Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 7
Fjarðarpósturinn tók Ellý
Erlingsdóttur forseta bæjar -
stjórn ar og formann afmælis -
nefndar tali, en í dag hefjast fjög -
urra daga hátíðarhöld í tilefni af
100 ára kaupstaðar afmæli
Hafnar fjarðarbæjar. Það var
merkis dagur þegar Hafnar -
fjörður fékk kaupstaðarréttindi,
var það ekki svo?
„Jú, nú styttist verulega í
þennan merkisdag 1. júní og það
er vert að minnast þess að
forverar okkar náðu þessum
áfanga ekki á einum degi. Það
tók nokkrar tilraunir á Alþingi að
ná því fram að Hafnarfjörður
fengi kaup staðaréttindi. Síðan þá
hefur bær inn okkar vaxið jafnt
og þétt, taldi rúmlega 1400 íbúa
árið 1908 en nú stöndum við í
25.306 íbúum, 100 árum seinna
og við bætast nýir íbúar nánast á
hverjum degi.
En að dagskrá helgarinnar,
verður ekki nóg um að vera?
Það eiga allir sem á annað borð
hafa áhuga á að gera sér glaðan
dag að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Hátíðarhöldin bera
yfirskriftina „Heimboð í Hafnar -
fjörð“ og þess sjást merki strax í
dag, fimmtudag, þegar fjöldi
hafn firskra listamanna býður
heim annaðhvort í gallerí eða á
vinnustofur sínar í heimahúsum.
Kaupmenn bjóða uppá langan
fimmtudag og ýmsar uppá kom -
ur. Fyrri partur fimmtudagsins er
helgaður yngri kynslóðinni með
leik- og grunnskólahátíð á
Thors plani og Latabæjardagskrá
sem Glitnir stendur fyrir við
Hafnarfjarðarkirkju.
Tvö gömul hús sem eiga sér
merka sögu hér í Hafnarfirði
hafa verið endurbyggð en það
eru Bungalowið að Vesturgötu
32 og Beggubúð sem nú stendur
við Byggðasafnið. Í Bunga -
lowinu verður sögu erlendu út -
gerðarinnar á upphafi 20. aldar
gerð skil og í Beggubúð verður
verslunarminjasýning. Í Hafnar -
borg verður opnuð sýning sem
nefnist Hundrað og er samansafn
af texta- og myndbrotum úr
langri og merkilegria sögu
bæjar ins.
Mikið fjör verður í Strandgötu
við Thorsplan á morgun, föstu -
dag. Þá verður opnuð Víkinga -
gata við Fjörukrána, bílabíó við
Flensborg og mið næturdjass í
Hafnarborg.
Er búist við að fólk leggi leið
sína í Hafnarfjörð um helgina?
Já, við gerum fastlega ráð fyrir
því að margt verði um manninn
bæði á laugardag og sunnudag
sem er sjálfur afmælisdagurinn
og að auki sjómannadagurinn.
Karni valstemning verður í
Strand götunni og barnadagskrá á
Thorsplani, Þjóðahátíð Alþjóða -
húss í íþróttahúsinu við Strand -
götu, þrautabraut við Fjörð þar
sem FH og Haukar takast á.
Skemmtidagskrá í Hellisgerði,
tónleikar í kirkjum bæjarins með
þekktum listamönnum eins og
Ragnheiði Gröndal, Lay Low,
Magga Kjartans, Ellen Kristjáns
og margir fleiri.
Stórtónleikarnir Hafnarfjörður
rokkar verða svo á Víðistaðatúni
frá kl. 17-23 á laugardagskvöld,
þar troða upp margar góðar
sveitir og til að nefna einhverjar
get ég nefnt Sprengju höllina,
Eurobandið, Meg as, Sálina,
Baggalút, Bo, Bermúd o.fl.
Ég hvet fjölskyldur til að mæta
á túnið og hafa með sér á grillið
en einnig verður hægt að kaupa
léttar og ferskar veitingar á
staðnum.
Fiskiveisla verður við Suður -
höfnina á sjómannadaginn og
leikland fyrir börnin, sjóræn -
ingja göngur, siglingar og Lúdó
og Stefán slá upp bryggjuballi kl.
13.
Heljarinnar útikaffiboð þar
sem boðið verður uppá 100 m
langa afmælistertu verður í
Strand götunni og skemmtiatriði
á Thorsplani. Jónsi tekur lagið,
einnig Harasystur og svo mætti
lengi telja.
