Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 3 herbergja íbúð með yfirbyggðum stórum svölum til leigu á Daggar - völlum. Íbúðin er laus fljótlega, einnig er bílastæði í bílakjallara. Hafið samband: svalaheidberg@gmail.com eða í síma 0045 35133846 2ja herb. 70 fm² íbúð í Norðurbænum til leigu. Leiga 80 þús. Laus fljótlega. Uppl. í síma 694 5412 Rúmgóðar 2ja,og 4ra herb. íbúðir á Völlunum. Leigjast með öllum tækjum, ljósum og gardínum. Leigu - verð 2ja herb. kr. 95.000 +hússjóður kr. 6.362,-. 4ra herb. kr. 126.493 + hússjóður kr. 7.637,- Langtímaleiga. Upplýsingar í síma 869 3469. Einbýlishús til leigu á besta stað í Hafnarfirði. 5 herb, bílskúr, heitur pottur o.fl. á Vesturvangi í Hfj. Laus 1. Mars nk. Leiguverð: TILBOÐ (lágm. 200 þús.kr.) Uppl. Í síma 896 4557. Hugguleg 2ja herbergja íbúð (65m²) á Álftanesi til leigu. Allt nýtt. Stór stofa með glænýrri eldhúsinnrétt ingu og háu barborði. Glænýtt parket í stofunni. Stórt svefn herbergi með sjávarútsýni. Strætóskýli á götunni. Leigist mjög ódýrt. Sími 699 4613. Tilboð! Til sölu Michelin heilsársdekk, 195/50R15, low profile dekk sem ný. Passa undir Getz og fleiri smábíla. Verð ný kr. 100 þ. Seljasat á 30 þús. kr. Uppl. í s. 555 2369/894 8311. Sparaðu 100 þúsund kr.! Nokkurra mánaða, nær ónotað „Sælurúm“ með nuddi frá RB- rúmum til sölu. 120 cm breitt, stillanlegt m. þráðlausri fjarstýringu, vönduð springdýna. Rúmteppi og púðar geta fylgt. Uppl. í s. 896 4613. Óska eftir að kaupa góðan, nýlegan og vel með farinn kerruvagn á sanngjörnu verði. Guðný s. 856 6751 Óska eftir gömlum pc tölvum gefinst til nota í kennslu. Uppl. 896 9410. Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Förðun og neglur. Förðun fyrir öll tækifæri, einnig gelneglur. Uppl. gefur Laufey förðunar- og naglafræðingur, s. 699 4603 Viltu léttast, styrkjast eða auka snerpu? Ég tek að mér einkaþjálfun upp í Kaplakrika á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 895 2705 eða the@mi.is. Þórey Edda Svartur STIGA sleði með rauðu sæti hvarf heimanfrá sér við Blikaás fyrir nokkrum dögum. (Sleðinn hefur ein kenni sem eigandi einn veit um). Ef einhver hefur orðið sleðans var þá vin samlega hafið samb. í s. 695 1976. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r@f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Tapað - fundið Til sölu Þjónusta Húsnæði í boði Heilsa Óskast Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Nudd, slökun og ráðgjöf Er einnig með nuddbekk sem er sérhannaður fyrir barnshafandi konur. Er staðsett í Hafnarfirði. Eygló B. Sigurðardóttir Vægt verð sími 562 7798 og 861 1677 eybjork@centrum.is Heilsunudd Nýtt í Hress! (bak, aðeins 1999,-) Einnig heilsu með ferð (kinezio logic, meridians, viðbragðs meðferð) eða ert þú stressuð(aður)? Sími: 841 0968, Hress: 565 2212 Valentínusargjöf: kr. 3500,- 60mín. – algjör slökun. Við afgreiðslu bæjarstjórnar á lóðaafsölum var afsali fjögurra lóða hafnað þar sem fram - kvæmdir voru hafnar. Álögð gjöld á þessum lóðum voru um 23 millj. kr. Lóðirnar eru á Fífu - völlum, Glitvöllum og Hnoðra - völlum. Hins vegar var samþykkt afsal á einni íbúðarhúsalóð og 2 atvinnulóðum með álögðum gjöld um að upphæð um 36,5 millj. kr. Þessar lóðir eru á Möðru völlum og Norðurhellu. Fá ekki að skila lóðum Ekki hægt að skila ef framkvæmdir eru hafnar Viltu losna við skattframtalið í ár? 1. mars nálgast Þá er ég lausnin. Sé um gerð framtala fyrir einstaklinga. Er viðskiptafræðingur, M.sc. og með reynslu. Fullum trúnaði heitið og MJÖG gott verð. Vinsamlega hafið samband og leitið upplýsinga á skattframtal2009@hotmail.com Hlakka til að heyra frá ykkur! Viljum ráða starfsmenn í aðhlynningu á hjúkrunarheimilið Sólvang. Um er að ræða tímabundið starf og þar á meðal fastar næturvaktir. Einnig vantar starfsfólk til sumarafleysinga. St. Jósefsspítali, Sólvangur er vinnustaður sem leggur áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og að sérhver starfsmaður fái að njóta sín. Nánari upplýsingar veitir: Erla Helgadóttir, erla@solvangur.is og í síma 590 6590. