Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Blaðsíða 2
Skátamessa í Hafnarfjarðar - kirkju og skrúðganga Skátamessa verður í Hafnar fjarðar - kirkju á sumardaginn fyrsta kl. 13. Prestur er sr. Þórhallur Heim is son og ræðumaður er skátinn Gunnar Svav - ars son, þingmaður og bæjar fulltrúi. Skrúðganga undir forystu Skáta - félagsins Hraunbúa verður frá Hafnar - fjarðarkirkju kl. 13.45. Gengið upp Lækjargötu, Sólvangsveg, vestur Álfaskeið, Arnarhraun, niður Reykja - víkur veg, Strandgötu og að Thors plani þar sem verður vegleg dagskrá í umsjón skátafélagsins, kassaklifur, andlitsmálun, sumarleikir og fl. Kaffisala, kleinur og fl. kl. 14.15 spila félagar úr Lúðrasveitinni kl. 14.30 syngja nemendur Sönglistar og dansa. Kl. 14.40 dansa nemendur Listdansskóla Hafnarfjarðar atriði úr Mary Poppins. Kl. 14.50: Dýrin í Hálsaskógi. Kl. 15.10 Pollaönk og kl. 15.30 leikur hljómsveitin Vichy Pollard. Víðavangshlaup kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar verður að venju á sumardaginn fyrsta og er í umsjón FH. Það hefst kl. 11 en keppt er í 7 flokkum, sá yngsti er fyrir 6 ára og yngri. Sænsk og spænsk í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands spænsku dans - myndina Flamenco (1995) eftir Carlos Saura. Myndin sýnir 13 mis - munandi flam enco dansa án nokkurra truflana frá flóknum hreyf ingum myndavélar eða sögu þræði. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd ítalska kvikmyndin Umberto D frá 1952 í leikstjórn Vittorio de Sica. Myndin er ein af þekktari kvikmyndum ítölsku nýraunsæisstefnunnar, við - fangsefnið enda mjög í hennar anda. Ellilífeyrisþeginn Umberto Domenico Ferrari er einstæðingur sem berst fyrir lífi sínu í köldu umhverfi stór borgar - innar á vályndum tímum eftir stríðs - áranna. Hafnarfjarðarmeistaramót í sundi í Sundhöllinni Bæjarbúum er boðið að koma og horfa á sundmenn SH keppa í Hafnarfjarðarmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Sundhöll Hafnarfjarðar á laugardaginn og hefst keppni kl. 9 og stendur fram eftir degi. Rafn Hafnfjörð sýnir ljósmyndir í Start Art Hafnfirski ljósmyndarinn með rammhafnfirska nafnið, Rafn Hafnfjörð sýnir ljósmyndir í listamannahúsinu Start art á Laugavegi 12b í Reykjavík. Sýningin ber nafnið Dverghamrar og er þar að geyma ljósmyndir frá Dverghömrum á Síðu. Rafn fæddist í Hafnarfirði 1928 og ólst upp við Hamarinn sem var hans griðarstaður og töfraheimur og hefur síðan heillast af náttúrunni. Víðistaðatún – deiliskipulag kynningarfundur Miðvikudaginn 30. apríl kl. 17.30 verður haldinn kynn ingarfundur á tillögu að breyttu deiliskipulagi Víði - staðasvæðisins þar sem gert er ráð fyrir hjólabrettagarði, þjónustu húsi fyrir tjaldsvæði, svæði fyirr strandblak og brennustæði. Fundurinn verður haldinn í fyrir lestra - sal Víðistaðaskóla. 2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er sumar að ganga í garð. Bæjarbúar fjöl - menna í skrúðgöngu um götur bæjarins, skemmti - legur siður þó ég sakni íbúanna á hliðarlínunum með kökur og nammi til að bjóða krökkunum í göngunni. Kannski það komi seinna. En nú erum við í vondum málum með hlut okk - ar í Hitaveitu Suðurnesja - eða hvað? Alla vega mun Orkuveita Reykjavíkur eiga erfitt með að kaupa hlutinn eftir úrskurð Samkeppnis stofn unar og enn höfum við ekki fengið neitt ann að tilboð svo við verðum bara að gráta vaxtatapið. Það er greini lega málið að hrökkva eða stökkva í pólitík. Hvenær verður Reykjanesbrautin færð og tvöfölduð við álverið? Ekki alveg strax ef marka