Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 15
Úrslit: Handbolti Karlar: Þróttur - Haukar 2: 23-25 Selfoss - FH: 42-32 Stjarnan - Haukar: 28-28 Konur: Haukar - Grótta: 25-23 Fótbolti Bikarkeppni karla: Fram - FH: 12-1 ÍH - Víðir: 0-5 Bikarkeppni kvenna: GRV - FH: 3-4 Næstu leikir: Handbolti 25. apríl kl. 19, Kaplakriki FH - Grótta (1. deild karla) 25. apríl kl. 19, Ásvellir Haukar 2 - Selfoss (1. deild karla) 26. apríl kl. 16, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsd. kv.) 26. apríl kl. 16, Hlíðarendi Valur - Haukar (úrvalsd. kv.) 27. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Afurelding (úrvalsdeild karla) www.fjardarposturinn.is 15Miðvikudagur 23. apríl 2008 Íþróttir Auglýsingasíminn er 565 3066 Aðalfundur og fræðslufundur þriðjudaginn 29. apríl kl. 20 Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar og fræðslufundar í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 20.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ásgeir Theódórs meltingarlæknir ræðir um stöðu mála í leitinni að ristilkrabbameini. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Til eigenda og ábyrgðarmanna lausamuna á hafnarsvæðum Hafnarfjarðarhafnar Hafnarfjörð til fyrirmyndar Til athugunar með hækkandi sól: Vinsamlegast fjarlægið lausamuni af hafnar - svæðum Hafnarfjarðarhafnar sem eru á víð og dreif um hafnarsvæðin sem fyrst og ekki síðar en 17. maí nk. Sé þessum tilmælum ekki sinnt, verða viðkom - andi munir fjarlæðir og fargað á ábyrgð og kostnað eigenda og/eða umráðamanna. Látum hendur standa fram úr ermum og höfum Hafnarfjörð til fyrirmyndar. Hafnarstjóri © H ön nu na rh ús ið e hf . – 0 70 5 FH strákarnir bestir Úrslit Íslandsmóts í 4. flokki í handbolta fór fram hér í bæ um helgina. Í karlaflokki sigruðu FH-ingar lið KA í hörkuleik, 22- 21 eftir mjög jafnan leik þar sem FH-ingar náðu yfirhöndinni undir lok leiksins en KA liðið barðist til síðustu mínútu og munaði aðeins einu marki í lokin. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu og var þéttskipaður bekkurinn og stemmningin ótrú - leg. Haukar enduðu í 4. sæti eftir eins marks tap fyrir Þór eftir að hafa verið 2 mörkum yfir í hálfleik. Haukastelpurnar bestar Úrslitaleikurinn í 4. flokki kvenna var hafnfirskur kapp - leikur eins og hann gerist best og tóku Haukar á móti FH á Ás - völlum. Leikurinn var mjög jafn og var jafnt í hálfleik 11-11. Hauk arnir áttu oftast frum kvæð - ið en komust aldrei langt frá FH- stúlkunum. Leiknum lauk svo með sigri Hauka, 22-20. Glæsilegur árangur hafnfirsku liðanna, FH með gull og silfur og Haukar með gull og fjórða sæti. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu handbolta - krökkum í framtíðinni. Hafnfirðingar bestir í 4. flokki FH Íslandsmeistarar í karlaflokki og Haukar Íslandsmeistarar í kvennaflokki í handbolta Íslandsmeistarar Hauka með þjálfurum sínum, Ægi Sigurgeirssyni og Díönu Guðjónsdóttur. Íslandsmeistarar FH með þjálfara sínum Einari Andra Einarssyni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.