Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 14
Á laugardaginn kemur frá
klukkan 17 til 23 verða haldnir
spennandi tónleikar á Víði staða -
túni. Skemmtunin verður í tilefni
af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.
Simmi og Jói eru kynnar og sjá
þeir um að halda uppi réttu
stemmninguni og stjórna dag -
skránni með sinni kímnigáfu.
Tónleikararnir verða án efa hin
besta skemmtun þar sem einir
bestu tónlistarmenn landsins
koma fram og má nefna Nafla -
kusk, Vicky Pollard, Bermúda,
Ingó og veðurguðina, Megas og
Senuþjófana, Eurobandið,
Bagga lút, Stórsveit Samma,
Sprengjuhöllina, Sálina og
Björg vin Halldórsson og gesti.
Allir ætti því að geta fundið
tónlist við sitt hæfi á þessum tón -
leikum sem Hafnarfjörður býður
uppá.
Aðstæður mun vera hinar
bestu og boðið verður upp á veit -
ingarsölu en einnig verður hægt
að koma með kjöt á grillið og
grilla á svæðinu á grillum sem
þar verða.
Góða skemmtun.
Þessi frétt er unnin af Söru Rós
Péturs dóttur, 14 ára, nemanda í Hraun -
valla skóla sem var í starfskynningu á
Fjarðarpóstinum.
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. maí 2008
Fornmunauppboð
á laugardaginn kl. 14
100 munir boðnir upp, stórir og smáir!
Strandgötu 24 • sími 533 1556 • opið mán. - lau. kl. 12-18
stóllinn hans „Bubba“
Tvö svona ljón verða boðin upp!
Jónas R. Halldórsson
uppboðshaldari
... stýri ... glæsilegur kross ... kista frá 1852 o.m.fl.
F
j
a
r
ð
a
r
p
ó
s
t
u
r
i
n
n
0
8
0
5
–
©
H
ö
n
n
u
n
a
r
h
ú
s
i
ð
e
h
f
.
Allir árgangar í Öldutúnsskóla
hafa unnið að upprifjun á sögu
og menningu Hafnarfjarðar -
kaup staðar nú á vorönninni.
Verkefni sem tekin eru fyrir eru
saga, náttúra, list, menning, álfar,
tröll og þjóðsögur, stofn anir og
fyrirtæki í bænum, merkar bygg -
ingar, sjávarþorpið Hafnarfjörð -
ur, hafnfirskir barna bóka höf -
undar, frægir Hafn firðingar og
áhrif þeirra á þróun og sögu
bæjar ins. Síðast en ekki síst eru
Hafnarfjarðarbrandarar teknir
fyrir.
Afmælishátíð - uppskerudagur
er 2. júní
Þann dag verða verk nemenda
til sýnis í skólanum, allar
kennslu stofur opnar frá klukkan
13 til 16 og nemendur túlka
verkefni sín með ýmsum hætti; í
myndlist, dansi, söng, upplestri,
kvikmyndum og ljósmyndum.
Klukkan 15.30 hefst dagskrá á
sal skólans með ávarpi skóla -
stjóra, Erlu Guðjónsdóttur og
söng Kórs Öldutúnsskóla. Hið
árlega víðavangshlaup Öldu -
túnsskóla er klukkan 16. Einnig
verður danssýning og fjöltefli og
umhverfisbásinn okkar verður
settur upp að vanda.
Níundi bekkur sér um vöfflu -
sölu og grillaðar verða pylsur.
Dagskrá lýkur um klukkan 18.
Kvöldvaka verður síðan fyrir
unglingadeild skólans í Öldunni.
Starfsfólk skólans og félags -
miðstöðvar Öldunnar, ásamt
stjórn Foreldrafélags Öldutúns -
skóla hafa sameiginlega unnið
að þeirri veglegu dagskrá sem
verður þennan dag. Íbúar eru
hvatt ir til að heimsækja skólann
og njóta þess sem þar er í boði.
Vorhátíð í Öldutúnsskóla
Hafnarfjarðarsýning, víðavangshlaup, dans, vöfflusala og kvöldvaka
Eitt af afmælisverkefnum nemenda Öldutúnsskóla.
Hafnarfjörður rokkar á laugardaginn
Frá Norðurbakkatónleikum 2003.
L
j
ó
s
m
.
:
g
u
ð
n
a
s
o
n
.
i
s
Breytt vinnuaðstaða á bryggjunni
Á þeim 60-70 árum sem liðin eru síðan Herdís Guðmundsdóttir tók
þessa mynd hefur margt breyst við uppskipun í Hafnarfirði.
Bryggjan var þá líflegur en erfiður vinnustaður.