Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Side 2

Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Side 2
Af hverju er til meirihluti og minnihluti í bæjarstjórn? Var boðið upp á að kjósa meiri- eða minnihluta? Ekki á mínum kjörseðli. Sama má segja um Alþingi. Er það eitthvað innbyggt í stjórnmálamenn að raða sér í fylkingar eftir félögum en ekki málefnum? Af hverju eru haldnir sérstakir „meirihlutafundir“ á undan ráðsfundum? Nú eru undur og stórmerki að gerast í íslenskum stjórnmálum. Ráðherra segir af sér, fær ekki að hætta, minnihlutastjórn í burðarliðunum og forsætisráðherraefnið er ráðherra sem tapaði formannsslag í sínum flokki fyrir löngu en sagði þá „Minn tími mun koma!“ Sumir segja að hennar tími sé kominn núna. Verði hún forsætisráðherra verður það ekkert hennar tími - nú er tími allra til verka. Samt ætla menn sér að kjósa bráðlega og flestir hallast á að Samfylking og VG fái hreinan meirihluta, hafi þeir ekki klúðrað miklu á þessum stutta tíma sem þeir hafa fram að kosningum. Þá breytist minni hluta - stjórn í meirihlutastjórn. Þannig er flokksræðið sem skerðir lýðræð ið sem við eigum. St. Jósefsspítali virðist vera að sleppa með skrekkinn. Enn hefur ráðherrann ekki getað framvísað tölum um sparnað og kostnað. Því eru rökin fyrir aðgerðum hans haldlítil. Það getur vel verið að það sé hægt að hagræða í starfseminni sem fer fram á St. Jósefs - spítala, það getur vel verið að þar séu eins og svo víða kýli sem þarf að stinga á. Sennilega mun enginn sleppa við niðurskurð í þeim þrengingum sem ganga yfir okkur. En breytingar verða ekki gerðar á röngum forsendum eða illa undirbúnar. Engum heilvita manni í rekstri kæmi í hug að segja upp starfsemi, vissi hann ekki hvaða afleiðingar það hefði á fyrirtæki og hvaða sparnað og hvaða tekjumissi það hefði. Slakleg vinnubrögð ráðherrans eru sjálfhætt. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. janúar 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagurinn 1. febrúar Messa kl. 11 Prestar: sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson, Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði. Kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson Sunnudagakóli á sama tíma í Strandbergi Ungbarnamorgnar fimmtudaga kl. 10-12 í umsjá Línu Guðnadóttur. TTT starf 10-12 ára þriðjudaga kl. 17.15 - 18.15 Barnastarf fyrir 7-9 ára fimmtudaga kl. 17-18 www.hafnarfjardarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 1. febrúar Guðsþjónusta kl. 11.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngnemi Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson héraðsprestur Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram í loftsal kirkjunnar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Evrópufundaröð Samfylkingarinnar Lýðræði og sóknarfæri sveitarstjórna. Mánudag 2. febrúar kl. 20 í Sam fylk - ingarhúsinu, Strandgötu 43. Frummælendur: Gunnar Svavarsson þingmaður, Dagur B. Eggertsson borg arfulltrúi, Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra Fundarstjóri: Gunnar Axel Axelsson formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands japönsku kvik - myndina Floating Weeds (1959) eða Reikult er þangið í leikstjórn Yasujiro Ozu. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik mynda - safnið The Purple Rose of Cairo eftir Woody Allen sem kannar mörkin milli skáldskapar og veruleika. Kvikmyndin gerist í kreppunni miklu og greinir frá misheppnaðri gengilbeinu, Ceciliu (Mia Farrow) sem situr dag einn í kvik mynda - sal og verður ástfangin af aðalpersónu mynd arinnar Tom Baxter (Jeff Daniels). Sýningar í Hafnarborg Íslenskir listamenn ljósmyndir eftir Jónatan Grétarsson og Þættir verk eftir Björgu Þorsteins dóttur. Sýning - arnar eru opnar kl. 11-17 en fimmtu - daga kl. 11-21. Lokað er á þriðju dög - um. Frítt er inn. Með blóm í haga Myndlistarmaðurinn Ásdís Þórarins - dóttir opnar sýningu sína ...með blóm í haga, á laugardaginn kl. 14-16 í Gallerí Thors, Linnetsstíg 2. Sýningin stendur til 10. febrúar. Opið daglega frá kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Í 56 ár Guðmundur Valdimarsson lætur af störfum hjá Þjónustu - miðstöð Hafnarfjarðar á morg - un, 30. janúar og hefur hann þá starfað samfleytt hjá Hafnar - fjarðarbæ í 56 ár við hin ýmsu störf. Honum var haldið hóf í hádeginu á þriðjudaginn þar sem Lúðvík Geirsson, bæjar - stjóri og Reynir Kristjánsson, yfirverkstjóri þökkuðu honum fyrir störf í þágu Hafnar fjarð - ar bæjar. Stolið frá Nonna Gull Rúða var brotin í skart gripa - verslun Nonna Gull á Strand - götunni í fyrrinótt. Var arm - bandsúrum og armböndum sem voru í sýningarglugga stol ið. Málið er í rannsókn. Innbrot í hest - hús upplýst Lögreglan hefur haldlagt yfir þrjátíu hnakka sem stolið var í innbrotum í hesthús á höfuð - borgarsvæðinu fyrr í mánuð in - um og síðast hér í Hafnarfirði fyrir rúmri viku. Tvær konur voru handteknar og hafa þær báð ar játað sök. Tveir til við - bót ar tengjast inn brotunum sem eru að mestu upplýst. Þjóf unum tókst að selja eitt hvað af hnökkum en unnið er að því að endur heimta þá. Hnakk arnir voru faldir á ýms um stöðum á höf uð borgar svæð inu en þeir fund ust við hús leitir sem og nokkrir aðrir munir sem einnig var stolið í þess um innbrotum. Lögreglu menn á svæðis stöð - inni í Hafn arfirði sjá um rann - sókn málsins. Einar K. Guðfinnsson, sjávar - útvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð sem heimilar veiði á hrefnu og lang - reyði til ársins 2013 skv. veiði - ráðgjöf Hafrannsóknar stofn unar. Eitt hafnfirskt fyrir tæki, Hvalur hf. hefur stundað hvalveiðar og seldi síðast hval kjöt til Japans. Skip félagsins eru í Reykja - víkurhöfn og vinnslu stöð í Hval - firði en frystigeymslur hér í bæ. Hvalveiðar heimilaðar

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.