Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 17

Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Blaðsíða 17
Nú þegar sumartími er að nálgast hámark er rétt að minna á eftirfarandi atriði í baráttumálum eldri borg ara á landinu. Góð vísa er aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar átti að hraða uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma. Það sjá allir er vilja sjá, hvernig staðan er í dag, lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum, það er ekki nóg að lofa í aðdraganda kosninga, það verður að framkvæma, þegar völdin eru fengin. Enn er langt í land að lágmarkstekjur séu tryggðar fyrir framfærslu einstaklinga miðað við hver framfærslulífeyrir þarf að vera, samkvæmt útreikn - ingum Hagstofu Íslands. Skattur á eftirlaun er svo hár að til skammar er fyrir íslenska ríkið að bjóða eldri borgurum upp á slíkt. Á meðan um það bil 35.7% er greiddur af lífeyristekjum í tekjuskatt er fjármagnstekju - skattur 10% þetta er algjör sví - virða og verður að laga sem fyrst. Einhvern veginn skynja ég hlutina þannig að stjórnvöld séu ekki tilbúin í breytingar á tekjuskatti af lífeyrissjóðs tekj - um. Hvað sem veldur, öfund, eða eitthvað annað allavega skynjaði ég ekki áhuga á þessari breytingu er undiritaður sat á Alþingi fyrir nokkrum árum. Er þessar línur eru skrifaður er að koma í ljós að umönnunar - stéttir fá ekki sérstaka hækkun á laun sín í kjarasamningi er var verið skrifa undir við BSRB. Þetta eru vissulega mikil von - brigði og á eftir mjög sennilega að koma hvað harðast niður á eldri borgurum hér á landi. Þetta er skammarlegt og sýnir ekki mikinn skilning á þessum stétt - um og eldri borgurum. Stefna yfirvalda er og á að vera sú að eldri borgarar geti sem lengst haldið heimili sjálfir. Til að slíkt geti gengið eftir þurfa fasteigna - gjöld á íbúðum að vera sann - gjörn og yfirvöldum ber að taka tillit til minnkandi tekna eldri borgara er þeir fara á eftirlaun. Vonandi kemst sú nefnd er talað var um í janúar síðastliðinn í fram kvæmd sem fyrst svo í alvöru sé hægt að skoða hugsanlegar breyt ingar á fasteigna - gjöld um eldri borg - urum þessa bæjar til hags bóta. Nóg að sinni, en fleiri atriði væri hægt að minnast á. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. www.fjardarposturinn.is 17Fimmtudagur 29. maí 2008 Víkingagatan opnar Sólstöðuhátíð víkinga verður í Hafnarfirði 12.- 17. júní 2008 Ferðamálastofa Icelandic Tourist Board Föstudaginn 30. maí klukkan 17:00 opnar Víkingagatan Gatan er staðsett milli hótelsins og veitingastaðanna og þar verður mikið fjör allan liðlangan daginn og fjöldinn allur af víkingum á svæðinu. Gatan verður opin alla helgina og í allt sumar frá 13.00 til 20.00. Sérstakur afmælismatseðill verður framreiddur í Fjörunni alla helgina, með lifandi uppákomum og verði stillt í hóf. Víkingaveislur eins og þær gerast bestar í Fjörugarðinum. Dansleikir verða til 03.00 um helgina: Föstudaginn 30. maí og laugardaginn 31. maí spilar Hljómsveit Rúnars Þórs og sérstakur gestur bæði kvöldin verður Gylfi Ægisson. Frítt inn báða dagana Barátta eldri borgara fyrir bættum kjörum Jón Kr. Óskarsson Ekki er ólíklegt að Marilyn Monroe hefði getað fagnað með okkur Hafnfirðingum á eigin afmælisdegi á sunnu - daginn ef hún hefði farið aðeins betur með sig. Hún á nefni lega sama afmælisdag og bærinn okkar og 85 Hafnfirðingar. Marilyn hafði gaman af gleð - skap og söng og er einna frægust fyrir að hafa sungið afmælis - söng inn fyrir John F. Kennedy forseta Banda ríkjanna skömmu áður en hún lést árið 1962. Bærinn okkar ætlar að halda veglega upp á afmælið eins og sjá má á glæsilegri dagskrá. Því er ég alveg viss um að væri Marilyn á lífi, 81 árs gömul, hefði bæjarstjórnin sent eftir henni til þess að syngja afmælis - sönginn fyrir bæinn og auðvitað alla þá Hafnfirðinga sem eiga afmæli sama dag. Lesa má í ævisögu Marilyn að hún var mik ið afmælisbarn og hélt veg - legar veislur. Henni fannst líka gaman í veislum svo hún hefði eflaust þekkst boðið. Þar sem Marilyn er fjarri góðu gamni hef ég ákveðið að bjóða öllum þeim 85 Hafn - firðingum sem eiga afmæli á sunnu dag - inn, eins og ég, til veislu í og við heimili mitt. Ég bý svo vel að í tilefni afmælisins er búið að leggja fagurt og skrautlegt torg í bakgarðinum mínum. Lengi vel hélt ég að þetta væri afmælisgjöf til mín en þetta er líklega ein af afmælisgjöfunum til allra Hafn - firðinga. Ég veit ekki hvað torgið á að heita en hef ákveðið að kalla það 1. júní torg okkur afmælis - börnum Hafnar fjarðar til heið - urs. 1. júní torgið er staðsett á bak við Byggðasafn Hafnarfjarðar og þangað vil ég bjóða öllum þeim 85 Hafnfirðingum sem eiga af - mæli á sunnudaginn og auðvitað öllum öðrum Hafnfirðingum sem vilja fagna með okkur. Ég veit að bæjarstjórinn okkar er menntaður bakari og því væri gaman ef hann kæmi með eina hnallþóru með sér í gleðskapinn. En ég mun sjálf gefa hverju því afmælisbarni sem kemur á staðinn afmæliskerti, köku og eitthvað að drekka. Við munum síðan syngja afmælissönginn sjálf með aðstoð annarra gesta. Skorað er á alla Hafnfirðinga, bæði afmælisbörn og önnur börn, að koma á 1. júní torgið á sunnu daginn klukkan tólf á hádegi og taka þátt í afmælinu okkar. Athöfnin verður stutt og mjög óskipulögð. Við skemmtum okk - ur sjálf og ljósmyndari verður á staðnum þar sem til stendur að taka bæði einstaklings- og hóp - myndir. Ekki væri verra að svo margir mættu að hægt væri að mynda töluna 100 úr 85. Þá heitir það list eða gjörningur. Með bestu kveðju, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, afmælisbarn. 85 Hafnfirðingar, Marilyn Monroe og bærinn okkar Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir Verslum í Hafnarfirði! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Fyrstu tónleikarnir á hundrað ára afmælishátíð Hafnarfjarðar verða haldnir í Fríkirkjunni í kvöld kl. 21. Kammerhópurinn Camer arct ica leikur eina af perlum W.A.Mozarts, Klari - nettu kvint ettinn, auk verka eftir samtíma menn Mozarts Hópinn skipa: Ármann Helga - son klarinettuleikari, Hildi gunn - ur Halldórsdóttir og Martin Frew er fiðluleikarar, Svava Bern harðsdóttir víóluleikari og Bryn dís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Hafnarfjarðarbær býður ókeypis að gang. Léttklassík í Fríkirkjunni í kvöld Camerarctica flytur verk eftir Mozart og fleiri

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.