Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Miðvikudagur 23. apríl 2008 Sumardagurinn fyrsti Dagskrá Sumarið heilsar Hafnfi rðingum uppfullt af skemmtilegum uppákomum. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Að auki mun bærinn klæðast hátíðarbúningi í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sínu, afmælisfánar verða dregnir að húni og sett verða upp glæsileg bæjarmarkaskilti. Kynnið ykkur dagskrána og heilsið sumrinu og bæjarbúum í sumarskapi. Dagskráin er einnig á www.hafnarfjordur.is Góða skemmtun! 11:00 12:00 13:00 14:00 15:00 20:30 10:00 10:00 Gönguferð á Helgafell með Ferðafélagi Íslands. Skemmtileg fjölskylduganga með fróðleik um jarðfræði og sögu. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Lagt af stað frá Kaldárseli kl. 10.30. Einkabílar. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. 11:00 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursfl okkum – yngst fyrir sex ára og yngri. Allir keppendur fá verðlaunapening og sigurvegarar fl okka fá bikara. 11:00 – 21:00 Byggðarsafn Hafnarfjarðar. 16.00 – Lifandi leiðsögn um safnið. 20:00 – Sigurbjörg Karlsdóttir sagnaþulur og leiðsögu maður bregður upp mynd af höfuðborg álfa á Íslandi – Hafnarfi rði. Enginn aðgangseyrir. 12:00 – 16:00 Opið hús í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Kynning á ferðaþjónustu og afþreyingar möguleikum. Kíkið í kaffi og kleinur. 12:00 – 18:00 Opið hús hjá Víkingahringnum, lista- og menningarmiðstöðinni í Straumi. 13:00 Skátamessa í Hafnarfjarðarkirkju. 13:00 – 17:00 Fjölbreytt dagskrá hjá Íshestum. Teymt frítt undir börnum, gæludýra- og smalakeppni ásamt klukkutíma reiðferð á einungis 1.500 krónur. 13:45 Skrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju að Thorsplani. 14:00 Söguganga Jónatans Garðarssonar um miðbæ Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað frá Þjónustuverinu að Strandgötu 6. Þátttaka ókeypis. 14:15 – 16:00 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón Hraunbúa, skátafélags Hafnarfjarðar. Fjölbreytt og fjölskylduvæn skemmtidagskrá, m. a. Dýrin í Hálsaskógi. Reistar verða skátabúðir og allir geta tekið þátt í leik og þraut. 15:00 – 17:00 Fjölbreytt víkingadagskrá við Fjörukrána, Strandgötu 55. Víkingafélagið Rimmugýgur býður upp á bardagasýningar klukkan 15:30 og 16:30. Kakó og vöffl ur hjá Fjörukránni á 500 kr. 15:00 – 17:00 Krýsuvíkurferð. Rútuferð til Krýsuvíkur frá verslunarmiðstöðinni Firði. Sigrún Jónsdóttir Franklín, leiðsögumaður mun segja frá náttúru og jarðfræði svæðisins og rifja upp sögur og sagnir úr Krýsuvík. 20:30 Bubbi Mortens. Tónleikar í Bæjarbíói. Miðasala fer fram á midi.is og við innganginn. Hafnarfjarðar og Suðurbæjar laug. Opið er í Sundhöll Hafnarfjarðar frá kl. 8 – 12 og í Suðurbæjarlaug frá kl. 8 – 17:30.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.