Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Miðvikudagur 23. apríl 2008 Léttkaup ehf. opnaði sjöttu Europrisverslun sína sl. laugar - dag er ný verslun var opnuð að Tjarnarvöllum 11. Það er ekki hægt að segja annað en að Hafn - firðingar hafi tekið þessari nýju verslun vel því strax við opnun - ina fylltist verslunin og á sjötta þúsund manns komu í verslunina nú um helgina. Matthías Sig - urðs son, einn eig enda var að vonum ánægður með viðtök - urnar sem hann sagði enn betri en við opnun hinna verslan anna og mun betri en hann hafði hafði þorað að vona. Verslunin er á 1400 m² svæði og vöruúrvalið er geysilegt, allt frá björgunarvestum til raftækja fyrir heimilið og allt þar á milli. Þarna má finna garðhúsgögn, fatn að og skó, verkfæri, hrein - lætis vörur, þurrmat, sælgæti, nagla og skrúfur, bönd o.s.frv. Virtust Hafnfirðingar mjög ánægðir með að fá slíka verslun í bæ inn og var ekki annað að sjá en að fólki vanhagaði um ýmis - legt stórt og smátt ef marka mátti snöggt yfirlit yfir körfurnar við kassann. Reyndar var aðsóknin svo mikil að sækja þurfti fleiri innkaupakerrur á fyrstu klukku - stundunum. Aðspurður sagði Matt hías yfir 90% af öllum vör - um vera fluttar beint inn til að tryggja sem best vöruverð en viðskiptavinir eiga að geta gert mjög hagstæð innkaup í Europris Verslunarstjóri í þessari nýju búð er Gumundur Ás Birgisson. Bæjarbúar tóku vel á móti nýrri Europris verslun Yfir 5 þúsund manns komu í verslunina fyrstu helgina Verslunin fylltist á augabragði svo það var mikið að gera á kössunum. Þau voru kampakát eftir helgina, f.v. Guðmundur Ás Birgisson, verslunarstjori og eigendurnir Davíð Matthíasson, Leifur Einar Arason, Matthías Sigurðsson og Selma Skúladóttir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Europris verslunin við Tjarnar - velli þar sem bílastæði eru næg. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.