Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 8
Raunir bygg - ingar fulltrúa Svo virðist sem við öll kvört - um og kveinum yfir skrifræði og afskiptasemi byggingaryfirvalda og alltaf eru að koma fram frásagnir um annaðhvort yfir - gang eða tómlæti þeirra. Í fund - ar gerðum skipulags- og bygg - ingar fulltrúa má oft lesa um undarlegar framkvæmdir og í einni mátti lesa eftirfarandi um framkvæmdir við hús að Eyrar - tröð: „Sótt er um leyfi til að breyta áður samþ. teikn. þannig að starfs mannahús stækkar um 1,5 m og lyftist upp um 20 cm. Beð ið hefur verið um fokheldis - vottorð fyrir húsið. Komið hefur í ljós að ekki liggja fyrir sam - þykktar teikningar. Teikningar liggja fyrir, en húsið hefur ekki verið byggt í samræmi við þær. Skipulags- og byggingar full - trúi óskar eftir reyndar teikn ing - um af húsinu innan fjögurra vikna.“ Svona virðist víða vera pottur vera brotinn hjá húsbyggjendum og kannski embætti byggingar leggi meir áherslu á svona mál, nú þegar nýbyggingum fækkar. Sveitarfélög vinni hljóðkort Árið 2005 var samþykkt reglu - gerð sem skyldar sveitar félög að vinna hljóðkort fyrir umferðar - meiri götur og í framhaldi af því að útbúa aðgerðaráætlun fyrir þá staði sem hljóðvist fer yfir leyfi - leg mörk. Húsfélag við Hring - braut 2 hefur kvartað yfir um ferð - ardyn og samþykkti undir bún - ingshópur umferðarmála að það yrði skoðað samhliða fyrr greindri vinnu. Vinnu við korta gerð ina skal vera lokið árið 2012. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Ég hef stundað Suðurbæjar - laugina frá því að hún var opnuð, ásamt öðru góðu fólki, mér og þeim til heilsubótar. Þetta er eina úti sundlaugin í Hafn - ar firði með frábæra úti aðstöðu, sem að mínu mati er sú besta á land inu. Því vekur það furðu mína að það skuli vera ákveðið að hálfu bæjarstjórnar Hafn ar fjarðarbæjar að loka lauginni á besta tíma sumarsins í júní og júlí. Það góða starfsfólk sem þar vinn ur sýndi mér tilkynningu á dög unum um þessa ákvörðun. Og hver er tilgangurinn. Jú, mér er sagt að þetta sé gert í sparn - aðarskyni svo ekki þurfi að ráða sumarfólk í afleysingar. Bæjar - stjórn Hafnarfjarðar væri nær að spara á öðrum sviðum í staðin fyrir að loka þessari heilsulind á besta tíma ársins. Allir bæjarbúar vita það að bærinn er mjög skuld settur, en á það á bitna á okk ur sem stundum þessa heilsu lind. Það veitir ekki af í þessu erfiða árferði að fólk geti hresst upp á sál og líkama í þess - ari frábæru úti sund laug. Bæjarstjórinn Lúð - vík Geirsson hefur aldrei komið þarna og skil ur líklega ekki hvað hann er að gera með þessu. Honum hefði verið nær að sína hug rekki upp á eigin spýtur og leyfa stækk - un Álversins á sínum tíma. Það hefið hjálpað mikið til í erfiðu ástandi eins og nú blasir við. Einnig er ég viss um það að hægt sé að skera niður hjá bænum, t.d. lækka laun tíma - bundið hjá öllum starsmönnum bæjarins, eins og þeir sem eru í einkageiranum hafa verið að gera. Ég skora því á bæjarstjórann og hans fólk að draga þessa ákvörðun til baka. Höfundur er leikari og markaðsstjóri. Hvers vegna á að loka Suðurbæjarlauginni? Magnús Ólafsson Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem á sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar