Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Jólaþorpið um helgina Það verður fjör og gleði í Jólaþorpinu um helgina. Á laugardaginn 22. desember verður opið frá 12-18 með fjölbreyttum skemmtiatriðum sem byrja klukkan 14. Á sviðinu verður mikið um dýrðir. Hafdís Huld kemur til þess að syngja nokkur lög af nýja diskinum sínum Englar í Ullarsokkum. Leikhópurinn Kraðak sýnir leikþáttinn Piparkökur Dýranna þar sem Mikki refur mætir í smákökubakstur. Jóla - sveinabandið skemmtir ásamt mörgum fleirum. Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi í þessari fjölbreyttu og stórskemmtilegu jóla - dagskrá. Ekki má svo gleyma jólahúsunum sem munum bjóða uppá veitingar og áhugaverða gjafavörur af ýmsu tagi. Á þorláksmessu verður opið til kl. 22. Enda verður frábær dagskrá og ekta jólastemmning. Klukkan 14 verður skemmtidagskrá á jólasviðinu. Kvenna kór Öldutúns syng ur nokkur jólalög, Jaðarleikhúsið kemur og verður með frumlegasta jólaatriði sem að sést hefur og Capri Tríó mun spila. Þar að auki mun Grýla og sveinki mæta á svæðið ásamt fleirri góðum gestum. En dagskráin enda ekki þarna heldur byrjar Jólaganga Hafnafjarðar frá Fríkirkjunni kl 19.30 og endar í Jólaþorpinu kl 20 þegar Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars byrja með eina útijólaballið sem verður á Þorláks messu. Síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg Jólasýning Hafnarborgar var sett upp í endann nóvember sl. en það er sýning á nýjum myn dskreytingum eftir Brian Pilkington úr bók inni, Tryggðartröll (2007), höf undur texta er Steinar Berg. Sýningin stendur út þessa vikuna og er tilvalið að koma með börnin til að skoða þessar vönduðu teikningar. Þá stendur yfir stóra norræna portrett sýningin Portrett nu! þar sem sjá má fjölbreytt úrval portrett mynda eftir norræna höfunda. Báðum sýningunum lýkur 22. des - ember svo nú fer hver að verða síðastur að sjá þessar skemmtilegu sýningar. Síðasti bæjarstjórnarfundur var hinn undar - legasti. Þriðji varamaður Sjálfstæðisflokkins sat sinn fyrsta fund á meðan fyrstu tveir varamenn flokksins sátu heima - eflaust öskuillir. Ekki var það til að lægja öldurnar innan Sjálfstæðis flokks - ins. Annars hefur 6. varamaður Sam fylk ingar setið fund og sumir varamenn Sjálf stæð - isflokksins fengu númerið 10 eins og Geir forðum og sátu oft fundi. Annars hélt ég að tími skítkasts og vinstrigrýlu væri liðinn og Leppa lúði og Grýla hefðu haldið leið sína í jólaþorpið. Nei, varamaðurinn þriðji var óspar á gagnrýni á „vinstra fólkið“ og rifjaði upp löngu liðnar syndir. Taldi hann líka kaffibollann á eigendafundi HS svo áhugaverðan að hans vegna vildi Samfylking og VG halda þar smá hlut. Þetta er bara skítkast og á ekki heima á svona fundum. Sennilega gengur varamanninum allt gott til og er bara ákafur að koma sínum skoðunum á framfæri en svona er leiðinlegt að hlusta á - frá hvaða flokki sem það kemur. Annars voru fleiri ósiðir að brjótast út á fundinum og þingmaðurinn tók með sér framíköllin úr þinginu en baðst reyndar tvívegis afsökunar á því. Fleiri uppákomur voru á fundinum en sem betur fer voru þær á meðan ég mataðist. Árni Sigfússon er greinilega að mála sig út í horn og ósætti og trúnaðarbrestur í samstarfi sveitarfélaganna innan HS hefur orðið þess valdandi að Grindavík, Hafnarjörður og Vogar tóku hönum saman og að nú hafi verið ákveðið að selja nær allan hlut í HS og óska eftir kaupum á hlut í OR. Hvort það sé gáfulegt að fara í fjárfestingar í hlutafélögum skal ég ekki tjá mig um en ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því frá meirihlutanum, önnur en að OR sé gott og traust fyrirtæki annars vegar og hins vegar þá eigum við áfram í HS í gegnum OR og þannig hefðum við kannski litlaputta á dreifikerfinu okkar sem við seldum HS þegar við vorum búin að þurrmjólka og hindra allan framgang Rafveitu Hafnarfjarðar með pólitískum afskiptum. En nú látum við jólin læðast inn í huga okkar og látum pólitískt þras lönd og leið. Hversu gömul sem jólin eru þá höldum við þau í minningu fæðingu frelsarans og látum enga siðmennta þau frá okkur. Við getum hins vegar látið kristilegan kærleika okkar vera í hávegum um jólin og minnst þess að það eru margir með aðrar skoðanir en við sjálf, skoðanir okkur ber að virða þótt þær séu okkur ekki að skapi. Hver og einn getur nýtt þessa hátíð ljóss og friðar á sinn máta og ég óska lesendum öllum hamingju og friðar um jól og á nýju ári. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Helgihald um jól og áramót Aftansöngur aðfangadag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Natalíu Chow. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Fiðla: Martin Frewer Miðnæturguðsþjónusta aðfangadag kl. 23:30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Natalíu Chow. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Natalíu Chow. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Aftansöngur gamlársdag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Natalíu Chow. Einsöngur: Gréta Jónsdóttir, mezzosópran Sóknarprestur og starfsfólk Víðistaðakirkju óska íbúum Víðistaðasóknar og Hafnfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Dansað í Hraunseli föstudaginn 28. desember „Gömlu brýnin“, Sigurður Björgvinsson og félagar leika og syngja frá kl. 20.30 - 24. Mikið fjör og mikið gaman Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar í Hraunseli, Flatahrauni 3 og í síma 555 0142, 555 6142

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.