Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 6
Þriðja Landsbankamót Hesta - mannafélagsins Sörla var haldið um helgina á Sörlastöðum. Þátttaka var mikil og var keppt í tíu flokkum barna og fullorð - inna. Knaparnir léku við hvern sinn fingur og hestarnir við hvurn sinn fót enda var hestakostur mikill. Dagur Brynjólfsson, áhuga - ljósmyndari var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir. 6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008 Síðasta vetrardag, 23. apríl kl. 20 að Flatahrauni 29 Lokahóf Stangaveiðifélagsins Nú er komið að því að enda veturinn með stæl, Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Dr. Jónas kemur í heimsókn með kynningu á alþekktum flugum sínum ásamt fyrirlestri um sleppingu stórlaxa. Einnig verður happadrættið á sínum stað með glæsilegum vinningum. Hvetjum veiðimenn og konur til þess að mæta! Húsið opnað kl. 20 — Frítt inn! Stangaveiðifélag Hafnarfjarðarwww.svh.is Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði Í sumar verður farið á Vesturland 20. - 24. ágúst Kynningar- og skráningarfundur verður í Álfafelli, Íþróttahúsinu Strandgötu mánudaginn 28. apríl kl. 20.30 Athugið Við ætlum líka að hafa þetta myndakvöld og eru þær konur sem eiga myndir úr fyrri ferðum beðnar um að koma með þær á kynningarfundinn. Rétt til þess að sækja um þessa ferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Orlofsnefndin Ilmurinn sem barst úr þremur kennslu eldhúsum Mennta skól - ans í Kópavogi rétt upp úr klukk - an ellefu á laugardaginn var magnaður. Keppendur frá 16 grunn skólum söxuðu, steiktu, hrærðu og bökuðu og báru svo fram lystilega eldaða og fram - reidda rétti. Niðurstaða dómnefndar var að rétturinn „Á brokki“, hrossalund með humarhölum, sem Aðal - steinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir og Björg Jósepsdóttir elduðu væri sá lang besti. Þau koma úr Hval eyrar - skóla í Hafnarfirði og munu ásamt kennara sínum, Helgu Gunnarsdóttur fara í sælkeraferð til London í lok maí. Ferðin er gefin af styrktaraðilum keppn - innar, Hagkaupum, Innnes og Flugleiðum. Þau fengu líka eign - ar bikar og farandbikar til varð - veislu í ár eða þar til keppnin verður haldin að nýju og nýr skóli tekur við titlinum grunn - skólameistari Íslands í mat - reiðslu. Hamraskóli varð í öðru sæti með réttinn „lostæti hrepp stjór - ans“, innbakaða nautalund með parmaskinku. Í þriðja sæti með „grillaðan hlýra með tómatsultu og hvítlaukskremi“ varð svo Engjaskóli. Heilbrigðisráðherra sagði við afhendingu verðlauna að það væri gaman að sjá að réttirnir sem krakkarnir elduðu væru ekki bara glæsilegir og girnilegir heldur líka hollir. Myndir frá keppninni má sjá á www.kokkakeppni.is Hrossalund með humarhölum Hvaleyrarskóli sigraði í Kokkakeppni grunnskólanna Helga Gunnarsdóttir, kennari ásamt sigurliðinu, þeim Björgu Jósepsdóttur, Aðal steini Bjarna Sigurðssyni og Ágústu Sólveigu Sigurðardóttur. Fyrirtækið P. Ólafsson hefur flutt sig af Trönuhrauninu í stærra húsnæði að Bæjarhrauni 8 og hefur um leið skipt um nafn og heitir nú Altis ehf. en stofnand inn, Páll Ólafsson hefur selt allan hlut sinn í fyrirtækinu. Í dag eru eigendurnir þrír, Theo - dór Sigurðsson, fram kvæmda - stjóri, Einar Sigurðsson og Jóhannes Guðmundsson. Altis selur tæki, áhöld og leik - föng fyrir íþróttahús og leikskóla auk þess heilsuræktarvöur, spil, útileiktæki, íþróttavörur, púls - mæla og fl. en þarna má finna fjölbreytt úrval leiktækja tilvalin í sumarbústaðinn. P. Ólafsson verður Altis og flytur á Bæjarhraunið Stærri verslun með enn meira úrval Einar Sigurðsson og Theodór Sigurðsson brosmildir við opnunina. Glæsilegt Landsbankamót Sörla Haldið í blíðskaparveðri á Sörlastöðum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.