beinir til mín nokkrum fyrirspurnum í síðasta tölublaði Fjarðarpóstins sem sjálfsagt er að svara í stuttu máli. Henni er sérstaklega hug leikin fjár hagsstaða bæjar félags ins og þær að stæð ur sem nú blasa við í fjárhags- og rekstr - ar mál um í framhaldi af hruni bankanna og efna - hags kerfis þjóðarinnar. Fréttir af lántökum bæj arins og lánskjörum hafa verið kynntar af bæjarfulltrúum Sjálf - stæð is flokksins sem bæði stór felld - ar lántökur og á óhagstæðum kjör - um. Staðreyndin er sú að Hafnar - fjarðarbær hefur á undanförnum mánuðum tekið minni fjárhæðir að láni en til að mynda nágranna sveit - ar félag okkar Kópavogur og lánskjör sem bæjarfélaginu hafa stað ið til boða hafa almennt verið með þeim hagkvæmustu sem í boði eru. Hafnarfjarðarbær hefur undan - farin 6 ár ekki tekið eina einustu krónu að láni til að mæta rekstrar - útgjöldum. Þvert á móti þá voru erlend lán aðalsjóðs greidd niður um hátt í 3 milljarða á síðasta kjör - tímabili. Á sama tíma var ráðist í miklar framkvæmdir og eigna - uppbyggingu og þau verkefni fjár - mögnuð nær algerlega af tekj um bæjarins. Þegar ljóst var á sl. vori að erfið - leikar voru víða í fjármögnun hjá einstaklingum og fyrirtækjum og lóðarhafar gátu ekki staðið í skilum með sín lóðakaup var ákveðið að tryggja bæjarfélaginu fjármagn til fram kvæmda meðan erlendir lána - markaðir voru að bjóða hagstæð kjör. Jafnframt var fengið innlent langtímalán hjá lánasjóði ísl. sveitar félaga á hagstæðum kjörum til að mæta lokaframkvæmdum við fráveitukerfi bæjarins. Þessir fjármunir hafa verið notað ir til framkvæmdaverka en einnig nú á síðustu mánuðum til að mæta endurgreiðslum á bygginga - lóðum sem einstaklingar og fyrir - tæki hafa skilað inn í stórum mæli eftir efnahagshrunið í október sl. Þar er Hafnarfjarðarbær að takast á við sama vanda og fjárútstreymi og önnur helstu sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu. Það lán sem tekið var fyrir skömmu með veði í núverandi og fyrrum þjónustumiðstöð bæjar ins er innlent bankalán til skamms tíma og með mjög hagstæðum upp - greiðsluskilmálum. Það lán var tekið til að mæta tímabundið útgreiðslu vegna lóðaskila. Varð - andi veðákvæði um ræddra lána, þá hefur verið upplýst að það er skilyrt af hálfu hinna nýju opinberu banka að trygg veð fylgi hverju láni og þar gildir sama um sveit - arfélög sem aðra aðila. Þar að auki var það að mörgu leyti heppilegt að geta sett slíkt veðlán á eldri þjónustumiðstöð bæjarins til að auðvelda sölu á þeirri eign. Fyrri sölu samn - ingur við steypufyrir tækið Mest varð ógildur við gjald þrot fyrir - tækisins á sl. hausti. Nú liggur fyrir nýtt kaup tilboð í um rædda eign þar sem kaup andi óskar eftir að taka yfir áhvílandi lán. Ekki er það óhag stæðara en svo. Í fjárhagsáætlun ársins 2009 er lánsfjárheimild uppá 2,8 milljarða króna til að mæta áætluðum ný - fram kvæmdum á árinu og uppgjöri vegna lóðarskila. Það liggur alveg ljóst fyrir að bæjarfélagið mun ekki frekar en önnur sveitarfélög á land - inu ná inn á næstu mánuðum stór - um tekjum vegna lóðasölu. Þvert á móti þá verður höfuð við fangsefnið að takast á við það tekjutap sem áætlað er um 1 milljarður króna eða 10% af heildarskatttekjum vegna lækkandi skatttekna í