Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Miðvikudagur 23. apríl 2008 HUGMYNDASAMKEPPNI MEÐAL BÆJARBÚA Í HAFNARFIRÐI HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ ÓLA RUN TÚNIÐ EIGI AÐ VERA? S V Æ Ð IÐ V E R Ð LA U N IN S A M K E P P N IN Samkeppnin er opin hugmyndasamkeppni meðal bæjarbúa í Hafnarfi rði. Markmið samkeppninnar er að kalla fram hugmyndaauðgi bæjarbúa og fá fram sem fjölbreyttastar hugmyndir um notkun á Óla Run túninu – hugmyndir sem veita innblástur til frekara skipulags svæðisins. Ekki er til staðlað innsendingarform. Hugmyndunum skal skilað á því formi sem þátttakendur kjósa og þeir telja að þjóni hugmyndinni sem best. Innsendingar skulu merktar með dulnefni. Nafn þátttakanda ásamt heimilisfangi og símanúmeri og/eða netfangi, skal fylgja með í lokuðu umslagi sem merkt er dulnefninu. Allar innsendingar verða ljósmyndaðar og sýndar á nýjum þjónustuvef fyrir Hafnfi rðinga, Íbúagáttinni. Allar innsendingar verða sýndar undir nafni þátttakanda. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár athyglisverðustu hugmyndirnar sem hér segir: 1. verðlaun: 100.000 kr. 2. verðlaun: 50.000 kr. 3. verðlaun: 25.000 kr. Að auki verða veitt verðlaun sem koma á óvart fyrir óvenjulegustu hugmyndina. Svæðið er skilgreint sem opið svæði –„grænt svæði“. Það á að nýtast öllum bæjarbúum, ungum sem öldnum, og vera Hafnarfi rði til sóma. NOKKUR ATRIÐI UM SAMKEPPNINA Sendu okkur teikningu, ljóð, sögur, sendibréf, líkan, útsaum, leirmynd, tréskurð, myndband, ljósmynd, frumsamið lag – hvaðeina sem lýsir þinni hugmynd um það hvernig Óla Run tún eigi að vera. VERÐLAUN Verðlaun verða veitt fyrir þrjár athyglisverðustu hugmyndirnar, svo og óvenjulegustu hugmyndina. ÖLLUM ER HEIMIL ÞÁTTTAKA Hugmyndasamkeppnin er opin öllum íbúum Hafnarfjarðar – á öllum aldri. Ekki eru gerðar kröfur um þekkingu á skipulagi eða landslagshönnun. VEFSÝNING Á INNSENDINGUM Haldin verður sýning á innsendum hugmyndum á nýjum þjónustuvef fyrir Hafnfi rðinga, Íbúagáttinni. Allar innsendingar verða sýndar undir nafni þátttakenda. Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má fi nna á www.hafnarfjordur.is Hugmyndum skal skilað í síðasta lagi 20. maí 2008 í Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfi rði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.