Stórglæsilegir hátíðartónleikar
með Kammersveit Hafnarfjarðar
og Sinfóníuhljómsveit Norður -
lands auk 700 manna afmælis -
kórs Hafnarfjarðar verða að
Ásvöllum kl 16.30 á afmælis -
daginn.
Verður ekki erfitt að komast á
milli staða og að vita hvar
viðburðir eru?
Skutlur standa gestum til boða
svo það er óþarfi að fara allra
sinna ferða á einkabílum enda
ekki gert ráð fyrir því, allar
upplýsingar um hátíðarhöldin og
allt sem þeim viðkemur verður
dreift í hús í Hafnarfirði og
auglýst í blöðum og öðrum
miðlum.
Hvernig leggst svo
afmælishelgin í þig?
„Bara þrælvel, ég hlakka til
helgarinnar óska Hafnfirðingum
til hamingju með tímamótin og
góðrar skemmtunar næstu daga,“
segir Ellý Erlingsdóttir forseti
bæjarstjórnar.
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 29. maí 2008
Hlakkar til afmælishelgarinnar
Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður afmælisnefndar í spjalli
Ellý Erlingsdóttir, formaður afmælisnefndar Hafnarfjarðarbæjar.
Sjór og saga
Ljóð ort í tilefni af 100 ára
afmæli Hafnarfjarðarkaup -
staðar og sjómannadags
Hundrað ára Hafnarfjarðarsaga
hefur borið með sér líf og þrótt.
Kaupstað fylgdi framsókn nýrra daga
fram á miðin var af krafti sótt.
Togaraútgerð efldi hag og gengi,
áhrif hafði á svipmót lífs og brag,
fiskverkun gaf tón og taktinn lengi,
tilveran var fjörlegt sjómannslag
Þilskip höfðu fyrrum siglt úr Firði
framtak vottað Bjarna Sivertsen.
Riddarasóknin reyndist mikils virði,
ráð og verslun uppörvuðu menn.
Danir vildu viðskiptunum ráða,
vikið höfðu þýskum landi frá.
Sóknin fram til sjálfstæðis og dáða
sýndi að hægt var takmarki að ná.
Kirkjur upp á Hól og Hamri undir
horfðu yfir byggð og fram á sjó,
seltuðu líf og lýstu haf og grundir
ljósi Guðs sem innra fyrir bjó.
Halaveðrið Helyerskipi sökkti,
hörð var kreppan Göflurunum mjög
Von og ótti voru mjög á flökti,
vógust á er ríktu stríðsins lög
(stytt útgáfa)
Gunnþór Þ. Ingason
85 Hafnfirðingar eiga afmæli
1. júní og hefur Eiríksína Kr.
Ásgrímsdóttir boðið þeim öllum
í afmælisboð í og við heimili sitt,
Kirkjuveg 5, bak við Byggðasafn
Hafnar fjarðar, á sunnudaginn kl.
12 á hádegi.
Eiríksína bendir á að Marilyn
Monroe hafi átt afmæli á þessum
degi og yrði 81 eins árs, hefði
hún farið betur með sig. Hún
hafði yndi af afmælum og
afmælissöngnum og hann ætla
afmælisbörnin að syngja á
sunnudaginn og aðrir bæjarbúar
eru velkomnir líka. Eiríksína vill
nefna hið nýja torg við Beggu -
búð 1. júnítorg til heiðurs afmæl -
isbörnunum og að sjálfsögðu
Hafnarfjarðarbæ.
Yngsta afmælisbarnið verður
ársgamalt og elsta 86 ára. Flest
afmælisbörnin eiga heima í Ás -
landinu. Börnin tvö sem verða
tíu ára eiga heima við sömu götu.
Tveir verða sextugir og aðrir
tveir fylla fimmta tuginn. Ein úr
hópnum verður áttræð og ein
þrítug.
Afmælisbörn 1. júní
Eiríksína býður afmælisbörnunum í afmæli
Hafbjörgu GK 7 hleypt af stokkunum 1946 úr Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, neðan við ráðhúsið.
L
j
ó
s
m
.
:
L
j
ó
s
m
y
n
d
a
s
t
o
f
a
H
e
r
d
í
s
a
r
o
g
G
u
ð
b
j
a
r
t
s
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n