Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008
Reynsla undanfarinna 6 ára
meirihlutastjórnar Samfylkingar
er merkileg fyrir margra hluta
sakir. Þeir lögðu upp með mikinn
fagurgala um að vinna í samráði
og sátt og stunda „samræðu póli -
tík“. Með árunum hef ur
þetta reynst sífellt
marklausara enda hef ur
pólitísk forysta Lúð -
víks Geirssonar og
Gunn ars Svavarssonar
mót ast af því að keyra í
gegn ákvarðanir nema
þegar þeir sjá fram á að
mál verði um deild
meðal almenn ings. Þá
er ann að tveggja að
reyna að ná stuðningi minni hlut -
ans í bæjarstjórn eða ef það tekst
ekki að firra sig pólitískri ábyrgð
og fresta málum eða senda í
íbúakosningu.
Þeir samfylkingarmenn hafa
líka með markvissum áróðri reynt
að telja bæjarbúum trú um að
fjármálastjórn þeirra sé með
eindæmum góð. En tölur tala sínu
máli og staðreyndin er að rekstur
bæjarsjóðs stendur tæpt þrátt fyrir
að útsvar sé í hámarki og aðrir
skattar og álögur mun hærri en hjá
nágrannasveiitarfélögum. Þá eru
skuldir bæjarins sífellt að aukast
og í fersku minni nýleg 3
milljarða lántaka sem var þvert
ofan í skýr fyrirheit um enga
lántöku á þessu ári.
Nú er merkjanleg mikil tauga -
veikl un hjá Samfylkingunni
vegna óljósrar stöðu um sölu á
eign ar hlut Hafnarfjarðarbæjar í
Hita veitu Suðurnesja til Orku -
veitu Reykjavíkur. Bæjar full -
trúinn Guðmundur Rúnar Árna -
son skrifar í Fjarðarpóstinn 17.
apríl s.l., grein þar sem hann reyn -
ir að telja sjálfum sér og öðrum
trú um að ákvarðanafælni bæjar -
fulltrúa Samfylkingarinnar sem
glöggt kom fram í þessu máli hafi
verið vegna „öflunar gagna og út -
reikninga“.
Þetta er hreinn fyrirsláttur því
að málið lá alveg ljóst fyrir í júlí
2007 þegar bæjarráð, í umboði
bæjarstjórnar, þurfti undir miklu
álagi að vinna úr þeirri
flóknu stöðu sem var
vegna kaupa Geysir
Green Energy (GGE) á
eignarhluta ríkisins.
Það reyndi þá sannar -
lega á að samstaða
væri í bæjarráði. Bæj -
ar fulltrúar Sjálf stæð is -
flokksins lögðu sig
fram í þessu máli með
hags muni bæjarins að
leiðarljósi.
Það lá skýrt fyrir í júlí s.l. og
þurfti ekki frekar vitnanna við er
eigna hlutur ríkisins var seldur á
um tvöföldu yfirverði og þegar
upp var staðið hafði Hafnar fjarð -
arbæ borist tilboð bæði frá GGE
og Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
sem var enn hærra en tilboðsverð
GGE í ríkishlutinn. Eftir þessa
orrahríð skildu hins vegar leiðir
þar sem bæjarfulltrúar Sjálf stæð -
isflokksins lögðu fram tillögu í
byrjun september 2007, á fyrsta
fundi bæjarstjórnar eftir sumar -
leyfi, um að selja hlutinn strax og
greiða niður erlendar skuldir.
Samfylkingin valdi hins vegar
að velkja málinu áfram vegna
innbyrðis ósættis og skorts
bæjarfulltrúanna á pólitísku
hugrekki. Nú reynir svo málsvari
þeirra að varpa ábyrgðinni á
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og
biður okkur að leysa málið með
því að beina kröftum að nýjum
meirihluta í Reykjavík.
Ætli þeim hefði ekki verið nær
að ljúka því máli í 100 daga borg -
arstjóratíð Dags Eggerts sonar í
vinstri meirihlutanum.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingin ráðalausa
Almar
Grímsson
Dagur umhverfisins á Íslandi
er haldinn 25. apríl ár hvert. Í ár
er dagurinn tileinkaður vist væn -
um lífstíl. Vistvænn lífstíll felur í
sér að við tökum meðvitaðar
ákvarð anir um að draga úr áhrif -
um af daglegum athöfnum okkar
á umhverfið. Vistvænn lífstíll
kall ar ekki á að við
um byltum lífi okkar.
Reynd in er að oft eru
breyt ingarnar litlar og
svo sannarlega á færi
okk ar allra.
