónarsemi hvað allt um stangið varðar. Eft - ir verslunarmanna - helg ina fara foreldrar gjarn an að huga að undir búningi fyrir skól ann. Skólatöskur eru teknar fram og hug að að inn kaupa - listum. Gott er að at - huga hvort hægt sé að nota skóladótið frá því í fyrra því með smá upplyftingu má oft nýta það sem til er og óþarfi að kaupa allt nýtt. Í júlí byrja auglýsendur að minna okkur á hvað til stendur með auglýsingaherferðum um skóla - fatn að og ýmsar nauðsynlegar skólavörur. En það er að mörgu að hyggja og börnin þurfa svo sannarlega á foreldrum sínum að halda þegar skólinn byrjar. Nú eru þau árinu eldri og ný verk - efni blasa við, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur. Innkaup í tíma Skólar hefjast yfirleitt eftir miðjan ágúst og standa fram í júní en flestir skólar á höfuð - borgar svæðinu verða settir 22. ágúst. Mörgum foreldrum finnst gott að hafa lokið inn - kaup um og undirbúningi fyrir skóla gönguna í tíma en yfirleitt eru birtar upp lýs ingar um það hvenær nem end ur eigi að mæta á heima síðum skólanna. Þar er einnig hægt að nálgast upplýs - ing ar um skrán ingu í matar - áskrift og við veru eftir skóla, inn kaupalista, stundaskrár og skóladagatal. Í einstaka skóla hefst kennsla sama dag og skólasetningin. Handleiðsla foreldra mikilvæg Handleiðsla foreldra er mjög mikilvæg alla skólagönguna og verður seint ofmetin en sér - staklega þarf að huga að 6 ára börn um í skólabyrjun. Sum þess ara barna eiga nú erfiðara með að sofna á kvöld in og foreldrar finna að börnin hafa væntingar, eru jafnvel spennt en sum geta líka verið áhugalítil. Mikilvægt er að for - eldrar undir búi börn sín vel og fylg ist með líð an barna sinna í aðdraganda skól ans. Margir for eldrar finna líka sjálfir fyrir kvíða sem teng - ist skólagöngu barnsins. Hvernig verður stundaskráin? Verður boðið upp á mat í skólanum eða þarf barnið að koma með nesti? Verður bekknum kannski skipt upp? Hvernig verður með heima námið, samskipti við bekkj ar félaga og kennara? Mun barn ið fá kennslu við hæfi, verður boðið upp á stoð þjón - ustu? Hvenær er vetrarfríið? Víða má fá upplýsingar Einnig er gott að skoða hvaða upplýsingar liggja nú fyrir um barnið í skólann og mikilvægt að foreldrar tilkynni skólanum ef um er að ræða breytta hagi hjá barninu eða foreldrum þess. Gott er að fara yfir hvaða að stand end - ur eru skráðir hjá barninu og hvort ný eða breytt símanúmer eru hjá þeim. Sé barnið í stjúp - fjöl skyldu er rétt að taka það fram. Nauðsynlegt er að for - eldrar leiti upplýsinga og fái svör við þeim spurningum sem vakna. Á heimasíðum skóla eða hjá skólariturum er hægt að fá allar upplýsingar um Mentor, viðtalstíma kennara og einnig er þar hægt að leita upplýsinga um foreldraráð, foreldrafélög og hvaðeina er tengist skólagöngu barnsins. Takið þátt Í flestum skólum er boðið upp á skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna og í sumum skólum fyrir foreldra nemenda í öðrum bekkjardeildum líka. For - eldrar eru hvattir til að sækja þessi fróðlegu námskeið. Þar fá þeir kynningu á skólastarfinu, fræðast m.a. um þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum, kynn ast kennurum barnsins og for eldrum bekkjarfélaganna. Sumir skólar hafa foreldraviðtöl í tengslum við skólasetningu þar sem foreldrar geta hitt kennara barnsins strax fyrsta daginn í persónulegu viðtali. Láta for - eldrar mjög vel að því að fá að - gang að kennaranum í skóla - byrjun þar sem hægt er að miðla nauðsynlegum upplýsingum. Við horf foreldra endurspeglast oft í viðhorfi barnanna til skólans því er mikilvægt að foreldrar séu jákvæðir og ræði ekki neikvæðar hliðar skólastarfsins í návist barnanna. Nemendur þurfa að koma að hreinu borði í orðsins fyllstu merkingu og ekki gott að draga fram gamla drauga eða atburði síðasta skólaárs. For - eldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna og leggja sig fram um að skapa börnunum jákvætt og uppbyggilegt náms umhverfi til að þau verði móttækileg fyrir því sem skólinn hefur fram að færa. Foreldrar verum til staðar fyrir börnin okkar, nú sem endranær. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - lands - samtökum foreldra. Skólarnir að byrja Handleiðsla foreldra er mjög mikilvæg Helga Margrét Guðmundsdóttir 14 ungmenni útskrifuðust í Hafnarborg Snorraverkefnið vel heppnað Útskriftarhópurinn ásamt Almari Grímssyni, Ástu Sól Kristjánsdóttur, Marteini Kristjánsson fulltrúi Landsbankans og Úlfi Sigurmundssyni varaformaðnns stjórnar Snorraverkefnisins. L j ó s m . : K r i s t j a n a Þ . Á s g e i r s d ó t t i r Fallegt reyniviðartré á Móabarðinu með fallegum undirgróðri sem losar eigandann við arfahreinsun. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.