Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 6
Sumarblóm fyrir 1,1 milljón 48% munur var á hæsta og lægsta tilboði í sumarblóm fyrir Hafnarfjarðarbæ. Gróðrastöðin Mörk átti lægsta tilboðið, 1135 þús. kr. sem var 92,7% af kostn - aðar áætlun. Alls bárust 4 tilboð. Skipulagsdagar ekki skv. óskum skólastjórnenda Fræðsluráð samþykkti 12. janúar sl. að velji grunnskólar að hafa vetrarfrí skulu allir hafa það á sama tíma. Einnig að starfs - dagar í leik- og grunn skól um verði samræmdir nú þegar þeir verða jafnmargir á báðum skóla - stigum á starfstíma skóla frá og með næsta skólaári. Í framhaldi af þessu gerði sviðstjóri fjölskyldusviðs til lögur að vetrarfrí í grunnskólum verði dagana 29. og 30. október 2009. Einnig að starfsdagar í leik- og grunnskólum verði 29. sept. og 18. nóv. 2009 og 4. jan., 26. feb. og 25. maí 2010. Ennfremur að skólasetningardagur allra grunn - skóla verði 21. ágúst. Skólastjórar Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla voru ekki sáttir við tillöguna og lögðu fram bókun og mótmæltu því að skipulagsdagur yrði settur mánudaginn 4. janúar. Því til rökstuðnings nefna þeir að í Hraunvallaskóla og Víði staða - skóla sé tveggja anna kerfi. Haustönn ljúki formlega 14. janúar og þá taki við frágangur námsmats og foreldraviðtöl. Telja þeir nauðsynlegt að hafa skipulagsdag í kringum 20. jan - úar. Með því að setja alla skólana undir sama hatt er verið að koma til móts við óskir foreldra, en jafnframt er vegið að sjálfstæði skólanna og því skipulagi sem þar er í gangi. Ekki var tekið tillit til athuga - semda skólastjóranna og var tillaga sviðsstjórans sam þykkt með þremur atkvæðum en tveir sátu hjá. Bókaði fulltrúi Sjálfstæðis - flokks og taldi tillöguna vega að sjálfstæði skóla og skóla stjórn - endum bæjarins með til skipun af þessu tagi. Eins og kom fram í síðasta Fjarðarpósti hefur Bláfjallavegur oft verið ófær í vetur vegna snjóa. Skv. upplýsingum Péturs Matt - híassonar upplýsingafulltrúa Vega gerðarinnar er vegurinn á milli Bláfjalla og Vatnsskarðs ekki á áætlun um vetrarþjónustu, snjómokstur eða hálkuvörn og hefur ekki verið undanfarin ár. Hann segir ekki venju að merkja vegi þó þeir séu ekki ruddir eða ófærir vegna snjóa. Því verða Hafnfirðingar að fara í gegnum Garðabæ, Kópavog og Reykjavík til að komast á skíða - svæði höfuð borgar svæð isins nema þeir vilji eiga á hættu að festast eða þurfa að snúa við. Það er yfirstjórn Vega gerð - arinnar sem tekur ákvörðun um snjómokstur en snjómokstri á SV- svæði er stýrt frá þjónustu mið - stöð Vegagerðarinnar í Hafnar - firði. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Hluti Bláfjallavegar ekki á snjómokstursáætlun Lengir leiðina fyrir Hafnfirðinga á skíðasvæðin HS Orka hf / HS Veitur hf óska eftir að ráða tímabundið í starf þjónustufulltrúa staðsettan í Hafnarfirði Þjónustufulltrúi – starfsstöð Hafnarfirði Ráðið er til ársloka 2009 HS Orka hf var stofnuð 1. desember 2008 þegar Hitaveita Suðurnesja hf (HS hf) var skipt í HS Orku hf og HS Veitur hf. HS Orka hf framleiðir heitt vatn og raforku í orkuveri sínu í Svartsengi ásamt því að framleiða rafmagn í raforkuveri á Reykjanesi. HS Veitur hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, á Álftanesi, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Orku hf / HS Veitur hf eru 5 þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Árborg og í Svartsengi. Hjá HS Orku hf starfa um 128 starfsmenn. Í starfi þjónustufulltrúa fellst m.a.: • taka á móti símtölum sem koma inn í fyrirtækið og vísa til viðeigandi aðila • skrá þjónustubeiðnir í upplýsingakerfi HS • taka á móti þeim viðskiptavinum sem þurfa að hafa samskipti við starfsmenn HS • skráning og fullnaðar úrvinnsla ofl. Hæfniskröfur: • góð þekking og reynsla í tölvunotkun • reynsla af almennum skrifstofustörfum • sjálfstæð vinnubrögð • góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu HS Orku hf / HS Veitum hf, Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði eða Brekkustíg 36, Njarðvík. