Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 4
Hafnarfjarðarbær er það sveit - ar félag á höfuðborgarsvæðinu sem er með hæst hlutfall barna og unglinga. Það hefur verið stefna jafnaðarmanna að hlúa vel að börnum og ungling um og laða til sín barna fjölskyldur til að taka þátt í upp bygg - ingu bæjarins. Sjálf - stæðismenn í Hafnar - firði hafa gert mikið úr útsvarsálagningu og bera oft saman Hafn ar - fjörð við Garðabæ. Í f já r hagsáæt lunum 2009 er útsvar í Garða - bæ 12,46% en 13,28 í Hafnar firði. Það segir þó ekki alla sög una. Það er hægt að skatt leggja barnafjölskyldur á fleiri vegum en gegnum útsvarið, þ.e. með háum þjónustugjöldum. Berum saman tvær fjölskyldur, önn ur býr í Garðabæ en hin í Hafnar firði. Í þessum fjöl skyld - um eru þrjú börn, 13, 7 og 4 ára og æfir 13 ára barnið tvær íþrótta - greinar, það 7 ára eina og 4 ára barnið tekur þátt í íþrótta skóla. Greitt er fyrir mat í skól anum, frístundaheimili fyrir það 7 ára í þrjá tíma á dag og það 4 ára er í leikskóla 8 klukkustundir á dag. Þegar systkinaafsláttur og niður - greiðslur/hvatapeningar í íþrótta - starfi hafa verið reiknuð inní dæmið, þá greiðir fjöl skyld an í Garðabæ 268.193 krónum meira á ári fyrir þessa þjónustu en fjöl - skyldan í Hafnar firði. Horfum svo til út svars ins og sjáum hver munurinn er í raun á þessum pró sent um. Tök um dæmi um ein stakling með 300.000 í tekjur á mán - uði. Sá ein staklingur sem er búsettur í Hafn - arfirði borgar 2,361 krón ur meira í útsvar á mán uði en ein stakl ing - ur sem býr í Garðabæ. Á ári eru það 28.332 krón ur og fyrir hjón sem eru með saman - lögð laun uppá 600.000 þúsund á mánuði eru það 56.664 krónur á ári. Það þarf engan stærð fræðing til að átta sig á því hversu barna- og fjöl skyldu vænn Hafnar fjarðar bær er og þegar á botninn er hvolft, þá greiða barna fjöl skyldur í Hafnar - firði mun minna í „skatta“ heldur en sam bæri legar fjöl skyldur bú - settar í Garðabæ. Margt smátt gerir eitt stórt! Það ber að hafa það í huga þegar horft er til ann - arra sveitarfélaga og saman - burður er gerður. Hafnar fjörður hef ur verið, er og mun verða það sveitarfélag sem sér til þess að börn og unglingar hafi öll tæki - færi til að blómstra burt séð frá efnahag fjöl skyld unnar. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Námskeið í sálrænum stuðningi verður haldið Dagskrá: • mánudaginn 23. febrúar kl. 17:30 – 21:30 í Álftanesskóla. • Leiðbeinandi verður Elín Jónasdóttir, sálfræðingur. • Þátttaka er ókeypis. • Skráning á sigrunedda@gmail.com eða í síma 848 2044. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: - öðlist þekkingu í sálrænum stuðningi - læri að greina viðbrögð fólks sem lendir í sársaukafullum og erfiðum aðstæðum - þjálfist í að veita þeim sem eiga um sárt að binda stuðning og umhyggju. Ókeypis námskeið Margt smátt gerir eitt stórt Margrét Gauja Magnúsdóttir Samanburður á kostnaði Garðabær Hafnarfjörður 13 ára: Knattspyrna (árgjald 44.000 15.000 13 ára: Handbolti (árgjald) 44.000 15.000 13 ára: Matur í skóla (10 mánuðir) 94.160 44.280 7 ára: Handbolti (með systkynaafsl.) 24.750 10.000 7 ára: Heilsdagsskóli (3 klst.) 150.000 104.220 7 ára: Matur í skóla (10 mánuðir) 94.160 44.280 4 ára: Leikskóli, 8 klst., 11 mán. 329.670 250.767 4 ára: Íþróttaskóli 25.000 4.000 Samtals 805.740 487.547 Hvatapeningar -50.000 Samtals 755.740 487.547 Mismunur -268.193 Ég var að hlusta á „Samfélagið í nærmynd“ þar sem Leifur ræddi við fyrrverandi skip - stjórnarmann hjá Landhelgisgæslunni. Talið barst að agaleysi Íslendinga sem vilja helst ekki láta neitt stjórna sér nema eigin geðþótta. Maðurinn var að tala um göngu - æfingar landhelgis - gæslu manna sem hefðu þann tilgang að efla athyglisgáfu þátttakenda og hæfni þeirra til að taka á móti og verða við skipunum sem er auð vitað bráðnauðsynlegt hjá Land - helgisgæslunni, lög - regl unni o.fl. Þessi ágæti maður vildi meina að óhlýðni og agaleysi Íslendinga ætti sér stoð í genum okkar sem