Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 19.02.2009, Blaðsíða 2
Hvað er jafnrétti, jú, jöfn réttindi til einhverra hluta. Jafnrétti kynjanna er því að konur, jafnt sem karlar hafa sinn rétt óháð kyni. Þýðir það þá að alls staðar eigi að vera jafn margar konur og karlar? Nei, ekki aldeilis. Sjálfur á ég sex stráka og verð seint kærður fyrir brot á jafnréttislögum. Nýverið bárust fréttir af brölti Samfylkingar - manna sem ekki vildu tryggja konu annað af efstu 2 sætunum og gengu þá konur á dyr. Þær ætluðust sem sagt til að kynferði þeirra réði hvar þær enduðu á framboðslista. Er þetta jafnrétti? Nei. Í jafnréttisbaráttunni (lesist kvenréttindabaráttunni) gleymist oft réttur hvers einstaklings. Það er undarlegt að ef ekki á að skipta kyn manna þá þurfi annað kynið að víkja vegna þess að ekki séu jafn margir frá hvoru kyni. Greyið Mörður Árnason varð t.d. fyrir barðinu á þessu. Konur eru að verða í stórum meirihluta í kennarastétt, a.m.k. í grunnskólum. Enginn segir neitt við því þrátt fyrir að þar geti spilað inn uppeldisleg mark - mið. Auðvitað hlýtur að vera eðlilegt að ákveðnar stéttir verði ekki karla- eða kvennastéttir eingöngu og auðvitað hlýtur það að vera jafn áhugavert fyrir konur sem karlmenn að taka þátt í stjórnmálum. En þetta er einstaklingsbundið val og hver og einn hefur líka rétt á að taka ekki þátt. Aukið fæðingarorlof hefur gefið konum sem vilja taka virkan þátt í atvinnulífinu mun auðveldara fyrir en áður. Nú er frekar viðurkennt að kona í áhrifastöðu taki sér frí vegna barnseigna enda er geysilega mikilvægt að foreldrar geti verið sem lengst heima með börnum sínum. Eðlilegri krafa er að foreldrar verði lengur heima frekar en að hægt sé að koma börnum á leikskóla fyrr. Það er börnunum að jafnaði fyrir bestu. En ekki gleyma að börnin okkar eiga að hafa jafnan rétt - óháð kyni - og óháð kynjakvóta. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. febrúar 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Helgi Gíslason sýnir í Hafnarborg Verund er yfir - skrift sýningar á nýjum verk - um eftir Helga G í s l a s o n a r mynd höggv ara sem opnuð verð ur í Hafn ar - borg á laugardaginn kl.15. Á þessari umfangsmiklu sýningu eru nýjar lágmyndir, teikningar og skúlp - túrar þar sem mannslíkaminn er meg - in viðfangsefnið eins og í fyrri verk um lista mannsins. Þema sýningarinnar er rannsókn á manninum og mæli kvörð - um hans þar sem listamaðurinn tefl ir saman mannslíkamanum og verk fær - um sem notuð eru til að mæla heim inn og kortleggja. Helgi er á meðal þekkt - ustu myndhöggvara þjóð arinnar og þekkja margir skúlptúra hans og stærri verk sem sett hafa verið upp opin ber - lega víða um land til dæmis á Höfn í Hornafirði, Halla r garðinum í Reykjavík auk lágmyndar í Fossvogskapellu. Helgi átti hafnfirska móður, Kristjönu Guðrúnu Kristjánsdóttur. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands japönsku myndina Rashomon frá 1965. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafnið bandarísku Óskars verð - launa myndina Hannah and Her Sisters (1986) eftir Woody Allen. Myndin fjall - ar um þrjár systur, fjöl skyldur þeirra, vini og elskhuga og sýn ir hversu ólíkt fólk getur verið þrátt fyrir að alast upp innan veggja sama heimilis. Aðalfundur Hringsins Aðalfundur Kvenfélagsins Hringsins verður haldinn miðvikudaginn 25. febr. kl. 20 í Hringshúsinu við Suðurgötu. Venjuleg aðalfundarstörf. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI: 565 9775  ALLAN SÓLARHRINGINN Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Fríkirkjan Sunnudagurinn 22. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Eigum góða stund saman með börnunum! Æðruleysismessa kl. 20 Fluttur verður vitnisburður og Fríkirkjubandið leiðir sönginn Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Dauðsfall enn í rannsókn Sirrey María Axelsdóttir, sem fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhraun á móts við álverið 5. febrúar var jarðsungin á mánudaginn. Hún var 37 ára göm ul og lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismaður konunnar var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar, grunaður um að hafa átt þátt í dauða Sirreyjar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hnífar og kylfur Um helgina var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í Hafnarfirði og voru hnífar og kylfur notað - ar í árásunum. Á plani við Reykjavíkurveg hittust tveir hópar manna sem áttu sökótt við hvorn annan og urðu átök á milli mannanna. Átök á milli hópanna hófust reyndar á plani við bensínstöð í bænum. Voru kylfur og barefli notaðar í árás - unum. Einn maður var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir átökin. Á gististað við Bæjar hraun kom til átaka á milli konu og karls. Hótaði kon an manninum með hnífi. Þá var tilkynnt um þrjá menn í slags málum utan við veitinga - stað við Flatahraun. Einn maður lá eftir, aðallega sökum ölvunar, og var hann látinn sofa úr sér ölvímuna í fanga - klefa. Þá var tilkynnt um þrjú innbrot. Brotist var inn í bíl í Set bergshverfi og stolið úr honum staðsetningartæki. Brot ist var inn í Hval eyrar - skóla og stolið tölvubúnaði og sjón varpi. Þá var farið inn á skrif stofur við Sólvang en sennilega engu stolið. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 26. febrúar kl 20:30 í Vonarhöfn Hefðbundin aðalfundarstörf Bingó og kaffiveitingar Sunnudagurinn 15. febrúar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna fer fram í loftsal kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 11.00 Frímúrarakórinn syngur undir stjórn Jóns Kristins Cortez. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir Prédikun: Eysteinn Orri Gunnarsson stud.theol. Prestur: Bragi J. Ingibergsson www.vidistadakirkja.is Óskemmtileg aðkoma.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.