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi vikomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu stofnunarinnar www.stjs.is og skrifstofu Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. St. Jósefsspítali – Sólvangur www.stjs.is Ég get ekki orða bundist leng ur hvað varðar lokun leikskól anna hér í Hafnarfirði. Nú hefur það verið ákveðið af Fræðsluráði að loka í 4 vikur frá 8. júli til 5. ágúst, sem sagt ekkert val. Svona einhliða lokanir verða til þess að margar fjölskyldur ná ekki að vera saman í sumarfríi sem kem ur til af því að margir foreldrar eru skipaðir í sumarfrí á sínum vinnu - stað á öðrum tíma. Ég spyr, er ekki hægt að breyta þessu? Er ekki það sem skiptir máli að fjöl skyldan nái að vera saman? Þegar ég talaði við formann fræðslu ráðs Ellý Erlingsdóttur tjáði hún mér að þetta væri gert í sparn aðarskyni fyrir bæinn, hag - ræðing, nú væru erfiðir tímar fjár - hagslega. Er ekki mikilvæg ast á þessum tíma að fjölskyldan geti verið saman? Er þetta virki lega sparn aður? Er ekki betra að fá fólk inn til afleysinga á leik skólum yfir sumarið heldur en að það sé at - vinnulaust? Við höfum öll fundið fyrir „kreppunni“ fjár hags lega en ég væri svo sannar lega til í að borga 12 mánuði á ári í leik - skólagjöld heldur en 11 og að eins betur til þess eins að geta verið með fjölskyldunni minni í fríi. Vísa ég hér með í fjöl skyldu - stefnu Hafnarfjarðarbæjar 2008- 2010 sem segir meðal annars: „Fjölskyldan gegnir lykil hlut verki í mótun einstaklingsins og er grundvöllur fyrir tengsla myndun og heilbrigðum tilfinn inga þroska. Allir tilheyra fjöl skyldu hvort sem þeir búa einir eða með öðrum. Ennfremur að skilyrði til upp - eldis barna séu ákjósanleg og að fullorðnir geti sem best notið sam - vista með börnum sínum og barnabörnum. Leggja skal áherslu á mikil vægi samveru fjölskyldunnar og einstaklinga á ólíkum aldri. • stuðla að því að jafn vægi ríki á milli atvinnu- og fjöl skyldu lífs, • hvetja til þess að foreldrar geti borið jafna ábyrgð á heim - ilishaldi, umönnun og uppeldi barna.“ Ég veit til þess að Garðabær er ekki með ákveðnar sumarlokanir í leikskólum en skylda er að börn fái frí yfir sumartímann í 4 vikur. Þetta er til þess að fjölskyldan getur notið þess að vera saman í fríi sem veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum. Vil ég í lokin hvetja aðra for - eldra sem standa í sömu sporum að láta í sér heyra. Hlíf Berg Gísladóttir, útivinnandi móðir með barn á leikskóla. Opið bréf til Fræðsluráðs Hafnarfjarðar Fjölskyldan í fyrirrúmi Nokkrir áhugamenn um borð - tennis hafa verið að skoða mögu - leika á að stofna deild í Hafnar - firði jafnvel sem deild í Bad min - ton félagi Hafnarfjarðar en hug - myndir um slíkt eru á byrjunar - stigi. Borðtennis er íþrótt sem auð - velt er að stunda og allir geta tek - ið þátt. Því eru hugmyndirnar sem unnið er út frá, að gera þetta að fjölskylduvænni almennings - íþrótt jafnframt því að gefa keppnis mönnum nægt svigrúm til æfinga undir handleiðslu þjálf ara. Í Hafnarfirði hafa fjöl - margir verið virkir í gegnum tíð - ina í borðtennis, í skólum, félags miðstöðvum og í bíl - skúrum. Verið er að safna saman fólki í undirbúningshóp en forsvars - menn hópsins eru Geir Bjarna - son, Haukur Haraldsson og Jó - hanna Fleckenstein en þau hafa það sammerkt að vera að sýsla með ungu fólki og vinna að uppeldis málum. Þau segja að í dag á tímum kreppu, offitu og hreyfingar - leysis sé kjörið að hugsa jákvætt og ýta undir mann leg samskipti og hreyfingu og mun því verða lögð rík áhersla á félagslega þátt - inn í kring um íþróttina. Svona verkefni styrkjast eftir því sem fleiri koma að undir - búningi og áhugasömum er bent á að hafa samband við Geir í gegnum netfangið geb7@hi.is Borðtennisfélag

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.