fengin væru frá víkingunum. Ég minnist þess í ár daga Flug mála stjórn arinnar þegar Agnar Kofoed Han sen var að móta þá stofn un þá lét hann tilvonandi flugumferðarstjóra æfa það að ganga í takt. Skyldi Agnar sem hafði fengið þjálfun í danska hernum hafa verið á sömu skoðun? Kannske við Hafn - firðingar ættum að ríða á vaðið og taka upp markvissar göngu - æfingar, ganga í takt, í leik - fimitímum skólanna í stað þess að vera í eilífum bolta leikj um sem ekki eru vel til þess fallnir að stuðla að ögun en efla frekar árásargirni þátttakenda. Þessu er hér með komið á framfæri við skólayfirvöld í Hafnarfirði. Höfundur er fyrrverandi sjó - maður og flugumferðarstjóri. Óhlýðni gen frá víkingum? Hermann Þórðarson Helgina 30. jan. til 1. feb. fór fram Deildarbikarkeppni hjá 5. flokki karla á yngra ári í hand - bolta. Var leikið á Ásvöllum og í íþróttahúsuni Strandgötu. Alls töku 27 lið frá 13 félögum þátt og voru spilaðir 80 leikir. Lið FH sigraði lið Fram í úrslitaleik með miklum yfirburðum, 18-9. Sigrinum var fagnað á laugar - dagskvöldinu með diskóteki en FH hélt mót fyrir stúlkurnar og var því tilvalið að halda sam - eiginlega uppákomu þar sem Jónsi mætti á svæðið. Um þar síðustu helgi var haldið sama mót fyrir eldra árið í 5. flokki og nú í Framheimilinu. Þar var töluvert meiri spenna þar sem 3 lið spiluðu í úrslitum, Selfoss, Fram og FH. FH sigr - aði Fram 11-9 og gerði síðan jafn tefli við Selfoss 12-12 í æsispennandi leik. FH dugði jafntefli og eru því einnig deild - ar meistarar eldra árs í 5 flokki karla. Glæsilegur árangur hjá þessum ungu strákum sem eru fæddir 1995 og 1996. Ungir deildarbikarmeistarar L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Deildarbikarmeistarar FH í 5. flokki, bæði yngra og eldra árs, ásamt þjálfurum sínum. FH ingar sigruðu í tíu greinum á Meistaramóti Íslands í frjáls - íþróttum sem fram fór um þar síðustu helgi. Karlalið FH sigr - aði í 9 greinum af 13. Alls er keppt í 26 greinum á MÍ. Kristinn Torfason sigraði mjög örugglega í langstökki og þrí - stökki. Kristinn bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki karla þegar hann stökk 15,05 metra og bætti árang ur sinn í greininni um 72 cm og um leið Íslandsmet Friðriks Þór Ósk - arssonar ÍR um 13 cm. Óðinn Björn Þorsteinsson varp aði kúlunni lengst allra og vann besta árangurinn í karla - flokki á mótinu. FH-ingar sigruðu þrefalt í kúluvarpinu, Bergur Ingi Pétursson varð annar og Jón Ásgrímsson varð þriðji. Karlasveit FH sigraði í 4x400 m boðhlaupi mjög örugglega. Í sveitinni voru Þorkell Einarsson, Guðmundur Heiðar Guðmunds - son, Björgvin Víkingsson og Trausti Stefánsson. Trausti sigr - aði einnig í 200 m hlaupi og 400 m hlaupi og varð þriðji í 60 m hlaupi, 1/100 frá fyrsta sæti. Björn Margeirsson sigraði örugg lega í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Örn Davíðsson sigr aði í hástökki og þá sigraði Þórey Edda mjög örugglega í stangar stökki og stökk 4 metra. Kvennasveit FH varð í öðru sæti í 4x400 m boðhlaupi. Í sveit inni voru Dóra Hlín Lofts - dóttir, Sara Úlfarsdóttir, Helga Lísa Helgadóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir. Heiður Ósk varð einnig önnur í 200 m hlaupi. Kristinn Torfason bætti sig í 200 m hlaupi og varð annar. Björgvin Víkingsson varð þriðji í 60 m grindahlaupi og Birna Varðar - dóttir varð þriðja í 3000 m hlaupi. Karlasveit FH sigraði örugg - lega í stigakeppni mótsins, Kvenna lið FH varð í öðru sæti og sameiginlegt lið karla og kvenna varð í öðru sæti í stiga - keppninni. Bergur Ingi kjörinn frjálsíþróttamaður ársins Frjálsíþróttasamband Íslands valdi nýlega Berg Inga Pétursson úr FH frjálsíþróttamann ársins 2008 og tók hann við farand - bikar af því tilefni. Bergur Ingi þríbætti Íslands metið í sleggju - kasti á árinu 2008 samtals um 4,18 metra. 10 Íslandsmeistaratilar í frjálsum Kristinn Torfason bætti 30 ára gamalt met í þrístökki Bergur Ingi Pétursson L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.