Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 20

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 20
20 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. maí 2008 Ökukennsla Upplýsingar í síma 896 1030 Birgir Bjarnason ökukennari Grafík og penna - teikningar Í dag kl. 18 verður opnuð mynd listarsýning Margrétar Guðmundsdóttur og Brynju Árnadóttur í Sam fylkingar hús - inu að Strandgötu 43. Opnunin er í tengslum við 100 ára afmælishátíð Hafnarfjarðar og Bjartra daga. Brynja, sem er fædd og uppalinn Siglfirðingur en hefur búið lengi í Hafnarfirði, sýnir pennateikningar og Margrét, sem er fædd og uppalin Hafn - firðingur, sýnir grafíkmyndir en hún vinnur mikið með tákn og notast við ætingu og karbor - undum. Opið er til kl. 23 í kvöld og á föstudeginum 30. maí verður opið frá 18-22. Sýningartími verður nánar auglýstur í glugga Sam fylk - ingar hússins. Sýningin stend ur til 8. júní. Afmælistertan og fiskisúpan Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann, var einhvern tímann sagt. Hafnfirðingar og gestir geta opnað þessa leið á sunnudaginn kl. 12 við Flens - borgarhöfn en þá verður boðið upp á fiskiveislu í tilefni sjó - mannadags. Kl. 15 verður 100 m löng súkkulaðiterta í boði, ísköld mjólk og kaffi á Strand - götunni til kl. 16 eða á meðan birgðir endast. Glæsileg skemmtidagskrá verður á Thorsplani á sama tíma. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðar afnemum við jafngildi virðisaukaskatts af öllum vörum dagana 29. maí til 1. júní vsk 24,5% F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 5 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Árið 1786 var gefin út til - skipun um kaupstaði á Íslandi, réttu eftir afnám einokunar versl - unar. Sex íslenskum versl unar - stöðum var veitt kaup staðar - réttindi og var Hafnarfjörður ekki þar á meðal þó verslun þar hafi þrifist og blómstrað um aldir. Var þessi tilskipun talin sýna hversu ókunnug danska stjórnin var um íslenska stað - hætti enda voru tveir staðanna sviptir kaupstaðaréttindum 1807, Vestmannaeyjar og Grundar - fjörður. Nálægð Hafnarfjarðar við Reykjavík, sem Skúli Magnús son og félagar völdu sem höfuð stað fram yfir Hafnarfjörð, var nú til trafala. Landrými var talið of lítið og erfitt og í bréfi Þórðar Jónas - sonar sýslumanns til stiftamt - manns árið 1851 taldi sýslu mað - ur enga von til þess að Hafnar - fjörður öðlist kaupstaðar réttindi en bréfið var ritað að ósk stift - amt manns vegna fyrir spurn ar frá danska innanríkis ráðu neytinu sem vildi kanna hvort Hafnar - fjörður gæti orðið meiri háttar verslunarstaður í fram tíðinni þar sem skip frá útlöndum gætu komið til og landað. Um álit Skúla og Þórðar segir í Sögu Hafnar fjarðar eftir Sigurð Skúla - son: „Það er ekki alls kostar geð - felld tilhugsun, að Hafnarfjörður, sá verzlunarstaður, sem öldum saman hafði verið ágætastur og frægastur á öllu Íslandi, skyldi verða út undan vegna hlutdrægni og þröngsýni einstakra manna, er nokkuð tók að rofa til á sviði íslenzkra atvinnumála.“ Hafnarfjörður var frá alda öðli í Álftaneshreppi en 23. júní 1876 lögðu 49 íbúar í Hafnarfirði beiðni fyrir hreppsnefnd Álfta - nes hrepps um að Hafnarfjörður fengi kaupstaðarréttindi. Hrepps - nefndin tók vel í málið og var málið undirbúið af 14 manna hópi. 22. febrúar 1878 var sam - þykkt að hreppnum skildi skipt í Bessastaðahrepp og Garðahrepp og var hreppsnefndin hlynnt því að skipta honum í þrennt, að Hafnarfjörður yrði skilinn frá Garðahreppi en taldi ekki unnt að gera þá breytingu þá. Fundur um kaupstaðarréttindi Hafnar - fjarðar var haldinn í Templara - húsinu 7. apríl 1890 og í kjölfar hans var sýslumanni ritað bréf og óskað eftir því að hann boðaði til almenns fundar um málið. Sýslu maður vék sér undan beiðn inni og vísaði á síra Þórar - inn Böðvarsson um fundarboðun og var sá fundur haldinn 14. júní 1890 og undirbúningsnefnd kosin sem hóf strax vinnu. Á fundi 27. febrúar 1891 var meir - hluti fundarmanna andvígur að - skilnaði við Garðahrepp! Féll málið niður um nokkurn tíma en eftir uppgang í byrjun nýrr ar aldar ákvað hreppsnefnd Garðhrepps á fundi 1. mars 1903 að fara þess á leit við lög gjafar - valdið að Hafnarfjörður fengi kaupstaðarréttindi. Frumvarp til laga var lagt fyrir efri deild Al - þingis 1903. Felldi þingið frum - varpið við aðra umræðu. Á ný var frumvarp lagt fram 1905 og kom það til umræðu í neðri deild. Eftir 2. umræðu í efri deild var frumvarpinu vísað til sveitar - stjórnarlaganefndar og var frumvarpið fellt þar með nafna - kalli. Aftur var frumvarpið lagt fram 1907. Loksins var frum - varp ið samþykkt og lög um bæjar stjórn í Hafnarfirði voru staðfest af konungi 22. nóvem - ber 1907 með gildistöku 1. júní 1908 og öðlaðist Hafnarfjörður þá loks kaupstaðarréttindi. Heimild: Saga Hafnarfjarðar, Sigurður Skúlason 1933. Þrautaganga að kaupstaðarréttindum Ágætastur og frægastur verslunarstaða á öllu Íslandi! Frá jónsmessuhátíð í Hellisgerði um 1919. L j ó s m . : B y g g ð a s a f n H a f n a r f j a r ð a r Brynja og Margrét.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.