Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. maí 2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS LOKANIR Í HAFNARFIRÐI VEGNA AFMÆLISHÁTÍÐAR Fjöldi afmælisgesta mun sækja Hafnarfjörð heim yfir æfmælishátíðina. Ýmsum umferðaræðum í bænum verður lokað til að gæta öryggis afmælisgesta og tryggja að umferðin gangi eins og best verður á kosið. Auk þess er varað við hávaða og öðru raski vegna viðburða sem haldnir eru í nágrenni íbúðabyggða á meðan á hátíðinni stendur, til að mynda við Flens - borgarskóla, Hellisgerði og Víðistaðatún. Við biðjum íbúa að sýna tillitsemi og þolin - mæði vegna þessa og njóta þeirra fjöl - mörgu viðburða sem standa íbúum til boða á afmælishátíðinni. Fimmtudagur 29. maí Lokað frá kl. 08 - 16: - Strandgata frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi. Föstudagur 30. maí Lokað frá kl. 10 - 18: - Strandgata frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi. Laugardagur 31. maí Vegna tónleika á Víðistaðatúni Lokað frá kl. 07: - Reykjavíkurvegur við Flatahraun. - Vesturgata við Herjólfsgötu. - Lækjargata við Suðurgötu. - Strandgata við Flensborgartorg. Lokað frá kl. 11: - Hjallabraut við Skjólvang. - Flókagata, Herjólfsgata og Vesturgata. - Hraunbrún við Reykjavíkurveg. Sunnudagur 1. júní Lokað kl. 10 - Fornubúðir við Hvaleyrarbraut. - Óseyrarbraut við Stapagötu Kaffihlaðborð á sjómannadaginn Sl. laugardag voru 68 nem - endur útskrifaðir frá Flens borg - ar skólanum með samtals 71 próf. Með próf í fjölmiðlatækni út - skrif uðust 8 nemendur, af starfs - braut útskrifuðust 6 nemendur og sem stúdentar útskrifuðust 57 nemendur. Tveir nemendur út - skrif uðust bæði með próf í fjöl - miðlatækni og stúdentspróf og einn nemandi útskrifaðist með próf í fjölmiðlatækni og fjögurra ára próf af starfsbraut. Tinna Pálmadóttir hlaut viður - kenn ingu frá Rótarýklúbbi Hafn - ar fjarðar fyrir bestan árangur allra á stúdentsprófi. Þess má geta að Tinna lék við útskriftina verkið Nocturnu, opus 9, nr. 2, eftir Frédéric Chopin. Þorsteinn Kristinsson semidúx fékk viður - kenningu fyrir eðlisfræði, efna- og jarðfræði, félagsfræði, sögu og stærðfræði. Þorsteinn útskrif - aðist af tveimur brautum, félags - fræða- og náttúrufræðibraut. Þor steinn Kristinsson fluttir ræðu fyrir hönd nýstúdenta og afhenti skólanum málverk að gjöf frá útskriftarnemendum. 68 útskrifaðir frá Flensborg Útskriftarnemendur frá Flensborgarskóla vorið 2008. L j ó s m . : L á r u s K a r l I n g a s o n Dalshrauni 13 • 544 5950 Óseyrarbraut 2 • sími 565 1550 Opið kl. 12-16 F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 5 Til hamingju Hafnfirðingar! Guðbjartur I. Gunnarsson tókmyndina hér að neðan og fleiri myndir úr ferð á Sæljóninu með skólastráka úr Hafnarfirði árið 1964. Að sögn Guðbjartar var farið frá Hafnarfjarðarhöfn út á bugtina og varð heldur betur fjör í bátnum þegar menn komust í smáufsamið og höfðu strákarnir nóg að gera við að slægja fiskinn. Eins og sjá menn voru allir í björgunarvestum, grein - ilega langt á undan sinni samtíð. Gaman væri ef hægt væri að nafngreina strákana og má senda ábendingar til Fjarðarpóstsins. Skólastrákar á Sæljóninu Þekkir þú strákana á myndinni? Stoltir strákarnir um borð í Sæljóninu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.