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu fyrirtækisins www.hsorka.is. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Umsóknir skulu berast þangað eigi síðar en föstudaginn 6. mars 2009. Í 72. gr.laga um fjöleignarhús nr. 26 frá 1994 og með síðari breytingum segir: „Stjórnin skal sjá um að bókhald húsfélagsins sé fært og haldið á réttan og fullnægjandi hátt. Skulu á tíðkanlegan hátt færðir glöggir efna hags- og rekstrar - reikn ingar.“ Það sækir á mig sá grun ur að í mörgum hús félögum sé sá hátt - ur hafður á að gjald - keri húsfélagsins inn - heimtir húsgjöld eða lætur banka inn heimta þau, greið ir reikninga, færir bók - haldið, býr til efnahags- og rekstr ar reikning sem síðan ef til vill er endurskoðaður af ein um eiganda í húsfélaginu. Ég er eiginlega viss um að þess ir hlutir eru framkvæmdir í mörg um húsfélögum af van - kunnáttu enda ekki nema von þar sem það er ekki á allra færi að færa bókhald og stilla upp efna - hags- og rekstrarreikningi þann - ig að úr verði glögg reikningsskil sem gefa rétta mynd af rekstri og eignum félagsins. Almennt er það álit þeirra sem vinna við bókhald og reikn - ingsskil að ekki sé talið eðlilegt að gjaldkeri sjái um innheimtu hús gjalda, greiðslu reikninga, færslu á bókhaldi og upp setningu á efna hags- og rekstrar reikn ingi, þrátt fyrir að ein hver fari yfir færslur gjald kerans af hálfu hús félagsins. Góð vinnu brögð væru ef óvið komandi aðili sæi um færslu bókhalds og uppsetningu á rekstr - ar- og efnahags reikn - ingi og væri þar með eftirlit með færslum gjald kerans og síðan færi kjörinn skoð unarmaður hús - félags ins yfir bækurnar. Einhver sakamál hafa komið upp í gegnum tíðina vegna mis - færslna gjaldkera sem orðið hafa til þess að eigendur hafa tapað stórfé. Ég vil eindregið benda hús - eigendum í fjöleignarhúsum á að skoða hvernig þessum málum er háttað í þeirra húsfélagi. Höfundur er viðurkenndur bókari og framkvæmdastjóri Bókhaldsstofunar ehf. Gjaldkerar húsfélaga Magnús Waage Neyðarlínan og barnaverndar - yfirvöld hafa verið sam starfs - aðilar frá því í ársbyrjun 2004 til að tryggja öryggi barna og að - gengi þeirra að aðstoð þegar upp koma aðstæður í lífi þeirra sem gera það að verkum að þau þarfn ist hjálpar. Samskiptin fara fram í fullum trúnaði gagnvart öðrum en barnaverndarnefnd. Hægt er að hringja í neyðar - línuna allan sólarhringinn og fá samband við barnaverndar - nefnd ir í landinu. Vafi kemur upp í hugann – en það er betra að hringja en að sleppa því. Það er veitt ráðgjöf sím leiðis varðandi vandann og í ein staka tilfellum mun barna - verndarstarfsmaður fara á heim - ili viðkomandi barns og kanna aðstæður. Hvað er neyð? Neyð er að barn búi við ofbeldi, drykkju, fíkni - efnaneyslu foreldra eða aðra van rækslu sem skapar því hættu. Tilkynningaskylda samkvæmt barnaverndarlögum Samkvæmt barnaverndar lög - um er „hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óvið unandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvar lega hættu er skylt að til - kynna það barnaverndarnefnd.“ Í barnaverndarstarfi eru hags - munir barna alltaf hafðir í fyrir - rúmi. Reynt er að vinna með fjölskyldu barnsins til að bæta þær aðstæður sem það býr við. Markmið barnaverndarvinnu er að styrkja fjölskyldur í upp - eldishlutverki sínu og beita úr - ræðum til verndar börnum þegar það á við. Barnaverndarstarfsmenn í Hafnarfirði. Barnaverndarnúmerið 1 1 2 Látum börnin okkur varða, hringdu þótt þú sért í vafa Bókhaldsuppgjör • Skattaframtöl Fyrir einstaklinga og fyrirtæki - lítil sem stór Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.