kjölfar sívaxandi atvinnuleysis. Það er sá þjóðfélagsvandi sem sveitarfélög jafnt sem heimili landsins takast á við nú í framhaldi af hruni þeirrar frjálshyggjustefnu í fjármálum þjóðar innar sem Sjálfstæði flokk - urinn ber höfuðábyrgð á að hafa innleitt hér á umliðnum árum. Til að mæta þessum tekjusam - drætti verður að draga saman í útgjöldum og hagræða sem mest má. Í þeim efnum liggja fyrir skýrar tillögur sem mótaðar voru við gerð fjárhagsáæltunar sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 8 at - kvæð um af 11 þann 7. janúar sl. Ég trúi ekki öðru en það sé fullur vilji allra kjörinna bæjarfulltrúa að koma sameiginlega að því verkefni sem blasir við og þarf að takast á við á næstu mánuðum. Mikilvægt er að sem breiðust samstaða sé um þær áherslur og ákvarðanir sem teknar eru við jafn sérstakar að - stæður sem þjóðin stendur frammi fyrir, hvort heldur er í landsmálum almennt eða heima í héraði. Forsenda fjárhagsáætlunar er sú að verja og vernda þjónustu og velferð í bæjarfélaginu, en draga saman sem mögulegt er í fram - kvæmdum og rekstri þar sem þess er kostur. Skólakerfið tekur um 60% af heildarútgjöldum bæjar - félagins og að sjálfsögðu þarf að leita hagræðingar þar sem annars staðar. Þær leiðir sem farnar verða munu ekki koma niður á almennri kennslu eða þjónustu við nem - endur, enda skýr lög og ákvæði sem gilda um ákveðin viðmið í þeim efnum. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir verklokum í Kaplakrika á árinu 2009 en áætlað er að um 900 milljón ir þurfi til þeirra fram - kvæmda. Sú fjárhæð er inni í lánsfjáráætlun ársins en fram - kvæmdahraði mun eins og í öðrum fyrirhuguðum verkum, ráðast af því hvaða lánsfé stendur til boða. Bæjarfélagið hefur verið með fjár - hags málefni nokkurra íþrótta og æsku lýsfélaga, ekki aðeins Hauka, inná sínu borði og ljóst að mörg félög og deildir eiga í nokkrum erfiðleikum. Eftirlitsnefnd bæjarins og ÍBH með fjárhagmálum íþróttafélaganna hef ur farið yfir einstök mál og lagt fram sínar tillögur sem bæjaráð hef ur einróma tekið undir, en þær tillögur ganga m.a. út á að félögin leiti sam komu - lags við sína lána drottna. Varðandi sundlaugar í bænum þá er ljóst að nýja sundmiðstöðin á Völlum hefur fengið frábærar móttökur bæjarbúa, enda margir beðið lengi eftir þeirri glæsilegu aðstöðu. Auk þess að sinna skóla - sundi fyrir þrjá af grunnskólum bæjarins, þá gjörbreytti laugin allri aðstöðu og möguleikum í starfsemi bæði Sundfélgsins og Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra. Með tilkomu laugarinnar gefst líka loks tækifæri til að fara í nauðsynlegar endur bæt - ur og viðgerðir á Suður bæjar - lauginni. Um leið og skólum lýkur í vor verður þeirri laug lokað tímabundið vegna viðgerða en vonandi tekst að opna hana að nýju í byrjun ágúst. Að sjálfsögðu er og verður leitað allra leiða til að draga úr kostnaði og hagræða í rekstri þessara mann virkja sem annarra þjónustu stofnana, en hitt er ljóst af reynslu síðustu vikna og mánaða að þörfin fyrir almenningslaugar og heilsu ræktarstofnanir er trúlega aldrei meiri en einmitt núna, eins og allar aðsóknartölur sína. Höfundur er bæjarstjóri. Svar við opnu bréfi Lúðvík Geirsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.