Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is Maður lést eftir vinnuslys við Bæjarhraun Banaslys var í húsnæði við Bæjarhraun er verið var að þrýstiprófa loftkút. Lok af kútnum fór í höfuð manns sem stóð þar hjá og lést hann sam - stundis. Hinn látni hét Sigurður Þór ir Hansson til heimilis að Mið - mundarholti í Ásahreppi. Hann var bílamálari og kenn - ari við Borgarholtsskóla. Hann var 59 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og tvö barnabörn. Þrestir syngja fyrir konur á konudaginn! Karlakórinn Þrestir heldur upp á konudaginn, 22. febrúar nk., sem jafnframt er fyrsti dagur Góu, með því að bjóða kon um í Hásali í Hafnarfirði milli kl. 15 og 17. Þar verður boð ið upp á söng en einnig kaffi og meðlæti. Þetta eru ekki hefðbundnir tónleikar held ur mun kórinn koma fram og syngja af og til og þess á milli geta gestir gætt sér á kaffi og meðlæti. Konur fá að sjáf - sögðu frían aðgang en karlar borga litlar 1.000 krónur. Börn eru velkomin. Afdrif togar - ans Júlí GK Fróðleiksmolar Byggða - safns ins verða í kvöld í Pakk - húsinu, Vesturgötu 8 þar sem Steinar J. Lúðvíksson, blaða - maður, flytur fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Nýfundna - landsveðrið 1959“ þar sem rifjaðir verða upp atburðir er bæjarútgerðartogarinn Júlí GK 21 fórst við Ný fundna land með allri áhöfn. Í fyrir lestr - inum mun Steinar fjalla um ástæður þess að Íslendingar sóttu á Ný fundna landsmiðin á þessum árum, veðurofsann og raunir þeirra sem þar voru. Þá mun hann fjalla sérstaklega um Júlí og leitina að honum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst hann kl. 20 í húsa - kynnum Byggðasafns Hafnar - fjarðar, Pakkhúsinu, Vestur - götu 8 og er aðgangur ókeypis. Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Neglur neglur neglur ..fallegar gel neglur Rúmlega eitt þúsund manns eru skráðir atvinnulausir í Hafn ar - firði. Flestir atvinnulausra koma úr byggingariðnaði eða 23% og næst mest úr verslun, um 17%. Lang flestir atvinnulausra, tæpur helmingur er með grunn - nám en um 23% iðnlæðra eru atvinnulausir, háskóla mennt aðir koma þar á eftir með um 14% atvinnuleysi. Ef atvinnuleysi er skoðað eftir aldri kemur í ljós að um fjórð - ungur atvinnulausra eru á aldr - inum 30-39 ára og litlu færri eru á aldrinum 16-24 ára. Minnst atvinnuleysi er hjá fólki yfir fimmtugt, sérstaklega milli 60- 69 ára. 135 á aldrinum 50-59 eru atvinnulausir og 54 á aldrinum 60-69 ára. Rétt er þó að geta að hlutfall fólks í elsta aldurs hópn - um er lægra á vinnumarkaði en hinna aldurshópanna. Í janúarlok voru 108 ein stakl - ingar með erlent ríkisfang skráð - ir atvinnulausir í Hafnarfirði. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslum Hagstofunnar. 6% atvinnuleysi í Hafnarfirði 45% atvinnulausra aðeins með grunnnám og flestir atvinnulausra koma úr byggingariðnaði Þunnar og flottar „ekkert loft“ endast 4 til 6 vikur Tilboð gel neglur Ásetning: kr. 5.500,- Lagfæring: kr. 4.000,- Greinilegt er að Hafnfirðingar, jafnt sem aðrir sækjast í lágt vöruverð. Það mátti sjá þegar ný verslun Krónunnar var opnuð sl. fimmtudag á mótum Reykja - víkurvegar og Flatahrauns og hafa góð opnunartilboð ekki spillt fyrir. Nýja verslunin er hin glæsi leg - asta og mun stærri en Krónu - versl unin við Hvaleyrarbraut og vöruúrval mun meira. Sérstaka athygli vakti gott úrval af fersk - vöru, grænmeti og ávöxtum auk þess sem Krónan býður einnig gott úrval af ferskum kjötvörum en kjöt er pakkað ferskt á staðnum enda er góð aðstaða í nýju versluninni. Hafnfirðingar taka nýrri verslun vel Örtröð þegar ný glæsileg verslun Krónunnar var opnuð við Reykjavíkurveg Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar og Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss voru stoltir af nýju versluninni og móttökunum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.