Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Úrslit: Handbolti Karlar: Nordhorn - Haukar: 38-31 Haukar - Nordhorn: 21-34 FH - Akureyri: 38-32 Konur: KA/Þór - FH: 21-36 Haukar - Stjarnan: 24-30 Körfubolti Konur: KR - Haukar: miðv.dag Karlar: Haukar - Fjölnir: 77-75 Næstu leikir Handbolti 19. feb. kl. 19.30, Digranes HK - FH (úrvalsdeild karla) 20. feb. kl. 19, Ásvellir Haukar - Fylkir (úrvalsdeild kvenna) 21. feb. kl. 14, Ásvellir Haukar - Valur (úrvalsdeild karla) 21. feb. kl. 16, Kaplakriki FH - HK (úrvalsdeild kvenna) 25. feb. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Víkingur (úrvalsdeild karla) Körfubolti 19. feb. kl. 19, Laugard.höll Ármann - Haukar (1. deild karla) 22. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Hamar (úrvalsdeild kvenna) 25. feb. kl. 19.15, Keflavík Keflavík - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Mætum á heimaleiki FRAMBOÐ Sara Dögg vill á lista Samfylkingar Sara Dögg Jónsdóttir (35) skólastjóri Barnaskóla Hjalla - stefnunnar í Hafnarfirði hefur tilkynnt framboð sitt í próf - kjöri Samfylkingarinnar í SV- kjördæmi. Sækist hún eftir 3. sæti. Forval hjá VG Stjórn kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi hefur ákveð ið að efna til forvals vegna komandi alþingiskosninga. Fimm manna kjör stjórn mun leggja fram drög að forvalsreglum á al - mennum fulltrúaráðsfundi kjör - dæmisráðsins 21. febrúar. Jafn - framt er lagt til að for valið verði 5. og 6. mars og að fram boðs - frestur sé til 23. febrúar. Ólafur Þór vill á lista VG Ólafur Þór Gunnarsson, (45) öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í forvali VG í Suðvestur kjördæmi. Ólafur hefur verið bæjarfulltrúi VG í Kópavogi frá 2006 en hefur auk þess gengt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, og á nú sæti í aðal - stjórn hans. Hann sækist eftir 3.-4. sæti Íþróttir Eldsneytisverð 18. febrúar 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 142,8 159,2 Atlantsolía, Suðurhö. 138,8 159,1 Orkan, Óseyrarbraut 138,2 158,5 ÓB, Fjarðarkaup 138,3 158,6 ÓB, Melabraut 142,8 159,2 Skeljungur, Rvk.vegi 144,4 162,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 Sími 867 2273 FH konur í bikarúrslit FH-ingar leika til úrslita við Stjörnuna í bikarkeppni kvenna í handbolta. Liðið, sem er í 5. sæti í úrvalsdeild lagði KA/Þór 35-21. Leikið verður í Laugar dals höll 28. febrúar kl. 13.30. Topplið Hauka tapaði hinum undan - úr slitaleiknum með 6 marka mun fyrir Stjörn unni sem er í 2. sæti í úrvals - deildinni. Öskudagurinn 25. febrúar Lifandi miðbær Thorsplan kl. 13-14:30 Slegið úr tunnum Skemmtiatriði frá félagsmiðstöðvum. Öskupokakeppni Já krakkar, við ætlum að halda okkur við þessa skemmtilegu hefð. Nú er að sauma flotta öskupoka og taka þátt. Setjið miða í pokann með nafninu ykkar og skilið á sviðinu á Thorsplani. Rauði Krossinn og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á heitt kakó og vöfflur í sal Rauða Krossins v/Thorsplan. Bókasafn Hafnarfjarðar Kl. 10-11 Sögustund Aðalfundur Álftanesdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 11. mars kl. 18:00 í Haukshúsum á Álftanesi. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Önnur mál Fundarseta er öllum heimil. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Aðalfundur Ef hin unga ríkisstjórn sem forsjónin gaf okkur fær dyggan stuðning þeirra sem vilja vera sannir Íslendingar þá tekur það aðeins 3 ár að keyra þjóðar skút - una uppúr þeim brotsjó sem nú fergir hana. Að öðrum kosti getur það tekið 10 ár, og útúr væntan legri nýrri stjórnarskrá komi lík lega aldrei ákvæði um þjóðareign auð - linda því græðgis hjólið færi aftur af stað. Alþjóð veit að eng inn stjórn mála mað ur er heil steyptari og sann ari Íslendingur en Jóhanna Sigurðardóttir sem á ekki langt að sækja þá kosti. Stýris hjól þjóð - arskútunnar er búið að vera alltof lengi í hönd um áru sem stjórnast hefur af sofanda hætti, grand - varaleysi og greindar skorti. Fyrir hönd hins almenna ríkis borg ara. Nú er mæl irinn barma fullur þökk sé Herði Torfa syni fyrir að standa fyrir frið sam legum mótmælum gegn alltof löngu pólitísku of beldi sem hefur plagað þjóðfélag vort í áraraðir. Stjórn mála flokkurinn sem ég, einn af 12 ein staklingum er vísirinn að, hann hefur brugðist uppruna sín um. Þessvegna segi ég mig hér með úr Frjáls lynda - flokknum. Hann var stofnaður gegn tilveru hins alræmda kvóta - kerfi sem er búið að leggja í rúst lands byggð ina og alla fiskistofna umhverfis land ið. Ég hefi svo sem alþjóð veit skrifað í öll dagblöð landins frá því 1980 um sjávar út - vegsmál og þjóðmál almennt. Allt sem ég hef sagt í greinum þess um í gegnum tíð - ina hefur komið fram í réttri röð. Þar sem ég veit að 75% þjóð ar - innar er í höfuð atrið um sammála lífskoð unum mínum þá finnst mér ég knúinn til að segja sannfæringu mína sem sannur Íslendingur, ann að væri óheiðarlegt. Við getum bókað það að mér per sónu lega fylgja minnst 400 at kvæði á kjördag. Góðir Íslend ingar, stöndum saman utan um uppbyggingu nýs Íslands. Berj umst saman með jafnaðar - sjónar mið og heiðarleika að leiðarljósi. Skipt um atkvæðum okkar jafnt á milli Sam fylk - ingarinnar og Vinstri-grænna, það verða heilla spor fyrir landið okkar. Munið að sameinaðir stönd um vér en sundr aðir föllum vér. Því er ekki ráð leggt að tvístra okkar litla þjóðfélagi með mátt - vana framboðum. Ávarp Garðar H. Björgvinsson L jó s m .: E lv a r F re y r P á ls s o n Smáauglýsingar aðeins 500 kr. a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.