Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 2
Menningarkvöld í Gamla bókasafninu Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar verður opið hús í Gamla bókasafninu í dag kl. 18-22. Verk eftir unga ljós - myndara verða sýnd. Dúetinn Acoustic, sem samanstendur af tveim Hafnfirðingum Kjartani og Jóa, halda uppi stemmningu á meðan grillaðar verða pylsur. Jón Þór Sigurleifsson, ungur Hafnfirðingur les úr verkum sínum og flytur tónlistaratriði. Margrét Guðrúnar mætir með föður sinn, Geir Óskars sér við hlið og taka saman nokkur lög. Eyvindur Karlsson kíkir við í gott spjall. Hljómsveitirnar Hellvar og Naflakusk enda svo kvöldið með smá stuði. Allir velkomnir og ekkert aldurs - takmark. Stikkfrí í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands kvikmyndina Stikkfrí (1997), eftir Ara Kristinsson. Stikkfrí er gamansöm fjöl skyldumynd sem segir frá leit ungrar stúlku að föður sínum. Frítt í leikhúsið Af tilefni 100 ára afmælis Hafnar - fjarðar bæjar býður Leikfélag Hafnar - fjarðar bæjarbúum ókeypis á sýningu hjá félaginu á verkinu Barninu eftir Edward Albee föstudaginn 30. maí kl. 20. Takmarkað sætaframboð. Panta þarf miða í símum 842 2850 og 555 1850, eða með tölvupósti á leikfelagid@simnet.is. Leikfélagið er til húsa í Gamla Lækjar skóla. Sýning á Sjónarhóli Mánudaginn 2. júní kl. 15 opnar Edda Svavarsdóttir sýningu með olíu mál - verkum í Sjónarhóli, Reykjavíkurvegi 22. Sýningin stendur til 20. júni og er opin alla virka daga frá kl. 10-18. Sýning og kaffisala á Hrafnistu á sjómannadaginn Á Sjómannadaginn verður handverks - sýning heimilisfólks og sala á handverki þeirra á Hrafnistu í Hafnar - firði og Reykjavík. Einnig verður kaffisala og eru ættingjar heimilismanna og velunnarar Hrafn - istu til að fá sér sopa með heimilisfólki og starfsfólki. AF STAÐ á Reykjanesið 5. ferð, Selvogsgata Boðið verður upp á fimmtu ferðina í maí, í gönguverkefninu, AF STAÐ á Reykja nesið. Gangan hefst laugar - daginn 31. maí kl. 11. Gengið verður um hluta Selvogsgötunnar, gömlu þjóðleiðina milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Þetta er 3-4 klukkustunda gönguferð frá Kaldárseli í áttina að miðbæ Hafnarfjarðar, endað í Lækjar - botnum Til að komast á upphafsstað göngu er best að aka frá kirkjugarði Hafnar - fjarðar eftir skiltum sem á stendur Kaldársel. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. maí 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Til hamingju Hafnfirðingar með kaupstaðar - afmælið. Til hamingju sjómenn og Hafnfirðingar með sjómannadaginn.Framundan er glæsileg afmælishátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við hæfi og hvet ég bæjarbúa að taka virkan hátt í hátíðarhöldunum. Þetta er hátíð fjölskyldunnar þar sem tilvalið er fyrir fjölskyldur og ættingja að hittast í miðbænum, á höfninni eða á Víðistaða - túni. Geta Hafnfirðingar nú sýnt og sannað að hátíðir eru hátíðir fólksins ekki hátíðir fyrir fólk. Það eru íbúarnir sem mynda samfélagið í Hafnarfirði og það er gaman að búa í Hafnarfirði þegar allir, ungir sem aldnir, leggjast á eitt að koma bænum í hátíðarskap. Ég hef hér í pistlum mínum agnúast út margt sem miður fer, sérstaklega í umhverfismálum, og því miður verða áfram ástæður fyrir slíkum aðfinnslum en átakið í fegrunarmálum hefur örugglega vakið marga til umhugsunar um að það þarf sífellt að vera að taka til og hreinsa bæinn. Við búum við þannig veðurfar. Allt stefnir í bráðskemmtileg hátíðarhöld, hátíðarhöld gleði og skemmtunar, svo langt frá pólitísku dægurþrasi og karpi á milli fólks. Það verður sól alla vikuna, kannski einhver ský á milli og kannski kitla regndropar, hatta, skalla og loðna kolla bæjarbúa, eitthvað sem enginn á að láta hafa áhrif á sig þegar hátíð er í bæ. Ég óska bæjarstjórn, starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og bæjar - búum öllum til hamingju á þessum merku tímamótum. Hafnarfjörður fékk ekki þrautalaust kaupstaðarréttindi eins og sést í samantekt Fjarðarpóstsins á baksíðu. Fjölmennum á sem flesta viðburði, hvort sem þeir tengist sjó - mennsku, afmæli eða víkingum. Gleðilega hátíð. Guðni Gíslason www.hafnarfjardarkirkja.is Aldarafmæli Hafnarfjarðarbæjar á sjómannadegi 1. júní: Fjölskylduvæn hátíðarguðsþjónusta kl. 11 með virkri þátttöku kirkjuliða. Efni: Sjór og saga Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson Hugvekja: Sigurjón Pétursson, formaður sóknarnefndar. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kórar: Barbörukórinn í Hafnarfirði og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Fiðluleikari: Hjörleifur Valsson. Hljómsveit: Gleðigjafar. Fulltrúar Kvenfélags kirkjunnar og Æskulýðsfélagsins lesa ritningarorð Kirkjuþjónn: Ingólfur Halldór Ámundason. Útihátið og grillveisla á Kirkjutorginu - harmonikkuleikur Æskulýðsfélagið sér um leiktæki Trébátar til siglinga á kirkjutjörn Allir velkomnir Víðistaðakirkja Sunnudagur 1. júní Minningarstund kl. 10.45 við altari sjómannsins. Blómsveigur lagður að minnismerkinu. Sjómannadagsmessa kl. 11 á 100 ára afmæli Hafnarfjarðar Kór Víðistaðasóknar syngur. undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Lárus Karl sýnir „dans“ í Gallerý Thors Í dag kl. 16 opnar Lárus Karl Ingason sýning í Gallerý Thors við Thorsplan og nefnir hann sýninguna „Dans“. Þetta eru myndir sem hann hefur tekið á undanförnum árum, á útskriftarsýningum hjá List - dansskóla Hafnarfjarðar en einnig er að finna á sýningunni myndir frá „workshop“ í ljós - myndun í Búdapest árið 2006. Sýningin stendur til 18. júní. Eldheit list í Íshúsinu Í kaffistofu gamla Íshússins við Strandgötu mála þær stöllur Hjördís Frímann og Gunnhildur Pálsdóttir litríkan ímyndaðan veruleika á striga. Í verkum þeirra er fátt sem minnir á ískaldan íslenskan hvers dags - leika, en andi hinnar mexikósku Fridu Kahlo svífur yfir vötn - unum. Vinnustofuna kalla þær sín á milli Mexikó í minningu henn ar. Í tilefni 100 ára afmæl - ishátíðar Hafnarfjarðar, opna hinar íslensku Fridur gættina á vinnu stofum sínum í gamla Ís - húsinu, Strandgötu 90, í dag, fimmtudag kl. 18-22. Barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar býður í leikhús! Brúðubíllinn verður með sýning una Hókus - Pókus á planinu fyrir framan Bókasafnið miðvikudaginn 4. júní kl. 14. Allir velkomnir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.