Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008 Ungir nemendur í Víði - staðaskóla höfðu samband við Fjarðarpóstinn og vildu mót - mæla því að reistur yrði hjóla - brettavöllur á Víðistaða svæðinu, á túni sunnan við skól ann. „Við leikum okkur þarna næstum því í öllum frí mínútum, þetta er eina túnið sem við höfum“, segja krakkarnir og eru búnir að hlaða upp varnar girðingu svo gröf - urnar komist ekki inn á túnið en nýlega kom grafa og gerði eina holu og mokaði svo yfir aftur. Einnig hafa krakkarnir áhyggjur af því hávaði verði frá vellinum sem verður steinsteyptur og upp - hitaður að þeirra sögn. Sum þeirra búa rétt við túnið og hafa áhyggjur af því að þarna verði hamast langt fram á kvöld og ljósmengun verði af lýsingu vallarins. Blaðamaður hitti föður eins barnsins og sagði hann að krakkarnir hafi tekið þessi mótmæli alveg upp hjá sjálfum sér og hafi haft samband við bæjarstjóra til að mótmæla þessum áformum. Vekur þetta til umhugsunar hvort óhreyfð grassvæði eða náttúrusvæði eigi í vök að verjast. Börnin vilja halda túninu Vilja ekki hjólabrettagarð á Víðistaðatúnið Krakkarnir höfðu sett upp hindranir svo tæki kæmust ekki inn á túnið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS KYNNINGARFUNDUR Víðistaðasvæðið – breyting á deiliskipulagi Miðvikudaginn 30. apríl kl. 17.30 verður haldinn kynn ingarfundur á tillögu að breyttu deiliskipulagi Víðistaðasvæðisins. (Hjólabrettagarður-þjónustu - hús fyrir tjaldsvæði-strandblak/brennustæði). Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Víðistaðaskóla. Þeir sem telja telja sig hafa hagsmuna að gæta eru hvattir til að mæta á fundinn. Athugasemdarfrestur hefur verið framlengdur til 14. maí nk. og athugasemdum má skila á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eða til skipulags- og bygg - ingar sviðs Hafnarfjarðar Strandgötu 6. Skrúðgangan frá Hafnarfjarðarkirkju Skátamessan í Hafnar - fjarðarkikja Skátamessan verður í Hafn - ar fjarðarkirkju kl. 13, ekki í Víði staða kirkju eins og auglýst er hér til hægri í prentaðri útgáfu blaðsins. Skrúðgangan fer frá Hafnar - fjarðarkirkju kl. 13.45 og geng - ið verður upp Lækjargötu, Sól - vangsveg, Álfaskeið, Arn ar - hraun, niður Reykjavíkurveg og inn Strandgötu að Thors - plani. Skrúðganga frá Hafnarfjarðar - kirkju kl. 13.45www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudagurinn 27. apríl Sunnudagaskóli kl. 11 Gleði með börnum á öllum aldri Æðruleysismessa kl. 20 Fluttur verður vitnisburður og Fríkirkjubandið leiðir söng. Kaffi í safnaðar heimilinu á eftir. Allir velkomnir Á laugardaginn kl. þrjú verða þrjár sýningar opnaðar í Hafnar - borg. Þar verður í aðalsal yfir - litssýning á verkum Einars Más Guðvarðarsonar myndhöggvara sem lést 2003, tæplega fimmtug - ur. Í Sverrissal sýnir systir Ein - ars, leirlistakonan Jóna Guð - varð ardóttir en í Apótekinu verð - ur sýning dóttur hennar, Hildar Ýrar Jónsdóttur, sem hefur nýlega lokið listnámi í Hollandi og sýnir skúlptúr og skartgripi. Þetta er sextánda sérsýningin á verkum Einars og sautjánda einkasýning Jónu en Hildur opnar nú sína fyrstu einka - sýningu. Jafnframt verður gefin út bók um höggmyndalist Einars með textum eftir Jón Proppé og Halldór Ásgeirsson. Þrjár sýningar opnaðar í Hafnarborg Einar Már, systir hans og dóttir hennar sýna Þriðjudaginn 22. apríl kl. 10 verður umferðardagur haldinn á Strandgötunni fyrir alla lífs - leikni nema í Flens borgar skól an - um og Iðnskólanum í Hafnar - firði. Sviðsett verður bílslys á Thors - plani og starfsmenn slökkvi - liðsins klippa op á bílinn og bjarga viðkomandi ökumanni. Nem ar prófa ölvunargleraugu, árekstrar sleða og veltibíl. Full - trúar frá Slökkviliðinu, Rauða krossinum, Lögreglunni og Sjóvá forvarnahúsi ræða auk þess við nemendur um viðbrögð á slysstað, ábyrgan akstur og fleira. Umferðardagur á Strandgötunni Hvernig er góður bílstjóri og hvað þarf hann að kunna? Deiliskipulagstillagan sem kynnt verður í sal Setbergsskóla miðvikudaginn 30. apríl kl. 17.30. HILDUR E I N A R M Á R

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.