Vistvænar vörur og
þjónusta
Af hverju kaupum
við eina vöru en ekki
aðra? Það eru margar
ástæð ur sem liggja að
baki vali á vöru, m.a. reynsla okk -
ar af henni, ímynd vörunnar,
auglýsingar og fleiri atriði. En er
ekki kominn tími til að við velj um
vöru út frá áhrifum hennar á
umhverfið? Framleiðsla, neysla
og förgun vöru hefur margháttuð
áhrif á umhverfið og má nefna
orkunotkun við framleiðslu,
flutning og endurvinnslu eða
eyð ingu, val og magn á umbúð -
um, framleiðslustaður o.fl.
Til að aðstoða okkur við að
velja vistvænar vörur hafa verið
búin til svokölluð umhverfis -
merki. Þau eru reyndar til fjölda
mörg en mörg þeirra hafa ekki
mikið á bak við sig. Norræna um -
hverfismerkið Svanurinn og
Blóm ið, umhverfismerki Ev rópu -
sambandsins eru hins vegar dæmi
um merki sem hafa á bak við sig
strangar kröfur um að dregið skuli
úr neikvæðum áhrif um á
umhverfið í öllu lífs ferli vör unn -
ar, þ.e. framleiðslu, neyslu og
förgun hennar. Merkin
eru neytendum til
leið beiningar og auð -
velda okkur að velja
vörur sem skaða um -
hverfið minna um leið
og við sendum fram -
leið end um og versl un -
ar eig endum skilaboð
um að okkar val sé
vist vænt. Upplýsingar
um um hverfismerki
og vistvænar vörur má finna á
heimasíðu Umhverfis stofnunar
www.ust.is/ Um hverf is merki og
síðunni www.natt ura.is.
Samgöngur
Ljóst er að samgöngur hafa
neikvæð áhrif á umhverfi okkar
vegna meng un -
ar en sam göng -
ur eru bráð -
nauð synlegar svo hvað gerum
við þá? Við skoðum hvaða
valkosti við höfum og velj um
þann sem bestur er fyrir um -
hverf ið og okkur. Stuttar bíl ferðir
hafa hlutfallslega meiri meng -
andi áhrif þar sem kaldur bíll
meng ar meira en heitur. En í
stutt um ferðum höfum við ein -
mitt flesta valkosti um ferða -
máta. Ganga og hjólreiðar eru
augljósir valkostir á móti bílferð
þegar um stuttar vegalengdir er
að ræða. Ekki eru við einungis
að gera umhverfinu gott með því
að draga úr út blæstri heldur
gerum við sjálfum okkur einnig
gott með hreyf ingunni.
Sýningin Vistvænn lífstíll
Á degi umhverfisins verður
opnuð sýning um vistvænan
lífstíl í Perlunni. Þar kynna fyrir -
tæki vistvænar vörur og þjónustu
og leiðbeina okkur um það
hvern ig við getum gert okkar
lífstíl vistvænni með breytingum
sem koma á óvart vegna þess
hve einfaldar og átakalausar þær
eru. Sýningin er í Perlunni og er
opin föstudaginn 25. apríl frá kl.
14-17 og laugardaginn 26. apríl
frá kl. 11-17. Ég skora á Hafn -
firðinga að fá sér góðan hjólatúr
í Perluna og skoða úrval vist -
vænnar vöru og þjónustu.
Höfundur er verkefnisstjóri
Staðardagskrár 21 hjá
Hafnarfjarðarbæ.
Dagur umhverfisins
– vistvænn lífstíll
Guðjón Ingi
Eggertsson
www.hafnarfjardarkirkja.is
Vorferðalag sunnudagaskólans
sunnudaginn 27. apríl
Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju með rútum kl. 11
Sunnudagaskólahátíð í Skálholtsdómkirkju kl. 12
Pizzuveisla í Skálholtsskóla kl. 13
Heimkoma ca. kl. 15.
Leiðsögumaður: sr. Þórhallur Heimisson
Allir leiðtogar sunnudagaskólans taka þátt
Óli Ársæls, Dindill nr. 1,
flautaði á sína menn sl. fimmtu -
dag til að renna fyrstu ferðina í
Vog ana. Dindlarnir eru hópur
eðalmótorhjólamanna frá Hafn ar -
firði og nágrenni, sem hafa hjólað
saman í mörg ár, sumir síðan á
skellinöðruárunum. Dindl arnir
hafa að leiðarljósi að fara varlega
og hafa öryggið með í ferðum.
Til að gerast Dindill þarf við -
komandi að vera reiðubúinn að
hlíta öryggismálum Dindlana og
vera jákvæður. Áhugasamt hjóla -
fólk er velkomið í Dindlana að
sögn Óla Ársæls og geta þeir haft
samband í síma 893 3016 og
komið strax með í næstu ferð.
Dindlarnir mættir á
vélfákunum
Nokkrir Dindlanna sem héldu suður í Voga sl. fimmtudag.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n