Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. maí 2008 • Stöð 2 verður með beina útsendingu á Ísland í dag frá Café Aroma á fimmtudags- og föstudagskvöld. • Á fimmtudeginum kl. 9.30 kemur 4. bekkur úr Lækjarskóla og syngur „Hér í Firði“ nokkur lög á leið sinni á Thorsplan. Lengri opnun: Fimmtudagurinn 29. maí opið kl. 10 - 22 Föstudagurinn 30. maí opið kl. 10 - 19 Laugardagurinn 31. maí opið kl. 10 - 18 Sunnudagurinn 1. júní opið kl. 13 - 17 Tilboð í verslunum! Grillsýning verður í Firði fimmtudag til laugardags á vegum N1 20% afsláttur af öllum grillum. Fjörður í afmælisskapi F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 5 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Nú nálgast hraðfluga sjálfur afmælisdagurinn og það er ekki á hverjum degi sem við höldum upp á 100 ára afmæli. 1. júní er á sunnu daginn og það vill svo skemmtilega til – í ljósi sögunnar – að það er líka sjómanna - dagurinn. Afmælishá - tíðin stendur í fjóra daga og hefst með því að leikskólabörn og 4. bekk ingar koma saman og syngja og kalla inn afmælishátíðina á fimmtu dagsmorguninn. Síðan tekur við fjölbreytt og lífleg dagskrá um allan bæ og á fimmtu dagskvöldinu bjóða lista - menn heim, verslanir verða opnar lengur og við sköpum skemmti - lega stemningu í miðbænum. Einnig verður boðið upp á stór - glæsilega tónleika Camer arctica í Fríkirkjunni og dagskrá fyrir ungt fólk í Gamla bókasafninu auk þess sem hægt er að taka þátt í bráðskemmtilegum ratleik í bókasafninu. Á föstudeginum fá unglingarnir að njóta sín og mun Strandgatan iða af lífi, tónlist og leik en einnig verður líflegt á Flensborgar svæð - inu þar sem hægt er að skella sér á bílabíó og sjá Grease í réttu umhverfi. Fyrir þá sem kjósa ann - ars konar stemningu verða viða - miklir djasstónleikar í Hafn ar borg og Víkingagatan verður vígð við Fjörukrána. Á laugardaginn er dagskrá í hverju horni og hugað að fjöl - breyti leika og skemmtan. Enginn ætti að láta Þjóðahátíð fram hjá sér fara enda birtist þar litadýrð ólíkra menningar heima í skemmti - atriðum og matar menningu. Sér - stök barnadagskrá verður á Thors plani og heillandi heimar Hellis gerðis ættu að lokka til sín fjölda gesta. Þá verða óraf - magnaðir tónleikar í kirkjum og í hinu sögufræga húsi Gúttó opnar sýningin Fundir og mannfagnaðir. Um kvöldið eru síðan útitónleikar á Víðistaðatúni fyrir alla fjöl skylduna með mörgum af þekktustu t ó n l i s t a r m ö n n u m lands ins. Á sunnudeginum, á afmælis dag inn, verður mikið líf og fjör á dagskrá sjó manna - dags ins við smá báta - höfnina. Boðið verður til glæsilegrar fiski - veislu við höfnina og hin ir einu sönnu Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Eins og fyrri ár verður hægt að skella sér í siglingu. Það er ekkert af mæli haldið án köku og því verð ur boðið upp á glæsilega 100 metra langa súkkulaðitertu í Strand götunni. Hátíðarhelginni lýkur með stórglæsilegum stór - tónleikum á Ásvöllum þar sem fram koma Kammersveit Hafnar - fjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 700 manna hátíðarkór og einsöngvurunum Elínu Ósk Óskarsdóttur, Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni og einleikaranum Ármanni Helga syni. Það eru margir sem koma að undirbúningi stórafmælis og langar mig að þakka öllum þeim fyrir vel unnin störf sem lagt hafa nótt við dag við undirbúning. Margt er þar gert í sjálfboðavinnu og af miklum áhuga og dugnaði. Að lokum vil ég minna á að þegar þessari miklu helgi lýkur er afmælinu ekki lokið, margir glæsilegir viðburðir eru á döfinni núna í sumar og eins í haust. Til hamingju með afmælið. Höfundur er menningar- og ferðamálafulltrúi og einn starfsmanna afmælisnefndar. Frábær afmælishelgi framundan Marín Hrafnsdóttir Á tímamótum sem þessum, 100 ára kaupstaðarafmæli Hafn - ar fjarðar, verður mönnum það enn ljósara hversu mikil verð - mæti liggja í gömlum ljósmynd - um. Með hverju ári sem líður tapast upplýsingar um það sem á fjölmörgum myndum er. Á þess - um myndum Herdísar Guð - munds dóttur má til hægri sjá Elías Halldórsson, vigtarmann framan við „Einarsbúð“ og að neðan má sjá sjómenn matast um borð í Garðari GK. Verðmæti gamalla ljósmynda L j ó s m . : L j ó s m y n d a s t o f a H e r d í s a r o g G u ð b j a r t s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.