Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Qupperneq 8

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Qupperneq 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007 Mér detta þessi orð hafnfirska grínar ans Ladda í hug þegar ég hugsa til jólanna þessa dagana. Þegar ég var barn hlakkaði ég mikið til jólanna. Ég minnist þess sérstaklega þegar eplin og appelsínurnar komu í búðirnar og ilm inn af þessum ávöxt um sem þá feng ust aðeins um jólin, lagði um allt. Þá var hlaup ið út í búð að kaupa epli. Og ég hlakk aði til að fá ný spari föt, bók að lesa, kannske eitthvað leik - fang, skauta eða skíði og að fara á jólaball hjá sjó - manna- eða verka lýðsfélaginu þar sem var gengið í kringum jólatré og sung ið og á eftir fékk maður heitt súkkulaði með þeyttum rjóma út í og sætar kökur með. Já randa lín, sem hjá okkur hét lag - kaka, var æðisleg með súkku - laðinu. Og svo var farið í kirkju og einn ig var hlustað á jólamessu í útvarpinu, - hjá þeim sem áttu útvarp. En nú er öldin önnur. Ég er hættur að hlakka til jólanna. Þessi fæðingarhátíð frelsarans, Jesúsar sonar Maríu, sem hét ekki einu sinni Jesús, heldur er líklegt að hann hafi heitið Jesjúa bar Jússuf á móðurmáli sínu Arameisku, og hann var ekki einu sinni fæddur á „jólunum“, heldur frekar í janúar eða febrúar. Jólin eru þúsund ár - um eldri en fæðing Jesúsar, og eru gömul ljósahátíð margra fornra menn ingarsamfélaga, m.a. okkar norræna samfélags. En það er nú önnur saga. Nú á dögum okkar ríka vel - ferðarþjóðfélags hafa flest ir það gott. Jólin eru orðinn við skipta- og lífskjara kapp - hlaups hátíð hjá flest - um. Við borðum „jóla - mat“ allan ársins hring og jólagjafirnar eru utan landsferðir, alls - konar „græjur“ og jafn vel heilu bílarnir. Hjá mér snúast jólin í dag um að senda kveðj ur til vina og ættingja heima og erlendis og styrkja allskonar félög og samtök sem liðsinna þeim sem minna mega sín í þjóð félaginu. Og svo að hitta fjöl skylduna og borða saman góðan mat. Ég vil því skora á alla sem hafa efni á því, og það hafa flestir, að styðja við bakið á þessum sam - tökum hvort sem um er að ræða: Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálp - ræðisherinn, Rauða kross inn, mæðrastyrksnefndir, líknar félög og íþróttafélög og aðra sem sinna slíku starfi, að láta eitthvað af hendi rakna. Gerum okkar til að veita öðrum gleði á jólunum. Verið góð hvort við annað og leitið að jesúbarninu í ykkur sjálf - um. Gleðileg jól! Höfundur er fv. flugumferðastjóri. Jóla hvað? Hermann Þórðarson Íþróttasamband fatlaðra kaus í síðustu viku íþróttakonu og íþróttamann ársins og á hátíð og var kjörinu lýst á Hótel Sögu. Karen Björg Gísladóttir, sund - kona úr Firði var kjörin íþrótta - kona ársins en Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr Nesi í Reykjanesbæ var kjörinn íþróttamaður ársins. Þetta er glæstur árangur hjá Karenu Björgu en hún er fædd 1991 og hefur æft sund undan - farin 6-7 ár hjá íþróttafélaginu Firði. Þar hefur hún tekið mikl - um framförum undir leiðsögn menntaðra þjálfara og er fremsti sundmaður Fjarðar um þessar mundir. „Hún er einstaklega efni leg sundkona sem tekið hefur miklum framförum á undan förnum tveimur árum. Karen Björg, sem keppir í flokki þroska heftra, er í úrvalsliði Íþróttasambands fatlaðra og er eitt allra mesta efni sem komið hefur fram á Íslandi í hennar fötlunarflokki, S 14,“ segir í dómnefndarálitinu. Karen Björg tók þátt í heims - meistaramóti INAS (alþjóða - samtök þroskahamlaðra) sem haldið var í Belgíu í sumar. Þar náði hún þeim stórkostlega árangri að vinna til þriggja brons-verðlauna auk þess sem hún setti tíu Íslandsmet. Sum þessara Íslandsmeta voru frá því árið 1994 og bætti hún sum þeirra verulega en alls setti Karen Björg 15 Íslandsmet á árinu. Karen Björg tók einnig þátt í Norðurlandamóti fatlaðra sem haldið var hér á landi 26.-27. október sl. Þar vann hún til fimm gullverðlauna og varð Norð ur landa meistari í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Framtíð Karenar Bjargar er björt og með markvissum æfing um á hún að geta stefnt á verð launasæti á Heimsmeistara - móti eða Global Games þroska - heftra, sem verða í Tékklandi árið 2009. Karen Björg er núverandi hand hafi Sjómannabikarsins 2007 en hann er veittur stiga - hæsta sundmanni á Nýárssund - móti fatlaðra barna og unglinga. Karen íþróttakona ársins Var einnig kjörin íþróttakona Fjarðar 2007 Karen Ósk Gísladóttir með þjálfurum sínum í Firði, Ólafi Þórarinssyni og Sólveigu Hlín Sigurðardóttur. Við óskum Hafnfirðingum og öðrum viðskiptavinum gleðilegrar jólahátíðar og þökkum viðskiptin á árinu.Fjarð ar pó st ur in n/ © H ön nu na rh ús ið e hf . – 0 71 2

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.