Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 19
Skógarganga í Gráhelluhrauni Fyrsta skógarganga Skóg - ræktarfélags Hafnarfjarðar í sum ar verður laugardaginn kem - ur 31. maí í skóginum í Grá - helluhrauni. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Kaldár selsveg á móti hesthúsunum í Hlíðar - þúfum kl. 10 árdegis. Leiðsögumaður verður Jón - atan Garðarsson, var aformaður Skóg ræktar félagsins. Að göngu lok inni verður boðið upp á hress - ingu í höfuðstöðvum félagsins, Selinu. Ganga þessi í liður í skógar - göngum í sumar um ræktunar - svæði félagsins í tengslum við 100 ára afmæli Hafnar fjarðar - bæjar. „Hafnfirðingar“ sýning Árna Gunnlaugssonar í Hafnarborg Á sýningunni eru um 440 ljósmyndir af eldri Hafn firð - ingum, sem teknar voru á ár - unum 1960-92 og eru allar svart hvítar. Af þeim 580 eldri borgurum sem koma við sögu á myndunum eru 35 á lífi í maí 2008. Myndirnar eru úr safni 612 ljósmynda úr þremur bind - um bókar Árna, „Fólkið í Firð - inum“, en þar er að finna ýmsan fróðleik um fólkið og húsin, sem sjást á myndunum. Sýningin verður opnuð á sunnudag. Úrslit: Fótbolti Karlar: FH - KR: 2-0 Haukar - Víkingur R.: 3-1 Höttur - ÍH: 2-1 Konur: FH - Þróttur R: 0-1 Tindastóll - FH: 0-4 ÍR - Haukar: 4-1 Næstu leikir Fótbolti 30. maí kl. 20, Ásvellir ÍH - Reynir S. (2. deild karla) 30. maí kl. 20, Akureyri KA - Haukar (1. deild karla) 31. maí kl. 16, Ásvellir Haukar - Stjarnan (bikarkeppni kvenna) 2. júní kl. 19.15, Grindavík Grindavík - FH (úrvalsdeild karla 2. júní kl. 20, Ásvellir ÍH - Stjarnan (bikarkeppni karla) 3. júní kl. 20, Ásvellir Haukar - Afríka (bikarkeppni kvenna) 4. júní kl. 20, Ásvellir Haukar - Þróttur R. (1. deild kvenna, A-riðill) Íþróttir Fimmtudagur 29. maí 2008 www.fjardarposturinn.is 19 Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Sendum öllum íbúum Hafnarfjarðar bestu hamingjuóskir á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar Í dag verður opnuð sýning í Hafnarborg á 200 ljósmyndum í 100 römmum og fyrsta eintakið af bókinni „100“ afhent bæjarstjóra og afmælisnefnd en Björn Pétursson, bæjarminja - vörður og Steinunn Þor - steinsdóttir, upplýsingastjóri Hafnarfjarðarbæjar hafa tekið bókina saman. Í bókinni er samansafn texta og myndabrota úr langri og merkilegri sögu Hafnarfjarðar - kaustaðar. Brotin geta staðið ein og sér, en saman mynda þau örsögur ú bæjarlífinu. Sýningin verður opnuð í kvöld kl. 20 og mun Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður afmælinendar opna sýninguna. „Hundrað“ - ljósmyndasýning Byggðasafn Hafnarfjarðar sýnir gamlar myndir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.