má fréttir frá Vegagerðinni. Þar telja menn óvissu um hver eigi að bera kostnaðinn við færsluna þar sem íbúar samþykktu ekki álversstækkun. Lúðvík bæjarstjóri sagði í samtali að búið sé að samþykkja aðalskipulag sem geri ráð fyrir nýrri staðsetningu svo ekki sé eftir neinu að bíða en nefnir ekki hvort átök séu um kostnaðarskiptingu. Það er annars ótrúlegt hvað við hér í bæ höfum verið ósamstíga í óskum okkar um afdrif Reykjanes braut - arinnar. Enn tala menn um ofanbyggðaveg sem verður ósköp lítið ofan byggða og verður brátt jafn umdeildur og Reykjanesbrautin. Það þarf alltaf að gera ráð fyrir að stofnæðir fái aukna nýtingu og því þarf að gera ráðstafanir strax. Við viljum komast greiðlega til og frá vinnu og þrengingar á stofnæðum hjálpa okkur ekki við það. Það þarf að fórna plássi og kosta mótvægisaðgerðir til þess að hægt sé að koma fyrir mislægum gatnamótum í stað hringtorga sem eru ekki alls staðar heppileg. Spáð er góðu sumri. Tökum fram hjólin og hjálmana og hjólum eða göngum eins mikið og við getum. Gleðilegt sumar! Guðni Gíslason www.hafnarfjardarkirkja.is 24. apríl - Sumardagurinn fyrsti: Skátaguðsþjónusta kl. 13 Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Ræðumaður: Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi og þingmaður Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Skátar leiða söng Sunnudagurinn 27. apríl, Bænadagur Þjóðkirkjunnar: Messa kl. 11 Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkjuna Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur Veisla eldri fermingarbarna í Hásölum Víðistaðakirkja Sumardaginn fyrsta, 24. apríl Blómamessa kl. 13 á sumardaginn fyrsta kl. 13.00 Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Organisti: Arngerður María Árnadóttir. Ferming fer fram í messunni. Sunnudagurinn 27. apríl Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fjölbreytt stund fyrir alla fjölskylduna www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Pípulagnir Kristófér Íslandsmeistari Kristófer Þorgeirsson frá Iðn - skólanum í Hafnarfirði varð Íslandsmeistari í pípulögnum á Íslandsmóti í iðngreinum sem fram fór í Laugardalslaug. Alls var keppt í 13 iðngreinum auk þess sem fleiri greinar voru kynntar. Norðurlandameistari í pípu - lögnum 2007, Árni Már Heimis - son afhenti verðlaunin. Alcan tekur upp merki Rio Tinto Alcan Verksmiðjuheitið áfram ÍSAL Alcan á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, mun fram - vegis starfa undir merkjum Rio Tinto Alcan. Íslenska fyrirtækið heitir enn Alcan á Íslandi hf. og verksmiðjuheitið innan Rio Tinto Alcan samsteypunnar er áfram ISAL. Rio Tinto er alþjóðlegt leiðandi námafélag sem keypti Alcan Inc., móðurfélag Alcan á Íslandi, seint á síðasta ári og er álframleiðsla fyrirtækisins rekin undir sameinuðum nöfnum félaganna. Hans Adolf og Svanberg skólaskák - meistarar Hafnarfjarðar Metþátttaka var á Skóla - skákmóti Hafnarfjarðar en um 130 manns tóku þátt. Svanberg Már Pálsson, Hvaleyararskóla sigraði í eldri flokki en Hans Adolf Linnet, Setbergsskóla í yngri flokki Tefldar voru fjórar umferðir en síðan tefldu efstu menn um efstu sætin. Það voru Svanberg Már Páls son, Hvaleyrarskóla, og Aron Singh Helgason, Víði - staðaskóla, sem urðu í efstu tveimur sætum eldri flokks og fara því á kjördæmamót í næstu viku. Hið sama gera þeir Hans Adolf Linnet og Jón Hákon Richter, Öldutúnsskóla sem varð í öðru sæti. Nýja merki fyrirtækisins. Svanberg og Hans Adolf. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.